Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar 13. nóvember 2024 07:17 Viðskiptaráð lagði nýlega mat á uppfærða aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum og komst að þeirri niðurstöðu að tvær af hverjum þremur loftslagsaðgerðum hafi neikvæð efnahagsleg áhrif. Þegar svona kostnaðargreiningar eru framkvæmdar er hins vegar aldrei tekið með í reikninginn hvað það kostar að gera ekki neitt. Hvað ætli það kosti okkur? Það þarf ekki að fara langt til þess að finna dæmi. Fyrir ári síðan skall á eldgos við Sundhnúkagíga og um 3500 manns þurftu að flýja heimili sín. Alls er áætlaður stuðningur ríkissjóðs við Grindavík árin 2023 og 2024 um 80 milljarðar króna. Árið 2020 féll stærsta aurskriða sem fallið hefur á byggð á Íslandi á Seyðisfirði vegna mikillar rigningar. Kostnaður ríkisins við uppbyggingarstarf á Seyðisfirði var metinn á um hálfan milljarð. Þótt eldgosið við Sundhnúkagíga hafi ekki verið afleiðing loftslagsbreytinga varpa bæði þessara dæma fram skýra mynd um þau atvik sem verða algengari með loftslagsbreytingum og hve kostnaðarsamar náttúruhamfarir geta verið fyrir ríkið. Glöggir lesendur spyrja sig eflaust hvers vegna einungis efnahagurinn er undirstrikaður í ofantöldum hamförum, þar af í atviki sem má kalla eitt stærsta samfélagslega áfall Íslendinga seinustu ára þar sem þúsundir manna misstu heimili sín. Staðreyndin er hins vegar sú að efnahagurinn trompar alltaf allt annað í nútímasamfélagi. Það er ástæðan fyrir því að Viðskiptaráði þykir í lagi að undirstrika efnahagslega tapið sem felst í því að tryggja fæðuöryggi, jafnrétti, húsnæðisöryggi, menningu (og efnahagslegt öryggi!) í íslensku samfélagi. Það er grófur miskilningur falinn í því að einangra loftslagsmálin frá öðrum málaflokkum, þar sem loftslagsbreytingar hafa áhrif á allt sem við tökum sem sjálfsögðum hlut. Samfélagið okkar byggir á því loftslagi sem við þekkjum núna. Innviðir okkar og vegir eru byggðir í samræmi við veðurfar, viðráðanlegt verð á matvælum byggir á því að uppskeran bregðist ekki úti í heimi og menningin okkar rís upp úr þeirri náttúrudýrð sem má finna hér á landi. Nú þegar kosningar eru í vændum skiptir máli að hugsa hlutina í sínu heildarsamhengi og spyrja sig hvort þeir stjórnmálaflokkar sem leggja áherslu á ofangreind málefni hugsi um þau í samhengi við veðurfarsbreytingar. Að sama skapi verða loftslagsáherslur að samsvara öðrum samfélagslegum þáttum, því loftslagsmálin snúast ekki einungis um það að vernda umhverfið, heldur að vernda samfélagið. Hugsi stjórnmálamenn ekki um þessi mikilvægu málefni í samhengi við hnattræna hlýnun, byggja kosningarloforð þeirra á fölskum forsendum. Höfundur er meistaranemi í umhverfis- og auðlindafræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Efnahagsmál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Viðskiptaráð lagði nýlega mat á uppfærða aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum og komst að þeirri niðurstöðu að tvær af hverjum þremur loftslagsaðgerðum hafi neikvæð efnahagsleg áhrif. Þegar svona kostnaðargreiningar eru framkvæmdar er hins vegar aldrei tekið með í reikninginn hvað það kostar að gera ekki neitt. Hvað ætli það kosti okkur? Það þarf ekki að fara langt til þess að finna dæmi. Fyrir ári síðan skall á eldgos við Sundhnúkagíga og um 3500 manns þurftu að flýja heimili sín. Alls er áætlaður stuðningur ríkissjóðs við Grindavík árin 2023 og 2024 um 80 milljarðar króna. Árið 2020 féll stærsta aurskriða sem fallið hefur á byggð á Íslandi á Seyðisfirði vegna mikillar rigningar. Kostnaður ríkisins við uppbyggingarstarf á Seyðisfirði var metinn á um hálfan milljarð. Þótt eldgosið við Sundhnúkagíga hafi ekki verið afleiðing loftslagsbreytinga varpa bæði þessara dæma fram skýra mynd um þau atvik sem verða algengari með loftslagsbreytingum og hve kostnaðarsamar náttúruhamfarir geta verið fyrir ríkið. Glöggir lesendur spyrja sig eflaust hvers vegna einungis efnahagurinn er undirstrikaður í ofantöldum hamförum, þar af í atviki sem má kalla eitt stærsta samfélagslega áfall Íslendinga seinustu ára þar sem þúsundir manna misstu heimili sín. Staðreyndin er hins vegar sú að efnahagurinn trompar alltaf allt annað í nútímasamfélagi. Það er ástæðan fyrir því að Viðskiptaráði þykir í lagi að undirstrika efnahagslega tapið sem felst í því að tryggja fæðuöryggi, jafnrétti, húsnæðisöryggi, menningu (og efnahagslegt öryggi!) í íslensku samfélagi. Það er grófur miskilningur falinn í því að einangra loftslagsmálin frá öðrum málaflokkum, þar sem loftslagsbreytingar hafa áhrif á allt sem við tökum sem sjálfsögðum hlut. Samfélagið okkar byggir á því loftslagi sem við þekkjum núna. Innviðir okkar og vegir eru byggðir í samræmi við veðurfar, viðráðanlegt verð á matvælum byggir á því að uppskeran bregðist ekki úti í heimi og menningin okkar rís upp úr þeirri náttúrudýrð sem má finna hér á landi. Nú þegar kosningar eru í vændum skiptir máli að hugsa hlutina í sínu heildarsamhengi og spyrja sig hvort þeir stjórnmálaflokkar sem leggja áherslu á ofangreind málefni hugsi um þau í samhengi við veðurfarsbreytingar. Að sama skapi verða loftslagsáherslur að samsvara öðrum samfélagslegum þáttum, því loftslagsmálin snúast ekki einungis um það að vernda umhverfið, heldur að vernda samfélagið. Hugsi stjórnmálamenn ekki um þessi mikilvægu málefni í samhengi við hnattræna hlýnun, byggja kosningarloforð þeirra á fölskum forsendum. Höfundur er meistaranemi í umhverfis- og auðlindafræði.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun