Mikilvægt að fela ekki vanlíðanina Sandra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar 24. júní 2019 10:00 Eymundur segir félagsfælni falinn sjúkdóm og fólk hrætt við að leita sér hjálpar FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN Eymundur Lúter Eymundsson hefur glímt við félagfælni frá barnæsku. Það var ekki fyrr en hann þurfti að fara í Verkjaskólann á Kristnesi eftir mjaðmaskiptaaðgerð 38 ára gamall að hann fékk sína fyrstu fræðslu um kvíða. Eymundur segir að innlögnin á Kristnes árið 2005 hafi bjargað lífi hans. Loks áttaði hann sig á því sem hafði verið að hrjá hann alla æfi. Hann útvegaði sér viðtal við sálfræðing og fór að vinna í sínum málum. „Félagsfælni hefur verið svolítið falinn sjúkdómur. Það eru ekkert allir sem leita sér hjálpar. Margir eru hræddir við það,“ segir Eymundur. Hann er í dag verkefnastjóri geðfræðslunnar í Grófinni á Akureyri, þar sem fagfólk og fólk sem þekkir geðröskun af eigin raun vinnur saman. „Ég var í þrjú ár í Hugarafli í Reykjavík. Þar er allt unnið á jafningjagrundvelli. Við komum með þá hugmyndafræði norður. Starfið byggir á valdeflingu og batamótun og það hefur sýnt sig hjá okkur í Grófinni hvað þetta er árangursríkt.“ Eymundur fer á vegum Grófarinnar í alla grunnskóla og framhaldsskóla á Norðurlandi og segir sína sögu. „Það er alltaf verið að tala um að fjárfesta í börnum. Þá er líka mikilvægt að fjárfesta í börnum sem glíma við andleg vandamál. Það skiptir máli að þau fái hjálp strax. Þessi börn eru ekkert síðri en önnur börn. Þau þurfa bara aðstoð við að byggja sig upp. Því fyrr því betra,“ segir Eymundur ákveðinn. „Ég hef glímt við félagsfælni síðan ég var krakki og það hafði skelfilegar afleiðingar. Það var mikið myrkur í mínu lífi. Ég þorði ekki að tala um þetta, ég vissi náttúrulega ekkert hvað félagsfælni var. Það var ekkert rætt um þessi mál.“ Eymundur segist hafa fundið fyrir félagsfælninni strax þegar hann byrjaði í grunnskóla og hún jókst þegar unglingsárin nálguðust. „Hjá mér lýsti þetta sér þannig að ég átti erfitt með taugakerfið. Ég roðnaði og klökknaði innan um fólk, hjartað var á fullu og mann langaði bara að hverfa. Fólk með félagsfælni er oft hrætt við að segja einhverja vitleysu, það skammast sín oft fyrir sjálft sig og finnst það asnalegt og heimskt. Hjá mér var sjálfstraustið og sjálfsvirðingin engin. Ég reyndi að forðast samskipti, átti erfitt með að hafa stjórn á taugakerfinu og notaði oft reiði sem vörn.“ Þetta varð til þess að Eymundi leið illa í grunnskóla og gafst upp á framhaldsskóla eftir aðeins tvo mánuði. Eftir að Eymundur fékk loks hjálp og verkfæri til að takast á við félagsfælnina langaði hann að hjálpa börnum með sömu reynslu og koma í veg fyrir að þau þyrftu að glíma við vandann án aðstoðar fram á fullorðinsár.Gott að heyra báðar hliðar „Þegar við byrjuðum með Grófina hérna á Akureyri þá fannst mér tilvalið að byrja á að fara í alla skólana og tala við kennara og starfsfólk. Vegna þess að fullorðnir vita ekkert endilega hvernig félagsfælni lýsir sér,“ segir Eymundur. „Þegar við fórum í skólana hafði sálfræðingur verið þar daginn áður og ég heyrði það eftir á að fólki hefði fundist frábært að heyra báðar hliðar. Það er að segja frá fagmanni og manni með reynslu af sjúkdómnum. Það er svo mikilvægt að hafa samvinnu þarna á milli. Við sem þekkjum sjúkdómana á eigin skinni erum svo mikil verðmæti í svona forvarnar- og fræðslustarfi.“Eymundur sinnir fræðslu í skólum á norðurlandiEymundur segir að það besta sem fólk með félagsfælni geti gert sé að segja frá vandanum. Það getur verið foreldri, kennari, skólahjúkrunarfræðingur, heimilislæknir eða einhver annar sem fólk treystir. „Aðalmálið er að fela ekki vanlíðanina, hún er ekkert til að skammast sín fyrir. Það þarf ekkert að segja öllum frá, bara láta einhvern vita svo hægt sé að fá hjálp frá góðu fólki,“ segir Eymundur. Hann tekur fram að hjálparsíminn 1717 bjóði einnig upp á netspjall sem mörgu ungu fólki finnst þægilegra en að taka upp símann. „Allir geta líka mætt í Grófina, hvort sem þeir eru að glíma við geðræn vandamál eða bara langar að koma og sjá hvað við erum að gera þá eru allir velkomnir. Hingað koma að meðaltali 19 manns á dag. Það er ótrúlegt að sjá fólk sem kemur hingað og fer svo út í lífið aftur, á vinnumarkað og annað. Þetta er líka svo ódýrt úrræði,“ segir Eymundur. „Aðstandendur geta líka komið til okkar og fengið fræðslu. Það er margt í boði. Kvíðameðferðarstöðin, Geðhjálp, Hugarafl og við í Grófinni.“ Eymundur segir mikilvægt að vera opinn fyrir hjálpinni. „Það skiptir öllu máli. Ef þú greinist til dæmis með krabbamein þá þarftu að vera opinn fyrir að þiggja hjálp. Það er ekki neitt öðruvísi fyrir fólk sem glímir við andlega vanlíðan. Ef fólk er opið fyrir hjálpinni er líklegra að það nái árangri.“ Eymundur hefur unnið gríðarlega mikið í sínu lífi frá árinu 2005. Það hefur að hans sögn verið erfið en gefandi vinna sem skilar sér í frelsi. „Fyrir þann tíma var ég bara í feluleik, og það var gríðarleg vinna að vera í feluleik. Það var bara af því ég vissi ekkert hvað var að. Ég var svo hræddur um að einhver myndi dæma mig.“ Eymundur glímir enn við afleiðingar þess að hafa burðast einn með sjúkdóminn í langan tíma. Hann segir að besta leiðin fyrir hann til að glíma við vandann sé að vinna í forvörnum. „Við erum að vinna fyrir fólk sem þarf hjálp. Ég myndi alveg vilja sleppa því að vera að tala um mína reynslu. En af því ég veit hvað það er vont að líða svona illa og af því ég hef fengið svo góða hjálp sjálfur, bæði frá fagfólki og fólki með reynslu, þá finnst mér það skylda mín að hjálpa öðrum.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
Eymundur Lúter Eymundsson hefur glímt við félagfælni frá barnæsku. Það var ekki fyrr en hann þurfti að fara í Verkjaskólann á Kristnesi eftir mjaðmaskiptaaðgerð 38 ára gamall að hann fékk sína fyrstu fræðslu um kvíða. Eymundur segir að innlögnin á Kristnes árið 2005 hafi bjargað lífi hans. Loks áttaði hann sig á því sem hafði verið að hrjá hann alla æfi. Hann útvegaði sér viðtal við sálfræðing og fór að vinna í sínum málum. „Félagsfælni hefur verið svolítið falinn sjúkdómur. Það eru ekkert allir sem leita sér hjálpar. Margir eru hræddir við það,“ segir Eymundur. Hann er í dag verkefnastjóri geðfræðslunnar í Grófinni á Akureyri, þar sem fagfólk og fólk sem þekkir geðröskun af eigin raun vinnur saman. „Ég var í þrjú ár í Hugarafli í Reykjavík. Þar er allt unnið á jafningjagrundvelli. Við komum með þá hugmyndafræði norður. Starfið byggir á valdeflingu og batamótun og það hefur sýnt sig hjá okkur í Grófinni hvað þetta er árangursríkt.“ Eymundur fer á vegum Grófarinnar í alla grunnskóla og framhaldsskóla á Norðurlandi og segir sína sögu. „Það er alltaf verið að tala um að fjárfesta í börnum. Þá er líka mikilvægt að fjárfesta í börnum sem glíma við andleg vandamál. Það skiptir máli að þau fái hjálp strax. Þessi börn eru ekkert síðri en önnur börn. Þau þurfa bara aðstoð við að byggja sig upp. Því fyrr því betra,“ segir Eymundur ákveðinn. „Ég hef glímt við félagsfælni síðan ég var krakki og það hafði skelfilegar afleiðingar. Það var mikið myrkur í mínu lífi. Ég þorði ekki að tala um þetta, ég vissi náttúrulega ekkert hvað félagsfælni var. Það var ekkert rætt um þessi mál.“ Eymundur segist hafa fundið fyrir félagsfælninni strax þegar hann byrjaði í grunnskóla og hún jókst þegar unglingsárin nálguðust. „Hjá mér lýsti þetta sér þannig að ég átti erfitt með taugakerfið. Ég roðnaði og klökknaði innan um fólk, hjartað var á fullu og mann langaði bara að hverfa. Fólk með félagsfælni er oft hrætt við að segja einhverja vitleysu, það skammast sín oft fyrir sjálft sig og finnst það asnalegt og heimskt. Hjá mér var sjálfstraustið og sjálfsvirðingin engin. Ég reyndi að forðast samskipti, átti erfitt með að hafa stjórn á taugakerfinu og notaði oft reiði sem vörn.“ Þetta varð til þess að Eymundi leið illa í grunnskóla og gafst upp á framhaldsskóla eftir aðeins tvo mánuði. Eftir að Eymundur fékk loks hjálp og verkfæri til að takast á við félagsfælnina langaði hann að hjálpa börnum með sömu reynslu og koma í veg fyrir að þau þyrftu að glíma við vandann án aðstoðar fram á fullorðinsár.Gott að heyra báðar hliðar „Þegar við byrjuðum með Grófina hérna á Akureyri þá fannst mér tilvalið að byrja á að fara í alla skólana og tala við kennara og starfsfólk. Vegna þess að fullorðnir vita ekkert endilega hvernig félagsfælni lýsir sér,“ segir Eymundur. „Þegar við fórum í skólana hafði sálfræðingur verið þar daginn áður og ég heyrði það eftir á að fólki hefði fundist frábært að heyra báðar hliðar. Það er að segja frá fagmanni og manni með reynslu af sjúkdómnum. Það er svo mikilvægt að hafa samvinnu þarna á milli. Við sem þekkjum sjúkdómana á eigin skinni erum svo mikil verðmæti í svona forvarnar- og fræðslustarfi.“Eymundur sinnir fræðslu í skólum á norðurlandiEymundur segir að það besta sem fólk með félagsfælni geti gert sé að segja frá vandanum. Það getur verið foreldri, kennari, skólahjúkrunarfræðingur, heimilislæknir eða einhver annar sem fólk treystir. „Aðalmálið er að fela ekki vanlíðanina, hún er ekkert til að skammast sín fyrir. Það þarf ekkert að segja öllum frá, bara láta einhvern vita svo hægt sé að fá hjálp frá góðu fólki,“ segir Eymundur. Hann tekur fram að hjálparsíminn 1717 bjóði einnig upp á netspjall sem mörgu ungu fólki finnst þægilegra en að taka upp símann. „Allir geta líka mætt í Grófina, hvort sem þeir eru að glíma við geðræn vandamál eða bara langar að koma og sjá hvað við erum að gera þá eru allir velkomnir. Hingað koma að meðaltali 19 manns á dag. Það er ótrúlegt að sjá fólk sem kemur hingað og fer svo út í lífið aftur, á vinnumarkað og annað. Þetta er líka svo ódýrt úrræði,“ segir Eymundur. „Aðstandendur geta líka komið til okkar og fengið fræðslu. Það er margt í boði. Kvíðameðferðarstöðin, Geðhjálp, Hugarafl og við í Grófinni.“ Eymundur segir mikilvægt að vera opinn fyrir hjálpinni. „Það skiptir öllu máli. Ef þú greinist til dæmis með krabbamein þá þarftu að vera opinn fyrir að þiggja hjálp. Það er ekki neitt öðruvísi fyrir fólk sem glímir við andlega vanlíðan. Ef fólk er opið fyrir hjálpinni er líklegra að það nái árangri.“ Eymundur hefur unnið gríðarlega mikið í sínu lífi frá árinu 2005. Það hefur að hans sögn verið erfið en gefandi vinna sem skilar sér í frelsi. „Fyrir þann tíma var ég bara í feluleik, og það var gríðarleg vinna að vera í feluleik. Það var bara af því ég vissi ekkert hvað var að. Ég var svo hræddur um að einhver myndi dæma mig.“ Eymundur glímir enn við afleiðingar þess að hafa burðast einn með sjúkdóminn í langan tíma. Hann segir að besta leiðin fyrir hann til að glíma við vandann sé að vinna í forvörnum. „Við erum að vinna fyrir fólk sem þarf hjálp. Ég myndi alveg vilja sleppa því að vera að tala um mína reynslu. En af því ég veit hvað það er vont að líða svona illa og af því ég hef fengið svo góða hjálp sjálfur, bæði frá fagfólki og fólki með reynslu, þá finnst mér það skylda mín að hjálpa öðrum.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira