Telur að kanna eigi þörfina á karlaathvarfi fyrir þolendur ofbeldis Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. júní 2019 21:36 Dæmi eru um að karlmenn sem hafa flúið heimilisofbeldi lendi á götunni. Ráðgjafar frá Kvennaathvarfinu hafa aðstoðað þá í Bjarkarhlíð en lengra nær hjálpin ekki þar sem ekkert skjól er í boði. Verkefnastýra Bjarkarhlíðar segir vandann falinn þar sem karlar upplifi oft mikla skömm sem þolendur. Hún telur að kanna eigi þörfina fyrir karlaathvarf.Körlum sem leita til Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis hefur farið fjölgandi. Á stofnárinu árið 2017 voru þeir 9% þolenda en í fyrra var hlutfallið 13% af hátt í 500 manns.Verkefnastýra Bjarkarhlíðar segir málin af ýmsum toga. „Það er heimilisofbeldi, það er andlegt ofbeldi, líkamlegt, fjárhagslegt og síðan er það kynferðisofbeldi. Það eru alvarleg brot, bæði í æsku og nýleg mál sem eru oft byrlanir, hópnauðganir og annað, segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastýra Bjarkarhlíðar.Ragna Björg Guðbrandsdóttir er verkefnastýra Bjarkarhlíðar.Stöð2Í Bjarkarhlíð hefur ráðgjafi frá Kvennaathvarfinu veitt þeim aðstoð, þeirra bíður hins vegar ekki úrræði á borð við Kvennaathvarfið. „Þegar kemur að skjóli eða athvarfi fyrir karlmenn, þá erum við ekki eins vel stödd því að það er bara ekki til fyrir karlmenn. Hvorki sem þolendur heimilisofbeldis né mansals,“ segir Ragna. Dæmi séu um að karlar sem hafa flúið ofbeldið lendi á götunni. „Við erum náttúrulega bara að heyra alla veganna sorgarsögur. Fólk er oft heimilislaust, er að leita á náðir ættingja og oft fullorðinna foreldra,“ segir Ragna sem segir vandann að miklu leyti falinn, karlarnir upplifi sig í viðkvæmri stöðu, til dæmis þegar lögregla sé kölluð til. „Þeir segja oft að þeir eigi mjög erfitt með að verja sig og þeir vilja ekki beita ofbeldi og þá láta þeir oft barsmíðar yfir sig ganga,“ Hún telur að kanna eigi þörfina fyrir karlaathvarf. „Það þarf að meta hver þörfin er og meta ástandið. Ég hugsa að þetta sé vangreindur vandi, eins og allt ofbeldi. Þeir sem eru þolendur þess þeir upplifa skömm. Þarna held ég að karlmenn eigi bara mjög erfitt,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastýra Bjarkarhlíðar. Félagsmál Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Sjá meira
Dæmi eru um að karlmenn sem hafa flúið heimilisofbeldi lendi á götunni. Ráðgjafar frá Kvennaathvarfinu hafa aðstoðað þá í Bjarkarhlíð en lengra nær hjálpin ekki þar sem ekkert skjól er í boði. Verkefnastýra Bjarkarhlíðar segir vandann falinn þar sem karlar upplifi oft mikla skömm sem þolendur. Hún telur að kanna eigi þörfina fyrir karlaathvarf.Körlum sem leita til Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis hefur farið fjölgandi. Á stofnárinu árið 2017 voru þeir 9% þolenda en í fyrra var hlutfallið 13% af hátt í 500 manns.Verkefnastýra Bjarkarhlíðar segir málin af ýmsum toga. „Það er heimilisofbeldi, það er andlegt ofbeldi, líkamlegt, fjárhagslegt og síðan er það kynferðisofbeldi. Það eru alvarleg brot, bæði í æsku og nýleg mál sem eru oft byrlanir, hópnauðganir og annað, segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastýra Bjarkarhlíðar.Ragna Björg Guðbrandsdóttir er verkefnastýra Bjarkarhlíðar.Stöð2Í Bjarkarhlíð hefur ráðgjafi frá Kvennaathvarfinu veitt þeim aðstoð, þeirra bíður hins vegar ekki úrræði á borð við Kvennaathvarfið. „Þegar kemur að skjóli eða athvarfi fyrir karlmenn, þá erum við ekki eins vel stödd því að það er bara ekki til fyrir karlmenn. Hvorki sem þolendur heimilisofbeldis né mansals,“ segir Ragna. Dæmi séu um að karlar sem hafa flúið ofbeldið lendi á götunni. „Við erum náttúrulega bara að heyra alla veganna sorgarsögur. Fólk er oft heimilislaust, er að leita á náðir ættingja og oft fullorðinna foreldra,“ segir Ragna sem segir vandann að miklu leyti falinn, karlarnir upplifi sig í viðkvæmri stöðu, til dæmis þegar lögregla sé kölluð til. „Þeir segja oft að þeir eigi mjög erfitt með að verja sig og þeir vilja ekki beita ofbeldi og þá láta þeir oft barsmíðar yfir sig ganga,“ Hún telur að kanna eigi þörfina fyrir karlaathvarf. „Það þarf að meta hver þörfin er og meta ástandið. Ég hugsa að þetta sé vangreindur vandi, eins og allt ofbeldi. Þeir sem eru þolendur þess þeir upplifa skömm. Þarna held ég að karlmenn eigi bara mjög erfitt,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastýra Bjarkarhlíðar.
Félagsmál Kynferðisofbeldi Reykjavík Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent