Athvarf öfgamanna Sif Sigmarsdóttir skrifar 22. júní 2019 09:00 Bretar hafa fylgst af óvenjumiklum áhuga með leiðtogakjöri Íhaldsflokksins sem stendur nú yfir. Fyrir því eru tvær ástæður. Sú fyrri: Sá sem verður leiðtogi flokksins verður einnig sjálfkrafa forsætisráðherra. Sú síðari: Brexit – hvernig í ósköpunum hyggst nýr leiðtogi leysa Brexit-pattstöðuna sem fráfarandi forsætisráðherra, Theresu May, reyndist ómögulegt að ráða fram úr? Fylgi Íhaldsflokksins er í sögulegum lægðum. Nýr flokkur Nigel Farage, Brexit-flokkurinn, sem berst fyrir hörðu Brexit, sópar til sín fylgi. Flestir þeirra tíu frambjóðenda sem gáfu kost á sér til leiðtogakjörs Íhaldsflokksins kepptust við að sýnast jafnharðir og Farage. Með einni undantekningu. Rory Stewart er stjórnmálamaður sem fáir höfðu heyrt um en er nú á allra vörum. Stewart gekk í Eton og Oxford og starfaði í bresku utanríkisþjónustunni á Balkanskaganum og í Írak. Hann settist á þing 2010 og er ráðherra alþjóðaþróunarmála. Stewart, sem talað hefur gegn því að Bretar yfirgefi Evrópusambandið án samnings, þótti ekki líklegur til stórræða í leiðtogakjörinu. Stewart er talsmaður málamiðlana, fetar meðalveginn og kýs almenna skynsemi umfram hugmyndafræði. En öllum að óvörum vakti brennandi ástríða Stewart fyrir yfirvegun og meðalhófi eldmóð með almenningi. Samfélagsmiðlar loguðu. Hundruð þúsunda fylgdust með honum á Twitter. Myndbönd þar sem Stewart gekk um götur og spjallaði við fólk á förnum vegi fóru sem eldur um sinu. Óvæntri sigurgöngu Stewart lauk í vikunni. Tveir frambjóðendur komust í lokaumferð leiðtogakjörsins sem fram fer í næst mánuði, þeir Boris Johnson og Jeremy Hunt. Telja flestir að Johnson beri öruggan sigur úr býtum.Klukkan tifar Hinn 31. október stendur til að Bretland gangi úr Evrópusambandinu. Meirihluti þingsins er á móti því að það verði gert án útgöngusamnings. Boris Johnson ætlar hins vegar ekki að láta þingið stoppa sig. Hefur hann gefið í skyn að hann sé reiðubúinn að læsa dyrum þingsins og loka þingmenn úti. Takist þingi ekki að koma saman til að stöðva útgöngu án samnings fyrir 31. október mun Bretland sjálfkrafa falla samningslaust út úr Evrópusambandinu. Klukkan tifar og dómsdagur nálgast. Margir óttast afleiðingarnar sem hart Brexit mun hafa á efnahag Bretlands, fyrirtæki og fólk. Íhaldsmenn eru þó hvergi bangnir. Þeir virðast reiðubúnir að fórna hverju sem er fyrir hugmyndafræðilega tilraun sína. Skoðanakönnun sem gerð var í vikunni sýnir að meirihluti Íhaldsmanna vill Brexit jafnvel þótt það stórskaðaði efnahagslífið, leiddi af sér sjálfstæði Skotlands og endalok Íhaldsflokksins. Slagorðið er: Brexit, sama hvað.Dómsdagur nálgast En hingað heim: Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, vill að málstaður þeirra sem halda því fram að loftslagsbreytingar séu ekki af manna völdum verði kynntur í skólum. Neyðarástand ríkir í loftslagsmálum. Klukkan tifar, dómsdagur nálgast og rétt eins og í tilfelli Brexit víla óprúttnir stjórnmálamenn ekki fyrir sér að gera sér mat úr yfirvofandi ógn. Boris Johnson berst fyrir Brexit – óháð afleiðingum. Hann íhugar að læsa þingið úti til að tryggja Íhaldsflokknum atkvæði öfgamanna sem fylkja sér nú að baki Nigel Farage. Birgir Þórarinsson vill hins vegar læsa okkur öll inni – inni í brennandi húsi þar sem logar svíða hold og reykur mettar lungu – til að tryggja Miðflokknum atkvæði öfgamanna sem leita sér athvarfs. Það glittir í von. Vinsældir Rory Stewart sýna að hljómgrunnur er fyrir málflutningi þeirra sem tala fyrir skynsemi og hlusta á rök. En svo að meðalhófið megi hafa sigur þurfum við að taka saman höndum og standa uppi í hárinu á tækifærissinnum sem segja hvað sem er fyrir atkvæði. Því það er ólíðandi að framtíð lífríkis jarðar sé notuð sem beita í atkvæðaveiðum ábyrgðarlausra stjórnmálamanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Bretar hafa fylgst af óvenjumiklum áhuga með leiðtogakjöri Íhaldsflokksins sem stendur nú yfir. Fyrir því eru tvær ástæður. Sú fyrri: Sá sem verður leiðtogi flokksins verður einnig sjálfkrafa forsætisráðherra. Sú síðari: Brexit – hvernig í ósköpunum hyggst nýr leiðtogi leysa Brexit-pattstöðuna sem fráfarandi forsætisráðherra, Theresu May, reyndist ómögulegt að ráða fram úr? Fylgi Íhaldsflokksins er í sögulegum lægðum. Nýr flokkur Nigel Farage, Brexit-flokkurinn, sem berst fyrir hörðu Brexit, sópar til sín fylgi. Flestir þeirra tíu frambjóðenda sem gáfu kost á sér til leiðtogakjörs Íhaldsflokksins kepptust við að sýnast jafnharðir og Farage. Með einni undantekningu. Rory Stewart er stjórnmálamaður sem fáir höfðu heyrt um en er nú á allra vörum. Stewart gekk í Eton og Oxford og starfaði í bresku utanríkisþjónustunni á Balkanskaganum og í Írak. Hann settist á þing 2010 og er ráðherra alþjóðaþróunarmála. Stewart, sem talað hefur gegn því að Bretar yfirgefi Evrópusambandið án samnings, þótti ekki líklegur til stórræða í leiðtogakjörinu. Stewart er talsmaður málamiðlana, fetar meðalveginn og kýs almenna skynsemi umfram hugmyndafræði. En öllum að óvörum vakti brennandi ástríða Stewart fyrir yfirvegun og meðalhófi eldmóð með almenningi. Samfélagsmiðlar loguðu. Hundruð þúsunda fylgdust með honum á Twitter. Myndbönd þar sem Stewart gekk um götur og spjallaði við fólk á förnum vegi fóru sem eldur um sinu. Óvæntri sigurgöngu Stewart lauk í vikunni. Tveir frambjóðendur komust í lokaumferð leiðtogakjörsins sem fram fer í næst mánuði, þeir Boris Johnson og Jeremy Hunt. Telja flestir að Johnson beri öruggan sigur úr býtum.Klukkan tifar Hinn 31. október stendur til að Bretland gangi úr Evrópusambandinu. Meirihluti þingsins er á móti því að það verði gert án útgöngusamnings. Boris Johnson ætlar hins vegar ekki að láta þingið stoppa sig. Hefur hann gefið í skyn að hann sé reiðubúinn að læsa dyrum þingsins og loka þingmenn úti. Takist þingi ekki að koma saman til að stöðva útgöngu án samnings fyrir 31. október mun Bretland sjálfkrafa falla samningslaust út úr Evrópusambandinu. Klukkan tifar og dómsdagur nálgast. Margir óttast afleiðingarnar sem hart Brexit mun hafa á efnahag Bretlands, fyrirtæki og fólk. Íhaldsmenn eru þó hvergi bangnir. Þeir virðast reiðubúnir að fórna hverju sem er fyrir hugmyndafræðilega tilraun sína. Skoðanakönnun sem gerð var í vikunni sýnir að meirihluti Íhaldsmanna vill Brexit jafnvel þótt það stórskaðaði efnahagslífið, leiddi af sér sjálfstæði Skotlands og endalok Íhaldsflokksins. Slagorðið er: Brexit, sama hvað.Dómsdagur nálgast En hingað heim: Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, vill að málstaður þeirra sem halda því fram að loftslagsbreytingar séu ekki af manna völdum verði kynntur í skólum. Neyðarástand ríkir í loftslagsmálum. Klukkan tifar, dómsdagur nálgast og rétt eins og í tilfelli Brexit víla óprúttnir stjórnmálamenn ekki fyrir sér að gera sér mat úr yfirvofandi ógn. Boris Johnson berst fyrir Brexit – óháð afleiðingum. Hann íhugar að læsa þingið úti til að tryggja Íhaldsflokknum atkvæði öfgamanna sem fylkja sér nú að baki Nigel Farage. Birgir Þórarinsson vill hins vegar læsa okkur öll inni – inni í brennandi húsi þar sem logar svíða hold og reykur mettar lungu – til að tryggja Miðflokknum atkvæði öfgamanna sem leita sér athvarfs. Það glittir í von. Vinsældir Rory Stewart sýna að hljómgrunnur er fyrir málflutningi þeirra sem tala fyrir skynsemi og hlusta á rök. En svo að meðalhófið megi hafa sigur þurfum við að taka saman höndum og standa uppi í hárinu á tækifærissinnum sem segja hvað sem er fyrir atkvæði. Því það er ólíðandi að framtíð lífríkis jarðar sé notuð sem beita í atkvæðaveiðum ábyrgðarlausra stjórnmálamanna.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun