„Við þurfum bara að laga okkur að nútímanum“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júní 2019 15:20 Páll Winkel segir að vinna þurfi í að bregðast við nýjum lögum um kynrænt sjálfræði innan íslenskra fangelsa. Fréttablaðið/Anton Brink „Ég efast að við þurfum að breyta miklu. Við erum núna með möguleikann á deildarskiptingu innan nýja fangelsisins á Hólmsheiði þannig að nei, ég held að þetta verði alls ekki vandamál hjá okkur,“ sagði Páll Winkel, fangelsismálastjóri, í tengslum við nýsamþykkt lög um kynrænt sjálfræði. Rætt var við Pál í Reykjavík síðdegis í gær. Frumvarp um kynrænt sjálfræði var samþykkt á Alþingi fyrr í vikunni sem tryggir sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga til að skilgreina kyn sitt. Fólk getur því farið og breytt kyni sínu í Þjóðskrá og á öllum sínum persónuskilríkjum án þess að fá opinbert samþykki. Einstaklingurinn þarf ekki að gangast undir neina læknismeðferð til að breyta skráningunni. Hægt verður að skrá kyn sitt annað hvort sem karlkyns, kvenkyns eða hlutlausa skráningu, sem táknuð verður með bókstafnum X. Upp hafa komið spurningar um hvernig fangelsi landsins muni bregðast við þessum breytingum og sendi fangelsismálastofnun inn umsögn um frumvarpið á samráðsgáttina en Páll telur það verkefni ekki vera vandamál. „Þetta er bara nýr veruleiki fyrir okkur, við vildum bara vekja athygli á því að gamla löggjöfin gerir beinlínis ráð fyrir tveimur kynjum og það kemur meðal annars fram í þvi´að okkur ber að aðskilja kynin, karlkyn og kvenkyn, að næturlagi í fangelsum.“ Aðspurður um það hvort hætta verði á að fangar misnoti þetta frelsi til að breyta kynskráningu sinni og sleppa þannig t.d. við að sitja inni á Litla hrauni sagði Páll að hann teldi það ekki verða misnotað. „Það sem gerðist í kjölfar þessarar umsagnar okkar var að Trans Ísland og Samtökin ´78 höfðu samband við okkur og ég fundaði með því ágæta fólki og við urðum sammála um að það væri ólíklegt að það myndi reyna mikið á þetta hjá okkur.“ „Þetta er verkefni sem við þurfum að leysa og ég ber fulla virðingu fyrir því góða fólki sem er að berjast fyrir hagsmunum sinna félagsmanna. Við þurfum bara að laga okkur að nútímanum.“ Alþingi Fangelsismál Hinsegin Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Frumvarp um kynrænt sjálfræði samþykkt á þingi Þriðja kynið nú löglegt. 18. júní 2019 16:20 Krafðist þess að frumvarp um kynrænt sjálfræði yrði tekið af dagskrá Forsætisráðherra sleit fyrr í kvöld samtali sínu við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, þar sem þau reyndu að semja um þinglok. 13. júní 2019 23:14 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
„Ég efast að við þurfum að breyta miklu. Við erum núna með möguleikann á deildarskiptingu innan nýja fangelsisins á Hólmsheiði þannig að nei, ég held að þetta verði alls ekki vandamál hjá okkur,“ sagði Páll Winkel, fangelsismálastjóri, í tengslum við nýsamþykkt lög um kynrænt sjálfræði. Rætt var við Pál í Reykjavík síðdegis í gær. Frumvarp um kynrænt sjálfræði var samþykkt á Alþingi fyrr í vikunni sem tryggir sjálfsákvörðunarrétt einstaklinga til að skilgreina kyn sitt. Fólk getur því farið og breytt kyni sínu í Þjóðskrá og á öllum sínum persónuskilríkjum án þess að fá opinbert samþykki. Einstaklingurinn þarf ekki að gangast undir neina læknismeðferð til að breyta skráningunni. Hægt verður að skrá kyn sitt annað hvort sem karlkyns, kvenkyns eða hlutlausa skráningu, sem táknuð verður með bókstafnum X. Upp hafa komið spurningar um hvernig fangelsi landsins muni bregðast við þessum breytingum og sendi fangelsismálastofnun inn umsögn um frumvarpið á samráðsgáttina en Páll telur það verkefni ekki vera vandamál. „Þetta er bara nýr veruleiki fyrir okkur, við vildum bara vekja athygli á því að gamla löggjöfin gerir beinlínis ráð fyrir tveimur kynjum og það kemur meðal annars fram í þvi´að okkur ber að aðskilja kynin, karlkyn og kvenkyn, að næturlagi í fangelsum.“ Aðspurður um það hvort hætta verði á að fangar misnoti þetta frelsi til að breyta kynskráningu sinni og sleppa þannig t.d. við að sitja inni á Litla hrauni sagði Páll að hann teldi það ekki verða misnotað. „Það sem gerðist í kjölfar þessarar umsagnar okkar var að Trans Ísland og Samtökin ´78 höfðu samband við okkur og ég fundaði með því ágæta fólki og við urðum sammála um að það væri ólíklegt að það myndi reyna mikið á þetta hjá okkur.“ „Þetta er verkefni sem við þurfum að leysa og ég ber fulla virðingu fyrir því góða fólki sem er að berjast fyrir hagsmunum sinna félagsmanna. Við þurfum bara að laga okkur að nútímanum.“
Alþingi Fangelsismál Hinsegin Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Frumvarp um kynrænt sjálfræði samþykkt á þingi Þriðja kynið nú löglegt. 18. júní 2019 16:20 Krafðist þess að frumvarp um kynrænt sjálfræði yrði tekið af dagskrá Forsætisráðherra sleit fyrr í kvöld samtali sínu við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, þar sem þau reyndu að semja um þinglok. 13. júní 2019 23:14 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Krafðist þess að frumvarp um kynrænt sjálfræði yrði tekið af dagskrá Forsætisráðherra sleit fyrr í kvöld samtali sínu við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, þar sem þau reyndu að semja um þinglok. 13. júní 2019 23:14
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent