Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Grindavík 1-0 | Mikilvægur sigur Valsmanna Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 23. júní 2019 18:45 vísir/bára Valur náði í mikilvæg þrjú stig í Pepsi Max deild karla með 1-0 sigri á Grindavík á Origovellinum að Hlíðarenda. Leikurinn var ekki sá skemmtilegasti en Valsmenn gerðu það sem þeir þurftu til að ná fram sigri. Gestirnir frá Grindavík áttu hörkufæri strax á sjöundu mínútu þegar Valsmenn björguðu nánast á línu skalla frá Josip Zeba upp úr hornspyrnu. Annars var ekki mikið um fína drætti, bæði lið áttu ágæt færi til þess að koma marki í leikinn en það var markalaust þegar flautað var til hálfleiks. Strax í upphafi seinni hálfleiks fengu Grindvíkingar aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig, fyrirliðinn Gunnar Þorsteinsson tók spyrnuna en Hannes Þór Halldórsson varði örugglega frá honum. Þegar líða fór á seinni hálfleikinn fóru heimamenn að herða aðeins í sókninni og uppskáru á 67. mínútu þegar Andri Adolphsson skoraði með góðum skalla. Valsmenn áttu nokkra ágæta spretti undir lokin og þá gerðu bláklæddir gestirnir nokkrar tilraunir til þess að ná í jöfnunarmarkið á síðustu mínútunum en svo varð ekki og Valur fór með 1-0 sigur.Af hverju vann Valur? Valsmenn eru með hágæða leikmenn innanborðs þrátt fyrir að illa hafi gengið hjá þeim í sumar. Þrátt fyrir að hafa ekki búið sér til mörg færi þá áttu þeir fleiri hættuleg færi heldur en Grindvíkingar og eru með leikmenn sem geta klárað færin. Heilt yfir verðskuldaði Valur líklega sigurinn, þeir áttu kafla í seinni hálfleik þar sem það komu nokkur vænleg færi og markið upp úr einu þeirra, en Grindvíkingar voru þéttir til baka og skiluðu sínu vinnuframlagi flestir mjög vel.Hverjir stóðu upp úr? Andri Adolphsson fær titilinn maður leiksins í þessum leik. Hann skoraði markið sem skildi úr og það er það sem fótboltinn snýst um. Hann átti marga fína spretti, sérstaklega í seinni hálfleik þar sem hann var aðeins meira áberandi. Þá átti Ólafur Karl Finsen líka nokkuð góðan dag í seinni hálfleiknum, ef Andri hefði ekki skorað sigurmarkið þá var líklegast að það kæmi frá Ólafi. Í liði Grindavíkur stóð varnarlínan sig öll með mikilli prýði heilt yfir og gerði það sem hún þurfti, fyrir utan smá einbeitingarleysi sem skilaði sér í því að Andri var frír til þess að skora markið.Hvað gekk illa? Skapandi sóknarbolti var ekki í neinu offramboði í þessum leik. Fyrir hlutlausan áhorfenda var þessi leikur ekki sá skemmtilegasti, það var afskaplega lítið um góða sóknartilburði. Þeir sem hafa gaman af hörku og svokölluðum iðnaðarfótbolta fengu sitt fyrir seðilinn, en það gekk ekki vel hjá liðunum að skora mörk í dag.Hvað gerist næst? Það eru 8-liða úrslit í bikarnum í komandi viku og þar eru Grindvíkingar enn í keppni. Þeir fara í Kaplakrika og mæta FH á fimmtudaginn. Valsmenn eru hins vegar úr leik í bikarnum og spila við HK í Kórnum næsta sunnudag. Grindavík mætir svo FH aftur á mánudag, þá í deildinni og í þetta skiptið í Grindavík.Ólafur Jóhannesson, þjálfari Valsvísir/vilhelmÓlafur: Sköpuðum nóg til að vinna leikinn „Ég er ánægður með það að fá þrjú stig. Þetta var erfiður leikur og datt okkar megin,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals. „Þetta er þriðji leikurinn á viku svo það tekur dálítið í okkur. Mér fannst við halda boltanum ágætlega, reyndar sköpuðum ekki mikið af færum en nóg til þess að vinna leikinn og það er ég mest ánægður með.“ Ólafur gat ekki bent á neitt þar sem honum fannst hans menn geta gert betur í leiknum. „Við héldum markinu hreinu, það er frábært og hefur gengið illa hingað til.“Srdjan TufegdzicVísir/ErnirTúfa: Svekktur að fá ekkert út úr þessum leik „Mér fannst leikurinn í góðu jafnvægi, hörkuleikur tveggja góðra liða. Við náðum ekki að nýta fyrsta góða færi leiksins í fyrri hálfleik. Þetta var leikur og ekkert hægt að kvarta varðandi upplegg og vinnusemi hjá mínum drengjum,“ sagði Srdjan Tufegdzic, þjálfari Grindavíkur. „Þeir ná að skora, það var í fyrsta skipti þar sem við gerðum mistök í varnarleiknum í dag.“ Grindvíkingar sköpuðu sér þó ekki mikið fram á við. „Nei, en ekki þeir heldur. Þetta var 50/50 leikur allan tímann. Ég er svekktur að fá ekkert út úr þessum leik.“ „Frábært skipulag í liðinu, mikil vinnusemi og karakter, þeir reyndu að sækja jöfnunarmarkið í lokinn. Þetta er eitthvað sem hefur einkennt liðið allan tímann og við ætlum að halda áfram í því.“Haukur Páll Sigurðsson er fyrirliði Valsvísir/daníelHaukur: Getum ekki verið að horfa eitthvað upp „Þetta snerist aðallega um að sækja þessi þrjú stig og mér fannst við gera það nokkuð vel,“ sagði fyrirliði Vals, Haukur Páll Sigurðsson, í leikslok. „Við vorum kannski svolítið hægir í fyrri hálfleik, látt tempó á boltanum, en við vorum þéttir. Þeir sköpuðu sér ekki mikið af færum, úr föstum leikatriðum aðeins en ekkert úr opnum leik.“ „Þeir hafa verið þéttir til baka og það er erfitt að spila á milli línanna hjá þeim. Við hefðum þurft að vera klókir í fyrri hálfleik og færa þá betur með hraðara tempó á boltanum, en mér fannst það koma aðeins í seinni hálfleik. Uppskárum gott mark og þrjú stig.“ Valur er nú kominn upp í áttunda sæti deildarinnar, upp fyrir Grindavík á markatölu, og komnir með tvo sigurleiki úr síðustu þrem. „Við svo sem erum ekkert að horfa á töfluna núna, förum bara inn í hvern leik til þess að sækja þrjú stig, getum ekkert verið að horfa eitthvað upp. Við þurfum bara að hugsa um sjálfa okkur,“ sagði Haukur Páll.Gunnar Þorsteinsson, fyrirliði Grindavíkur.vísir/daníel þórGunnar: Verðum að halda okkar striki „Enn og aftur þá getum við ekki skorað til þess að bjarga lífi okkar. Við erum eins og staðan er núna með versta sóknarárangurinn í deildinni. Mér fannst við spila á löngum köflum virkilega vel og Valsmennirnir voru í allskonar basli,“ sagði Gunnar Þorsteinsson, fyrirliði Grindavíkur. „Þetta var held ég fyrir hlutlausa hörkuleikur en það voru einstaklingsgæði sem réðu muninum í dag.“ Grindvíkingar eru væntanlega að reyna að vinna úr því hversu illa gengur að skora mörk, þeir eru aðeins búnir að skora sjö mörk í níu leikjum. „Að sjálfsögðu. Það kom nýr, ungur peyi inn í dag, Sigurður Hallson, og hann gerir rosalega vel. Þeir voru í rosalegu basli með hann, hann er „handful“ eins og þeir segja í Englandi, og rosalega gott þegar félagið er að koma með unga leikmenn inn.“ „Það er mjög mikilvægt fyrir svona lítinn klúbb eins og Grindavík sem hefur ekki endilega efni á því að fá inn utanaðkomandi leikmenn.“ „Við verðum bara að halda okkar striki. Ef við höldum áfram að spila svona þá hef ég svo sem engar áhyggjur.“ Pepsi Max-deild karla
Valur náði í mikilvæg þrjú stig í Pepsi Max deild karla með 1-0 sigri á Grindavík á Origovellinum að Hlíðarenda. Leikurinn var ekki sá skemmtilegasti en Valsmenn gerðu það sem þeir þurftu til að ná fram sigri. Gestirnir frá Grindavík áttu hörkufæri strax á sjöundu mínútu þegar Valsmenn björguðu nánast á línu skalla frá Josip Zeba upp úr hornspyrnu. Annars var ekki mikið um fína drætti, bæði lið áttu ágæt færi til þess að koma marki í leikinn en það var markalaust þegar flautað var til hálfleiks. Strax í upphafi seinni hálfleiks fengu Grindvíkingar aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig, fyrirliðinn Gunnar Þorsteinsson tók spyrnuna en Hannes Þór Halldórsson varði örugglega frá honum. Þegar líða fór á seinni hálfleikinn fóru heimamenn að herða aðeins í sókninni og uppskáru á 67. mínútu þegar Andri Adolphsson skoraði með góðum skalla. Valsmenn áttu nokkra ágæta spretti undir lokin og þá gerðu bláklæddir gestirnir nokkrar tilraunir til þess að ná í jöfnunarmarkið á síðustu mínútunum en svo varð ekki og Valur fór með 1-0 sigur.Af hverju vann Valur? Valsmenn eru með hágæða leikmenn innanborðs þrátt fyrir að illa hafi gengið hjá þeim í sumar. Þrátt fyrir að hafa ekki búið sér til mörg færi þá áttu þeir fleiri hættuleg færi heldur en Grindvíkingar og eru með leikmenn sem geta klárað færin. Heilt yfir verðskuldaði Valur líklega sigurinn, þeir áttu kafla í seinni hálfleik þar sem það komu nokkur vænleg færi og markið upp úr einu þeirra, en Grindvíkingar voru þéttir til baka og skiluðu sínu vinnuframlagi flestir mjög vel.Hverjir stóðu upp úr? Andri Adolphsson fær titilinn maður leiksins í þessum leik. Hann skoraði markið sem skildi úr og það er það sem fótboltinn snýst um. Hann átti marga fína spretti, sérstaklega í seinni hálfleik þar sem hann var aðeins meira áberandi. Þá átti Ólafur Karl Finsen líka nokkuð góðan dag í seinni hálfleiknum, ef Andri hefði ekki skorað sigurmarkið þá var líklegast að það kæmi frá Ólafi. Í liði Grindavíkur stóð varnarlínan sig öll með mikilli prýði heilt yfir og gerði það sem hún þurfti, fyrir utan smá einbeitingarleysi sem skilaði sér í því að Andri var frír til þess að skora markið.Hvað gekk illa? Skapandi sóknarbolti var ekki í neinu offramboði í þessum leik. Fyrir hlutlausan áhorfenda var þessi leikur ekki sá skemmtilegasti, það var afskaplega lítið um góða sóknartilburði. Þeir sem hafa gaman af hörku og svokölluðum iðnaðarfótbolta fengu sitt fyrir seðilinn, en það gekk ekki vel hjá liðunum að skora mörk í dag.Hvað gerist næst? Það eru 8-liða úrslit í bikarnum í komandi viku og þar eru Grindvíkingar enn í keppni. Þeir fara í Kaplakrika og mæta FH á fimmtudaginn. Valsmenn eru hins vegar úr leik í bikarnum og spila við HK í Kórnum næsta sunnudag. Grindavík mætir svo FH aftur á mánudag, þá í deildinni og í þetta skiptið í Grindavík.Ólafur Jóhannesson, þjálfari Valsvísir/vilhelmÓlafur: Sköpuðum nóg til að vinna leikinn „Ég er ánægður með það að fá þrjú stig. Þetta var erfiður leikur og datt okkar megin,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals. „Þetta er þriðji leikurinn á viku svo það tekur dálítið í okkur. Mér fannst við halda boltanum ágætlega, reyndar sköpuðum ekki mikið af færum en nóg til þess að vinna leikinn og það er ég mest ánægður með.“ Ólafur gat ekki bent á neitt þar sem honum fannst hans menn geta gert betur í leiknum. „Við héldum markinu hreinu, það er frábært og hefur gengið illa hingað til.“Srdjan TufegdzicVísir/ErnirTúfa: Svekktur að fá ekkert út úr þessum leik „Mér fannst leikurinn í góðu jafnvægi, hörkuleikur tveggja góðra liða. Við náðum ekki að nýta fyrsta góða færi leiksins í fyrri hálfleik. Þetta var leikur og ekkert hægt að kvarta varðandi upplegg og vinnusemi hjá mínum drengjum,“ sagði Srdjan Tufegdzic, þjálfari Grindavíkur. „Þeir ná að skora, það var í fyrsta skipti þar sem við gerðum mistök í varnarleiknum í dag.“ Grindvíkingar sköpuðu sér þó ekki mikið fram á við. „Nei, en ekki þeir heldur. Þetta var 50/50 leikur allan tímann. Ég er svekktur að fá ekkert út úr þessum leik.“ „Frábært skipulag í liðinu, mikil vinnusemi og karakter, þeir reyndu að sækja jöfnunarmarkið í lokinn. Þetta er eitthvað sem hefur einkennt liðið allan tímann og við ætlum að halda áfram í því.“Haukur Páll Sigurðsson er fyrirliði Valsvísir/daníelHaukur: Getum ekki verið að horfa eitthvað upp „Þetta snerist aðallega um að sækja þessi þrjú stig og mér fannst við gera það nokkuð vel,“ sagði fyrirliði Vals, Haukur Páll Sigurðsson, í leikslok. „Við vorum kannski svolítið hægir í fyrri hálfleik, látt tempó á boltanum, en við vorum þéttir. Þeir sköpuðu sér ekki mikið af færum, úr föstum leikatriðum aðeins en ekkert úr opnum leik.“ „Þeir hafa verið þéttir til baka og það er erfitt að spila á milli línanna hjá þeim. Við hefðum þurft að vera klókir í fyrri hálfleik og færa þá betur með hraðara tempó á boltanum, en mér fannst það koma aðeins í seinni hálfleik. Uppskárum gott mark og þrjú stig.“ Valur er nú kominn upp í áttunda sæti deildarinnar, upp fyrir Grindavík á markatölu, og komnir með tvo sigurleiki úr síðustu þrem. „Við svo sem erum ekkert að horfa á töfluna núna, förum bara inn í hvern leik til þess að sækja þrjú stig, getum ekkert verið að horfa eitthvað upp. Við þurfum bara að hugsa um sjálfa okkur,“ sagði Haukur Páll.Gunnar Þorsteinsson, fyrirliði Grindavíkur.vísir/daníel þórGunnar: Verðum að halda okkar striki „Enn og aftur þá getum við ekki skorað til þess að bjarga lífi okkar. Við erum eins og staðan er núna með versta sóknarárangurinn í deildinni. Mér fannst við spila á löngum köflum virkilega vel og Valsmennirnir voru í allskonar basli,“ sagði Gunnar Þorsteinsson, fyrirliði Grindavíkur. „Þetta var held ég fyrir hlutlausa hörkuleikur en það voru einstaklingsgæði sem réðu muninum í dag.“ Grindvíkingar eru væntanlega að reyna að vinna úr því hversu illa gengur að skora mörk, þeir eru aðeins búnir að skora sjö mörk í níu leikjum. „Að sjálfsögðu. Það kom nýr, ungur peyi inn í dag, Sigurður Hallson, og hann gerir rosalega vel. Þeir voru í rosalegu basli með hann, hann er „handful“ eins og þeir segja í Englandi, og rosalega gott þegar félagið er að koma með unga leikmenn inn.“ „Það er mjög mikilvægt fyrir svona lítinn klúbb eins og Grindavík sem hefur ekki endilega efni á því að fá inn utanaðkomandi leikmenn.“ „Við verðum bara að halda okkar striki. Ef við höldum áfram að spila svona þá hef ég svo sem engar áhyggjur.“
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti