Útleiga hlaupahjóla gæti hafist í sumar Ari Brynjólfsson skrifar 21. júní 2019 07:30 Jökull Sólberg Auðunsson er mikill áhugamaður um borgarsamgöngur og leggur til að lítil rafknúin farartæki verði kölluð örflæði. FBL/anton „Fyrstu hundrað stykkin koma til landsins í júlí. Ef allt gengur eftir þá erum við að tala um að rafmagnshlaupahjólin verði komin í útleigu fyrir lok sumars,“ segir Ægir Giraldo Þorsteinsson, einn stofnenda Hopps. Ægir er núna ásamt samstarfsfólki sínu í hugbúnaðarfyrirtækinu Aranja ehf. að vinna að því að koma á laggirnar þjónustu til að leigja út rafmagnshlaupahjól undir nafninu Hopp. Hjólin verður að finna víða um borgina og verður hægt að leigja slík farartæki án mikillar fyrirhafnar í gengum app. „Skráðir notendur geta þá alltaf séð hvar næsta hjól er staðsett og hversu mikil hleðsla er eftir. Svo skannar þú QR-kóðann og keyrir af stað. Síðan skilur þú það eftir fyrir næsta.“ Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær eru skipulagsfulltrúar Reykjavíkur og Akureyrar jákvæðir fyrir slíkri þjónustu. Hefur Ægir verið í viðræðum við borgina og aðra opinbera aðila. „Við erum að gera okkar besta til að láta þetta verða að veruleika fyrir sumarlok.“ Engir fjárfestar utan Aranja koma að verkefninu. „Rafmagnshlaupahjólin spara tíma og útblástur í styttri ferðum innanbæjar, þetta hefur komið sér vel til að mæta á fundi.“ Hjólin sem Hopp kemur til með að bjóða upp á eru öllu sterkbyggðari en þau sem eru til sölu í verslunum. Þau eiga að komast um það bil 50 kílómetra á einni hleðslu og ráða við þyngd upp á 140 kíló. Þau eru einnig vatnsheld og byggð til að þola mikið álag.Jökull segir að lítill rafmótor á hjólum geti skipt sköpum.FBL/AntonHjólunum er svo safnað saman og hlaðin á nóttunni eftir þörfum. Það á eftir að útfæra hversu stóran hluta ársins þau verða í notkun. „Við vonumst til að veðrið leyfi okkur að vera fram í nóvember,“ segir Ægir. Hann er ekki tilbúinn að segja hvað það kemur til með að kosta að leigja hjólin að svo stöddu fyrir utan að reynt verði að halda því í lágmarki. Jökull Sólberg Auðunsson, ráðgjafi á sviði borgarsamgangna, segir mikinn mun á þessu fyrirkomulagi og reiðhjólunum sem voru á vegum WOW air. „Þeim var dreift of mikið, þau voru ekki nógu mörg og það var ekki nógu mikið utanumhald.“ Hann er bjartsýnn á að Íslendingar taki þessum nýju fararskjótum fagnandi. „Vandamálið hér á landi er ekki vegalengdir, það er frekar brekkur og vindurinn. Þar kemur rafvæðingin sér vel. Lítill mótor á hjóli breytir mjög miklu.“ Varðandi rafmagnshlaupahjólin segir Jökull að erlendar borgir hafi verið að glíma við vaxtarverki. Til dæmis í Frakklandi sé verið að fækka fyrirtækjunum úr tólf niður í tvö. „Það var of mikið af þeim, þau taka pláss og fórnarkostnaðurinn var of hár,“ segir Jökull. Varðandi aukna slysatíðni segir Jökull það frekar eiga við um minniháttar brot. „Samkvæmt tölum frá Portland í Bandaríkjunum þá varð aukning í beinbrotum. Þessi umræða er samt á villigötum því það eru bílar sem valda dauðaslysum.“Seljast alltaf upp Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni var töluvert meiri innflutningur á rafknúnum hjólum og hlaupahjólum í fyrra en árið á undan. Nam heildarkaupverðið 117,5 milljónum króna árið 2017 en var komið upp í 225 milljónir árið 2018. Ekki eru rafhlaupahjól þó í sérstökum flokki heldur falla undir „lítil rafknúin ökutæki og hlaupahjól“. Fram í apríl á þessu ári voru keypt til landsins lítil rafknúin ökutæki fyrir 64 milljónir. Bragi Þór Antoníusson, markaðsstjóri Elko, segir innflutninginn á rafmagnshlaupahjólum í ár líklegast mun meiri en í fyrra. Þetta sé fyrst og fremst sumarvara sem sé ekki byrjað að kaupa inn í miklu magni fyrr en í maí. „Rafmagnshlaupahjólin hjá okkur eru búin. Við fáum annan gám í næstu viku,“ segir Bragi Þór. „Við kaupum til landsins öll hjól sem við komumst yfir og þau seljast alltaf upp.“ Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
„Fyrstu hundrað stykkin koma til landsins í júlí. Ef allt gengur eftir þá erum við að tala um að rafmagnshlaupahjólin verði komin í útleigu fyrir lok sumars,“ segir Ægir Giraldo Þorsteinsson, einn stofnenda Hopps. Ægir er núna ásamt samstarfsfólki sínu í hugbúnaðarfyrirtækinu Aranja ehf. að vinna að því að koma á laggirnar þjónustu til að leigja út rafmagnshlaupahjól undir nafninu Hopp. Hjólin verður að finna víða um borgina og verður hægt að leigja slík farartæki án mikillar fyrirhafnar í gengum app. „Skráðir notendur geta þá alltaf séð hvar næsta hjól er staðsett og hversu mikil hleðsla er eftir. Svo skannar þú QR-kóðann og keyrir af stað. Síðan skilur þú það eftir fyrir næsta.“ Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær eru skipulagsfulltrúar Reykjavíkur og Akureyrar jákvæðir fyrir slíkri þjónustu. Hefur Ægir verið í viðræðum við borgina og aðra opinbera aðila. „Við erum að gera okkar besta til að láta þetta verða að veruleika fyrir sumarlok.“ Engir fjárfestar utan Aranja koma að verkefninu. „Rafmagnshlaupahjólin spara tíma og útblástur í styttri ferðum innanbæjar, þetta hefur komið sér vel til að mæta á fundi.“ Hjólin sem Hopp kemur til með að bjóða upp á eru öllu sterkbyggðari en þau sem eru til sölu í verslunum. Þau eiga að komast um það bil 50 kílómetra á einni hleðslu og ráða við þyngd upp á 140 kíló. Þau eru einnig vatnsheld og byggð til að þola mikið álag.Jökull segir að lítill rafmótor á hjólum geti skipt sköpum.FBL/AntonHjólunum er svo safnað saman og hlaðin á nóttunni eftir þörfum. Það á eftir að útfæra hversu stóran hluta ársins þau verða í notkun. „Við vonumst til að veðrið leyfi okkur að vera fram í nóvember,“ segir Ægir. Hann er ekki tilbúinn að segja hvað það kemur til með að kosta að leigja hjólin að svo stöddu fyrir utan að reynt verði að halda því í lágmarki. Jökull Sólberg Auðunsson, ráðgjafi á sviði borgarsamgangna, segir mikinn mun á þessu fyrirkomulagi og reiðhjólunum sem voru á vegum WOW air. „Þeim var dreift of mikið, þau voru ekki nógu mörg og það var ekki nógu mikið utanumhald.“ Hann er bjartsýnn á að Íslendingar taki þessum nýju fararskjótum fagnandi. „Vandamálið hér á landi er ekki vegalengdir, það er frekar brekkur og vindurinn. Þar kemur rafvæðingin sér vel. Lítill mótor á hjóli breytir mjög miklu.“ Varðandi rafmagnshlaupahjólin segir Jökull að erlendar borgir hafi verið að glíma við vaxtarverki. Til dæmis í Frakklandi sé verið að fækka fyrirtækjunum úr tólf niður í tvö. „Það var of mikið af þeim, þau taka pláss og fórnarkostnaðurinn var of hár,“ segir Jökull. Varðandi aukna slysatíðni segir Jökull það frekar eiga við um minniháttar brot. „Samkvæmt tölum frá Portland í Bandaríkjunum þá varð aukning í beinbrotum. Þessi umræða er samt á villigötum því það eru bílar sem valda dauðaslysum.“Seljast alltaf upp Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni var töluvert meiri innflutningur á rafknúnum hjólum og hlaupahjólum í fyrra en árið á undan. Nam heildarkaupverðið 117,5 milljónum króna árið 2017 en var komið upp í 225 milljónir árið 2018. Ekki eru rafhlaupahjól þó í sérstökum flokki heldur falla undir „lítil rafknúin ökutæki og hlaupahjól“. Fram í apríl á þessu ári voru keypt til landsins lítil rafknúin ökutæki fyrir 64 milljónir. Bragi Þór Antoníusson, markaðsstjóri Elko, segir innflutninginn á rafmagnshlaupahjólum í ár líklegast mun meiri en í fyrra. Þetta sé fyrst og fremst sumarvara sem sé ekki byrjað að kaupa inn í miklu magni fyrr en í maí. „Rafmagnshlaupahjólin hjá okkur eru búin. Við fáum annan gám í næstu viku,“ segir Bragi Þór. „Við kaupum til landsins öll hjól sem við komumst yfir og þau seljast alltaf upp.“
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira