Fjölda mála dagaði uppi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 21. júní 2019 06:00 Þingmenn fóru í sumarfrí í gær eftir afgreiðslu á fjármálaáætlun og fjármálastefnu. vísir/vilhelm Fjármálaáætlun 2020- 2024 og breytingar á fjármálastefnu 2018-2022 voru afgreiddar frá Alþingi í gær á síðasta degi þingsins fyrir sumarhlé. Fjármálaáætlun var samþykkt með atkvæðum stjórnarþingmanna en Píratar, Samfylkingin og Viðreisn voru á móti. Miðflokkur og Flokkur fólksins sátu hins vegar hjá. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði niðurstöðuna góða miðað við breyttar horfur í efnahagskerfinu. „Mjög snörp skil urðu í hagkerfinu hjá okkur við gjaldþrot WOW og aðrar slæmar fréttir af aflabrögðum á vormánuðum. Þetta leiddi til þess að tiltölulega nýlegar hagspár voru teknar til gagngerrar endurskoðunar.“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði hins vegar vanta upp á forgangsröðun ríkisstjórnarinnar. „Það vantar kostnaðar- og ábatagreiningu. Það er ekkert gagnsæi í því hvað í rauninni stefna stjórnvalda þýðir hvað varðar þær fjárheimildir sem við erum að samþykkja hér.“ Eins og oft áður náðist ekki að ljúka meðferð allra þeirra mála sem ríkisstjórnin lagði fram á þessum þingvetri en forsætisnefnd Alþingis á líka eftir óafgreidd mál. Ekki hefur enn verið tekin endanleg afstaða til kvörtunar Ásmundar Friðrikssonar undan Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur en siðanefnd þingsins komst í maí að þeirri niðurstöðu í ráðgefandi áliti að Þórhildur Sunna hefði gerst brotleg við siðareglur þingsins með ummælum sínum um Ásmund. Samkvæmt svari forseta þingsins við fyrirspurn Fréttablaðsins verður málið á dagskrá forsætisnefndar fljótlega. Meðal frumvarpa sem enn eru óafgreidd við þinglok er frumvarp til laga um þjóðarsjóð. Það er eina frumvarp stjórnarinnar sem tilbúið var til 2. umræðu auk tveggja frumvarpa sem tengjast þriðja orkupakkanum. Þjóðarsjóðsmálið var afgreitt úr nefnd 17. maí síðastliðinn. Nokkuð skiptar skoðanir hafa verið um málið og skilaði nefndin fjórum nefndarálitum í málinu; einu frá meirihluta og þremur frá fulltrúum í stjórnarandstöðu. Meðal stjórnarfrumvarpa sem enn voru til meðferðar í nefndum við þinglok var frumvarp menntamálaráðherra til heildarlaga um sviðslistir og frumvarp dómsmálaráðherra um þrengingu ákvæðis almennra hegningarlaga um hatursorðræðu. Nokkur stjórnarfrumvörp biðu þess einnig að komast á dagskrá þingsins og til þinglegrar meðferðar. Meðal þeirra var frumvarp dómsmálaráðherra til nýrra laga um bætur vegna meiðyrða og fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra. Frumvörp falla niður í þinglok og þurfa að fara að nýju í gegnum þinglega meðferð á nýju þingi sé það enn vilji stjórnarinnar. Það sama gildir um fyrirspurnir þingmanna til ráðherra sem ekki hefur verið svarað í þinglok. Þeir þurfa að leggja þær fyrirspurnir fram að nýju vilji þeir á annað borð enn fá svör við þeim. Þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær var 162 fyrirspurnum þingmanna til ráðherra ósvarað. Ekki er þó loku fyrir það skotið að svör við einhverjum fyrirspurnum hafi borist þinginu síðsumars þegar ljúka á umræðu um þriðja orkupakkann Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Óljós framsetning á markmiðum í ríkisfjármálum torveldi aðhaldshlutverkið Á Alþingi er tekist á um fjármálaáætlun. 20. júní 2019 13:59 Segir breyttan veruleika kalla á breytingar á leikreglunum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir breyttan veruleika stjórnmála kalla á breyttar leikreglur. Taka þurfi mið af því að flokkar sem standi utan ríkisstjórnar hafi ekki samið um myndun stjórnarandstöðu. 20. júní 2019 06:00 Steingrímur harðorður áður en þingi var formlega frestað Alþingi samþykkti nú í kvöld bæði fjármálaáætlun og fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar. 20. júní 2019 20:30 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira
Fjármálaáætlun 2020- 2024 og breytingar á fjármálastefnu 2018-2022 voru afgreiddar frá Alþingi í gær á síðasta degi þingsins fyrir sumarhlé. Fjármálaáætlun var samþykkt með atkvæðum stjórnarþingmanna en Píratar, Samfylkingin og Viðreisn voru á móti. Miðflokkur og Flokkur fólksins sátu hins vegar hjá. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði niðurstöðuna góða miðað við breyttar horfur í efnahagskerfinu. „Mjög snörp skil urðu í hagkerfinu hjá okkur við gjaldþrot WOW og aðrar slæmar fréttir af aflabrögðum á vormánuðum. Þetta leiddi til þess að tiltölulega nýlegar hagspár voru teknar til gagngerrar endurskoðunar.“ Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði hins vegar vanta upp á forgangsröðun ríkisstjórnarinnar. „Það vantar kostnaðar- og ábatagreiningu. Það er ekkert gagnsæi í því hvað í rauninni stefna stjórnvalda þýðir hvað varðar þær fjárheimildir sem við erum að samþykkja hér.“ Eins og oft áður náðist ekki að ljúka meðferð allra þeirra mála sem ríkisstjórnin lagði fram á þessum þingvetri en forsætisnefnd Alþingis á líka eftir óafgreidd mál. Ekki hefur enn verið tekin endanleg afstaða til kvörtunar Ásmundar Friðrikssonar undan Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur en siðanefnd þingsins komst í maí að þeirri niðurstöðu í ráðgefandi áliti að Þórhildur Sunna hefði gerst brotleg við siðareglur þingsins með ummælum sínum um Ásmund. Samkvæmt svari forseta þingsins við fyrirspurn Fréttablaðsins verður málið á dagskrá forsætisnefndar fljótlega. Meðal frumvarpa sem enn eru óafgreidd við þinglok er frumvarp til laga um þjóðarsjóð. Það er eina frumvarp stjórnarinnar sem tilbúið var til 2. umræðu auk tveggja frumvarpa sem tengjast þriðja orkupakkanum. Þjóðarsjóðsmálið var afgreitt úr nefnd 17. maí síðastliðinn. Nokkuð skiptar skoðanir hafa verið um málið og skilaði nefndin fjórum nefndarálitum í málinu; einu frá meirihluta og þremur frá fulltrúum í stjórnarandstöðu. Meðal stjórnarfrumvarpa sem enn voru til meðferðar í nefndum við þinglok var frumvarp menntamálaráðherra til heildarlaga um sviðslistir og frumvarp dómsmálaráðherra um þrengingu ákvæðis almennra hegningarlaga um hatursorðræðu. Nokkur stjórnarfrumvörp biðu þess einnig að komast á dagskrá þingsins og til þinglegrar meðferðar. Meðal þeirra var frumvarp dómsmálaráðherra til nýrra laga um bætur vegna meiðyrða og fjölmiðlafrumvarp menntamálaráðherra. Frumvörp falla niður í þinglok og þurfa að fara að nýju í gegnum þinglega meðferð á nýju þingi sé það enn vilji stjórnarinnar. Það sama gildir um fyrirspurnir þingmanna til ráðherra sem ekki hefur verið svarað í þinglok. Þeir þurfa að leggja þær fyrirspurnir fram að nýju vilji þeir á annað borð enn fá svör við þeim. Þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær var 162 fyrirspurnum þingmanna til ráðherra ósvarað. Ekki er þó loku fyrir það skotið að svör við einhverjum fyrirspurnum hafi borist þinginu síðsumars þegar ljúka á umræðu um þriðja orkupakkann
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Óljós framsetning á markmiðum í ríkisfjármálum torveldi aðhaldshlutverkið Á Alþingi er tekist á um fjármálaáætlun. 20. júní 2019 13:59 Segir breyttan veruleika kalla á breytingar á leikreglunum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir breyttan veruleika stjórnmála kalla á breyttar leikreglur. Taka þurfi mið af því að flokkar sem standi utan ríkisstjórnar hafi ekki samið um myndun stjórnarandstöðu. 20. júní 2019 06:00 Steingrímur harðorður áður en þingi var formlega frestað Alþingi samþykkti nú í kvöld bæði fjármálaáætlun og fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar. 20. júní 2019 20:30 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira
Óljós framsetning á markmiðum í ríkisfjármálum torveldi aðhaldshlutverkið Á Alþingi er tekist á um fjármálaáætlun. 20. júní 2019 13:59
Segir breyttan veruleika kalla á breytingar á leikreglunum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir breyttan veruleika stjórnmála kalla á breyttar leikreglur. Taka þurfi mið af því að flokkar sem standi utan ríkisstjórnar hafi ekki samið um myndun stjórnarandstöðu. 20. júní 2019 06:00
Steingrímur harðorður áður en þingi var formlega frestað Alþingi samþykkti nú í kvöld bæði fjármálaáætlun og fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar. 20. júní 2019 20:30