Tíu aðrar misheppnaðar titilvarnir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. júní 2019 10:30 Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, þungur á brún. vísir/vilhelm Eftir níu umferðir eru Íslandsmeistarar Vals í 9. sæti Pepsi Max-deildar karla með sjö stig og búnir að fá á sig 16 mörk. Aðeins botnlið ÍBV hefur fengið á sig fleiri mörk (20). Valsmenn blésu í herlúðra fyrir tímabilið og fengu fjölda leikmanna, þ.á.m. landsliðsmarkvörðinn Hannes Þór Halldórsson. Liðinu var alls staðar spáð þriðja Íslandsmeistaratitlinum röð en tímabilið hefur verið martröð líkast. Valsmönnum hefur ekki bara gengið illa innan vallar heldur hefur mikið gengið á utan hans. Valur hefur tapað sex af fyrstu níu leikjum sínum og er 13 stigum á eftir toppliði KR. Tímabilin 2017 og 2018 töpupu Valsmenn samtals fjórum leikjum. Þetta er þó ekki eina slaka titilvörn Íslandsmeistara í fótbolta karla hér á landi. Hér fyrir neðan má sjá tíu aðrar misheppnaðar titilvarnir. KR 2001Forsíða íþróttablaðs DV 27. júní 2001.mynd/dvManstu eftir Moussa Dagnogo og Sergio Ommel? Þeir spiluðu fyrir KR sumarið 2001, þegar Íslandsmeistararnir voru næstum því fallnir. KR varð Íslandsmeistari 1999 og 2000 en titilvörnin 2001 var mislukkuð svo ekki sé fastar að orði kveðið. KR-ingar fóru skelfilega af stað og Pétur Pétursson hætti eftir sex umferðir. Við tók David Winnie en gengið lagaðist ekki mikið. KR var í fallbaráttu allt sumarið og bjargaði sér frá falli með sigri í Grindavík, 0-2, í lokaumferðinni. KR gekk sérstaklega illa að skora þetta tímabil en Einar Þór Daníelsson var markahæstur í liðinu með fimm mörk. Í heildina skoraði KR aðeins 16 mörk, tveimur mörkum meira en Andri Sigþórsson skoraði einn fyrir liðið árið á undan. KA 1990KA-menn fagna sínum fyrsta og eina Íslandsmeistaratitli eftir sigur í Keflavík 1989.mynd/ægir már kárasonKA varð Íslandsmeistari í fyrsta og eina sinn undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar 1989. Íslandsmeistaratitilinn var gríðarlega óvæntur en KA var spáð 5. sæti fyrir tímabilið 1989. KA-menn náðu engan veginn ekki að fylgja árangrinum eftir og voru í miklum vandræðum sumarið 1990. Eftir fjórar umferðir var KA án stiga á botni deildarinnar og aðeins búið að skora eitt mark. KA-menn gerðu nóg til að koma sér af mesta hættusvæðinu í næstu leikjum en þegar sætið í deildinni var svo gott sem tryggt gáfu þeir aftur eftir. KA tapaði síðustu fjórum síðustu leikjunum sínum í deildinni og enduðu aðeins stigi fyrir ofan fallsæti. Eina jákvæða við sumarið var sigur á stórliði CSKA Sofiu í Evrópukeppni meistaraliða. ÍA 2002Skagamenn geta þakkað Bjarka Gunnlaugssyni að ekki fór verr sumarið 2002.mynd/eiríkur kristóferssonÖllum að óvörum varð ÍA Íslandsmeistari 2001. Veturinn var gríðarlega erfiður, sterkir leikmenn hurfu á braut og sjóðir félagsins tæmdir. En Ólafur Þórðarson barði í brestina og Skagamenn tryggðu sér titilinn eftir 2-2 jafntefli við Eyjamenn í úrslitaleik í lokaumferðinni. Tímabilið á eftir gekk Skagamönnum allt í óhag og ef ekki hefði verið fyrir inngrip Bjarka Gunnlaugssonar hefði getað farið illa. Hann lék sjö leiki með ÍA þetta tímabil og skoraði sjö mörk. Í þessum sjö leikjum fékk ÍA tólf af 23 stigum sínum. Skagamenn enduðu í 5. sæti en voru bara þremur stigum frá fallsæti. Þeir skoruðu jafn mörg mörk og tímabilið 2001 en fengu tíu mörkum meira á sig. Þrátt fyrir vonbrigði á Skaganum hafði ÍA mikil áhrif toppbaráttuna þetta tímabilið með því að vinna Fylki í lokaumferðinni. Á sama tíma vann KR Þór og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. Stjarnan 2015Stjörnumenn ollu miklum vonbrigðum 2015.vísir/stefánEnginn Stjörnumaður gleymir tímabilinu 2014 þegar Garðbæingar urðu Íslandsmeistarar á eins dramatískan hátt og mögulegt er, fóru taplausir í gegnum Pepsi-deildina og í umspil um sæti í Evrópudeildinni. Tímabilið 2015 var hins vegar auðgleymanlegt. Stjarnan vann reyndar fyrstu tvo leiki sína í Pepsi-deildinni en náði aldrei neinu flugi. Stjörnumenn voru snemma úr leik í titilbaráttunni, unnu aðeins þrjá leiki á heimavelli og þegar fjórar umferðir voru eftir voru þeir í 8. sætinu með 21 stig, sex stigum frá fallsæti. Stjörnumenn björguðu hins vegar andlitinu á lokasprettinum og lyftu sér upp í 4. sætið með því að vinna síðustu fjóra leiki sína. Víkingur 1992Víkingar urðu Íslandsmeistarar 1991. Árið eftir voru þeir nærri því að falla en að blanda sér í titilbaráttuna.mynd/ægir már kárasonVíkingar urðu Íslandsmeistarar í fimmta sinn með sigri á Víðismönnum í Garðinum haustið 1991. Sigurinn var óvæntur enda hafði Víkingur endað í 7. sæti tímabilið á undan og liðið ekki talið líklegt til afreka. En eins og hjá mörgum liðum sem urðu óvænt Íslandsmeistarar var titilvörn Víkinga hvorki fugl né fiskur. Víkingar náðu aldrei neinu flugi, unnu aðeins fimm af 18 leikjum sínum og enduðu í 7. sæti með 19 stig, fjórum stigum frá fallsæti. Víkingur skoraði ellefu mörkum minna en 1991 og fékk á sig tólf fleiri mörk. Tímabilið 1993 féll Víkingur svo með látum og sneri ekki aftur í efstu deild fyrr en 1999. KR 2004Kjartan Henry Finnbogason stóð upp úr í liði KR sumarið 2004 og hélt eftir það í atvinnumennsku.vísir/valliStundum er talað um að gengi liða í lok tímabils fylgi því yfir á það næsta. Sú var raunin hjá KR 2003. KR-ingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð þegar tvær umferðir voru eftir. Þeir töpuðu hins vegar síðustu tveimur leikjum sínum; 0-2 fyrir ÍBV og svo 7-0 fyrir FH. Leikurinn í Krikanum var fyrirboði um það sem koma skyldi. FH varð Íslandsmeistari næstu þrjú ár og tapaði ekki fyrir KR fyrr en 2009. Tímabilið 2004 var aftur á móti flatneskjan ein í Vesturbænum. KR-ingar voru alltaf um miðja deild; ekki nógu góðir fyrir toppbaráttuna en ekki nógu slakir fyrir botnbaráttuna. KR vann aðeins fimm leiki af 18, var með versta árangurinn á útivelli í deildinni og endaði í 6. sæti. Þetta reyndist síðasta tímabil Willums Þórs Þórssonar með KR. Breiðablik 2011Flest gekk Blikum í óhag sumarið 2011.vísir/vilhelmBlikar urðu Íslandsmeistari í fyrsta og einn sinn 2010. Tímabilið á eftir var hins vegar afar erfitt hjá þeim grænu. Þeir töpuðu fyrstu tveimur leikjunum þar sem þeir fengu á sig sjö mörk. Breiðablik náði þó fljótlega áttum og sigldu lygnan sjó. En eftir 3-2 tap fyrir Stjörnunni í 11. umferð kom skelfilegur kafli hjá Blikum. Þeir unnu aðeins einn af tíu leikjum og lágpunkturinn kom þegar þeir töpuðu 2-6 á heimavelli fyrir föllnum Víkingum í 20. umferð. Blikar voru þá aðeins þremur stigum frá fallsæti. Þeir tryggðu sér hins vegar áframhaldandi veru í efstu deild með sigri á Þórsurum á Akureyri í næstsíðustu umferðinni. Í lokaumferðinni vann Breiðablik Stjörnuna og endaði í 6. sæti með 27 stig, 17 stigum minna en tímabilið á undan. Valur 2008Helgi Sigurðsson í kunnuglegri stöðu.vísir/vilhelmEftir 20 ára bið varð Valur Íslandsmeistari 2007. Valsmenn héldu öllum sínum mannskap og litu liða best út á undirbúningstímabilinu. Valur vann Lengjubikarinn, Atlantic-bikarinn sáluga og Meistarakeppnina. Í úrslitaleik Meistarakeppninnar meiddist hins vegar danski framherjinn Dennis Bo Mortensen sem hafði verið frábær um veturinn. Hann spilaði ekkert um sumarið. Valur fékk skell fyrir Keflavík í fyrsta leik sínum í Pepsi-deildinni og voru eiginlega allt sumarið að jafna sig á honum. Valsmenn töpuðu þremur af fyrstu fimm leikjum sínum en náðu sér ágætlega á strik um miðbik móts. Valur vann fimm af sjö leikjum og þegar fimm umferðir var liðið aðeins fimm stigum frá toppnum. Þá tapaði Valur 0-1 fyrir fallliði ÍA á heimavelli, fékk aðeins þrjú stig í síðustu fimm umferðunum og endaði í 5. sæti. Valsmenn fengu aðeins eitt af tólf mögulegum gegn liðunum sem féllu, HK og ÍA, sumarið 2008. ÍBV 1980Eyjamenn urðu Íslandsmeistarar í fyrsta sinn í sögu félagsins 1979 en tímabilið á eftir var öllu erfiðara hjá liðinu. Eftir fyrri umferðina var ÍBV reyndar bara þremur stigum frá toppnum. Þá komu sex leikir í röð án sigurs áður en Eyjamenn unnu Víkinga í 16. umferð. Það reyndist eini sigur liðsins í seinni umferðinni og hann reyndist dýrmætur þegar uppi var staðið. ÍBV endaði í 6. sæti deildarinnar með 17 stig, fjórum stigum frá fallsæti. Eyjamenn skoruðu jafn mörg mörk og meistaraárið á undan (26) en fengu 15 mörkum meira á sig. ÍBV varð ekki aftur Íslandsmeistari fyrr en 1998. Víkingur 1983Eftir tvo Íslandsmeistaratitla í röð seig á ógæfuhliðina hjá Víkingi 1983. Þeir unnu Meistarakeppnina um vorið undir stjórn nýja þjálfarans, hins belgíska Jeans Paul Colonoval, en gengið í deildinni var ekki upp á marga fiska. Í fyrri umferðinni voru þeir svartrauðu jafnteflaóðir og gerðu fimm slík. Í seinni umferðinni byrjuðu þeir að tapa leikjum og þegar fimm umferðir voru eftir voru Víkingar í fallsæti. Þeir töpuðu hins vegar aðeins einum af síðustu fimm leikjum sínum og enduðu í 7. sæti. Víkingur var aðeins stigi frá fallsæti 1983 en bara þremur stigum frá 2. sætinu á þessu síðasta tímabili áður en þriggja stiga reglan var tekin upp. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Óli Jó: Erum í fallbaráttu og verðum að virða það Óli Jó var ómyrkur í máli í kvöld. 19. júní 2019 21:30 Börkur: Ólafur er besti þjálfari sem til er á Íslandi Edvard Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir ekki koma til greina að reka Ólaf Jóhannesson sem þjálfara Vals þó svo illa gangi þessa dagana. Ólafur fær fullan stuðning frá stjórninni. 20. júní 2019 11:17 Sjáðu frábært aukaspyrnumark Pablo og öll hin mörk kvöldsins Sjáðu öll fimm mörkin úr stórleiknum. 19. júní 2019 22:12 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Valur 3-2 │ Mögnuð endurkoma KR KR á toppinn. 19. júní 2019 22:00 Atli: Þetta er bara aukaspyrna Sigurmark KR gegn Valsmönnum í gær var frábært en aðdragandi marksins var umdeildur enda töldu margir að KR hefði aldrei átt að fá aukaspyrnuna sem liðið skoraði úr. 20. júní 2019 13:00 Hannes: Stendur ekki einn stafur í mínum samningi um brúðkaupið hans Gylfa Sig Hannes lét gamminn geysa í kvöld. 19. júní 2019 22:07 Pepsi Max-mörkin: Haukur Páll er ótrúlega seinheppinn Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, er með óheppnari leikmönnum Pepsi Max-deildar karla en enn eina ferðina þurfti hann að fara af velli vegna meiðsla í gær. 20. júní 2019 14:30 Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
Eftir níu umferðir eru Íslandsmeistarar Vals í 9. sæti Pepsi Max-deildar karla með sjö stig og búnir að fá á sig 16 mörk. Aðeins botnlið ÍBV hefur fengið á sig fleiri mörk (20). Valsmenn blésu í herlúðra fyrir tímabilið og fengu fjölda leikmanna, þ.á.m. landsliðsmarkvörðinn Hannes Þór Halldórsson. Liðinu var alls staðar spáð þriðja Íslandsmeistaratitlinum röð en tímabilið hefur verið martröð líkast. Valsmönnum hefur ekki bara gengið illa innan vallar heldur hefur mikið gengið á utan hans. Valur hefur tapað sex af fyrstu níu leikjum sínum og er 13 stigum á eftir toppliði KR. Tímabilin 2017 og 2018 töpupu Valsmenn samtals fjórum leikjum. Þetta er þó ekki eina slaka titilvörn Íslandsmeistara í fótbolta karla hér á landi. Hér fyrir neðan má sjá tíu aðrar misheppnaðar titilvarnir. KR 2001Forsíða íþróttablaðs DV 27. júní 2001.mynd/dvManstu eftir Moussa Dagnogo og Sergio Ommel? Þeir spiluðu fyrir KR sumarið 2001, þegar Íslandsmeistararnir voru næstum því fallnir. KR varð Íslandsmeistari 1999 og 2000 en titilvörnin 2001 var mislukkuð svo ekki sé fastar að orði kveðið. KR-ingar fóru skelfilega af stað og Pétur Pétursson hætti eftir sex umferðir. Við tók David Winnie en gengið lagaðist ekki mikið. KR var í fallbaráttu allt sumarið og bjargaði sér frá falli með sigri í Grindavík, 0-2, í lokaumferðinni. KR gekk sérstaklega illa að skora þetta tímabil en Einar Þór Daníelsson var markahæstur í liðinu með fimm mörk. Í heildina skoraði KR aðeins 16 mörk, tveimur mörkum meira en Andri Sigþórsson skoraði einn fyrir liðið árið á undan. KA 1990KA-menn fagna sínum fyrsta og eina Íslandsmeistaratitli eftir sigur í Keflavík 1989.mynd/ægir már kárasonKA varð Íslandsmeistari í fyrsta og eina sinn undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar 1989. Íslandsmeistaratitilinn var gríðarlega óvæntur en KA var spáð 5. sæti fyrir tímabilið 1989. KA-menn náðu engan veginn ekki að fylgja árangrinum eftir og voru í miklum vandræðum sumarið 1990. Eftir fjórar umferðir var KA án stiga á botni deildarinnar og aðeins búið að skora eitt mark. KA-menn gerðu nóg til að koma sér af mesta hættusvæðinu í næstu leikjum en þegar sætið í deildinni var svo gott sem tryggt gáfu þeir aftur eftir. KA tapaði síðustu fjórum síðustu leikjunum sínum í deildinni og enduðu aðeins stigi fyrir ofan fallsæti. Eina jákvæða við sumarið var sigur á stórliði CSKA Sofiu í Evrópukeppni meistaraliða. ÍA 2002Skagamenn geta þakkað Bjarka Gunnlaugssyni að ekki fór verr sumarið 2002.mynd/eiríkur kristóferssonÖllum að óvörum varð ÍA Íslandsmeistari 2001. Veturinn var gríðarlega erfiður, sterkir leikmenn hurfu á braut og sjóðir félagsins tæmdir. En Ólafur Þórðarson barði í brestina og Skagamenn tryggðu sér titilinn eftir 2-2 jafntefli við Eyjamenn í úrslitaleik í lokaumferðinni. Tímabilið á eftir gekk Skagamönnum allt í óhag og ef ekki hefði verið fyrir inngrip Bjarka Gunnlaugssonar hefði getað farið illa. Hann lék sjö leiki með ÍA þetta tímabil og skoraði sjö mörk. Í þessum sjö leikjum fékk ÍA tólf af 23 stigum sínum. Skagamenn enduðu í 5. sæti en voru bara þremur stigum frá fallsæti. Þeir skoruðu jafn mörg mörk og tímabilið 2001 en fengu tíu mörkum meira á sig. Þrátt fyrir vonbrigði á Skaganum hafði ÍA mikil áhrif toppbaráttuna þetta tímabilið með því að vinna Fylki í lokaumferðinni. Á sama tíma vann KR Þór og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. Stjarnan 2015Stjörnumenn ollu miklum vonbrigðum 2015.vísir/stefánEnginn Stjörnumaður gleymir tímabilinu 2014 þegar Garðbæingar urðu Íslandsmeistarar á eins dramatískan hátt og mögulegt er, fóru taplausir í gegnum Pepsi-deildina og í umspil um sæti í Evrópudeildinni. Tímabilið 2015 var hins vegar auðgleymanlegt. Stjarnan vann reyndar fyrstu tvo leiki sína í Pepsi-deildinni en náði aldrei neinu flugi. Stjörnumenn voru snemma úr leik í titilbaráttunni, unnu aðeins þrjá leiki á heimavelli og þegar fjórar umferðir voru eftir voru þeir í 8. sætinu með 21 stig, sex stigum frá fallsæti. Stjörnumenn björguðu hins vegar andlitinu á lokasprettinum og lyftu sér upp í 4. sætið með því að vinna síðustu fjóra leiki sína. Víkingur 1992Víkingar urðu Íslandsmeistarar 1991. Árið eftir voru þeir nærri því að falla en að blanda sér í titilbaráttuna.mynd/ægir már kárasonVíkingar urðu Íslandsmeistarar í fimmta sinn með sigri á Víðismönnum í Garðinum haustið 1991. Sigurinn var óvæntur enda hafði Víkingur endað í 7. sæti tímabilið á undan og liðið ekki talið líklegt til afreka. En eins og hjá mörgum liðum sem urðu óvænt Íslandsmeistarar var titilvörn Víkinga hvorki fugl né fiskur. Víkingar náðu aldrei neinu flugi, unnu aðeins fimm af 18 leikjum sínum og enduðu í 7. sæti með 19 stig, fjórum stigum frá fallsæti. Víkingur skoraði ellefu mörkum minna en 1991 og fékk á sig tólf fleiri mörk. Tímabilið 1993 féll Víkingur svo með látum og sneri ekki aftur í efstu deild fyrr en 1999. KR 2004Kjartan Henry Finnbogason stóð upp úr í liði KR sumarið 2004 og hélt eftir það í atvinnumennsku.vísir/valliStundum er talað um að gengi liða í lok tímabils fylgi því yfir á það næsta. Sú var raunin hjá KR 2003. KR-ingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð þegar tvær umferðir voru eftir. Þeir töpuðu hins vegar síðustu tveimur leikjum sínum; 0-2 fyrir ÍBV og svo 7-0 fyrir FH. Leikurinn í Krikanum var fyrirboði um það sem koma skyldi. FH varð Íslandsmeistari næstu þrjú ár og tapaði ekki fyrir KR fyrr en 2009. Tímabilið 2004 var aftur á móti flatneskjan ein í Vesturbænum. KR-ingar voru alltaf um miðja deild; ekki nógu góðir fyrir toppbaráttuna en ekki nógu slakir fyrir botnbaráttuna. KR vann aðeins fimm leiki af 18, var með versta árangurinn á útivelli í deildinni og endaði í 6. sæti. Þetta reyndist síðasta tímabil Willums Þórs Þórssonar með KR. Breiðablik 2011Flest gekk Blikum í óhag sumarið 2011.vísir/vilhelmBlikar urðu Íslandsmeistari í fyrsta og einn sinn 2010. Tímabilið á eftir var hins vegar afar erfitt hjá þeim grænu. Þeir töpuðu fyrstu tveimur leikjunum þar sem þeir fengu á sig sjö mörk. Breiðablik náði þó fljótlega áttum og sigldu lygnan sjó. En eftir 3-2 tap fyrir Stjörnunni í 11. umferð kom skelfilegur kafli hjá Blikum. Þeir unnu aðeins einn af tíu leikjum og lágpunkturinn kom þegar þeir töpuðu 2-6 á heimavelli fyrir föllnum Víkingum í 20. umferð. Blikar voru þá aðeins þremur stigum frá fallsæti. Þeir tryggðu sér hins vegar áframhaldandi veru í efstu deild með sigri á Þórsurum á Akureyri í næstsíðustu umferðinni. Í lokaumferðinni vann Breiðablik Stjörnuna og endaði í 6. sæti með 27 stig, 17 stigum minna en tímabilið á undan. Valur 2008Helgi Sigurðsson í kunnuglegri stöðu.vísir/vilhelmEftir 20 ára bið varð Valur Íslandsmeistari 2007. Valsmenn héldu öllum sínum mannskap og litu liða best út á undirbúningstímabilinu. Valur vann Lengjubikarinn, Atlantic-bikarinn sáluga og Meistarakeppnina. Í úrslitaleik Meistarakeppninnar meiddist hins vegar danski framherjinn Dennis Bo Mortensen sem hafði verið frábær um veturinn. Hann spilaði ekkert um sumarið. Valur fékk skell fyrir Keflavík í fyrsta leik sínum í Pepsi-deildinni og voru eiginlega allt sumarið að jafna sig á honum. Valsmenn töpuðu þremur af fyrstu fimm leikjum sínum en náðu sér ágætlega á strik um miðbik móts. Valur vann fimm af sjö leikjum og þegar fimm umferðir var liðið aðeins fimm stigum frá toppnum. Þá tapaði Valur 0-1 fyrir fallliði ÍA á heimavelli, fékk aðeins þrjú stig í síðustu fimm umferðunum og endaði í 5. sæti. Valsmenn fengu aðeins eitt af tólf mögulegum gegn liðunum sem féllu, HK og ÍA, sumarið 2008. ÍBV 1980Eyjamenn urðu Íslandsmeistarar í fyrsta sinn í sögu félagsins 1979 en tímabilið á eftir var öllu erfiðara hjá liðinu. Eftir fyrri umferðina var ÍBV reyndar bara þremur stigum frá toppnum. Þá komu sex leikir í röð án sigurs áður en Eyjamenn unnu Víkinga í 16. umferð. Það reyndist eini sigur liðsins í seinni umferðinni og hann reyndist dýrmætur þegar uppi var staðið. ÍBV endaði í 6. sæti deildarinnar með 17 stig, fjórum stigum frá fallsæti. Eyjamenn skoruðu jafn mörg mörk og meistaraárið á undan (26) en fengu 15 mörkum meira á sig. ÍBV varð ekki aftur Íslandsmeistari fyrr en 1998. Víkingur 1983Eftir tvo Íslandsmeistaratitla í röð seig á ógæfuhliðina hjá Víkingi 1983. Þeir unnu Meistarakeppnina um vorið undir stjórn nýja þjálfarans, hins belgíska Jeans Paul Colonoval, en gengið í deildinni var ekki upp á marga fiska. Í fyrri umferðinni voru þeir svartrauðu jafnteflaóðir og gerðu fimm slík. Í seinni umferðinni byrjuðu þeir að tapa leikjum og þegar fimm umferðir voru eftir voru Víkingar í fallsæti. Þeir töpuðu hins vegar aðeins einum af síðustu fimm leikjum sínum og enduðu í 7. sæti. Víkingur var aðeins stigi frá fallsæti 1983 en bara þremur stigum frá 2. sætinu á þessu síðasta tímabili áður en þriggja stiga reglan var tekin upp.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Óli Jó: Erum í fallbaráttu og verðum að virða það Óli Jó var ómyrkur í máli í kvöld. 19. júní 2019 21:30 Börkur: Ólafur er besti þjálfari sem til er á Íslandi Edvard Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir ekki koma til greina að reka Ólaf Jóhannesson sem þjálfara Vals þó svo illa gangi þessa dagana. Ólafur fær fullan stuðning frá stjórninni. 20. júní 2019 11:17 Sjáðu frábært aukaspyrnumark Pablo og öll hin mörk kvöldsins Sjáðu öll fimm mörkin úr stórleiknum. 19. júní 2019 22:12 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Valur 3-2 │ Mögnuð endurkoma KR KR á toppinn. 19. júní 2019 22:00 Atli: Þetta er bara aukaspyrna Sigurmark KR gegn Valsmönnum í gær var frábært en aðdragandi marksins var umdeildur enda töldu margir að KR hefði aldrei átt að fá aukaspyrnuna sem liðið skoraði úr. 20. júní 2019 13:00 Hannes: Stendur ekki einn stafur í mínum samningi um brúðkaupið hans Gylfa Sig Hannes lét gamminn geysa í kvöld. 19. júní 2019 22:07 Pepsi Max-mörkin: Haukur Páll er ótrúlega seinheppinn Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, er með óheppnari leikmönnum Pepsi Max-deildar karla en enn eina ferðina þurfti hann að fara af velli vegna meiðsla í gær. 20. júní 2019 14:30 Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
Óli Jó: Erum í fallbaráttu og verðum að virða það Óli Jó var ómyrkur í máli í kvöld. 19. júní 2019 21:30
Börkur: Ólafur er besti þjálfari sem til er á Íslandi Edvard Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir ekki koma til greina að reka Ólaf Jóhannesson sem þjálfara Vals þó svo illa gangi þessa dagana. Ólafur fær fullan stuðning frá stjórninni. 20. júní 2019 11:17
Sjáðu frábært aukaspyrnumark Pablo og öll hin mörk kvöldsins Sjáðu öll fimm mörkin úr stórleiknum. 19. júní 2019 22:12
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Valur 3-2 │ Mögnuð endurkoma KR KR á toppinn. 19. júní 2019 22:00
Atli: Þetta er bara aukaspyrna Sigurmark KR gegn Valsmönnum í gær var frábært en aðdragandi marksins var umdeildur enda töldu margir að KR hefði aldrei átt að fá aukaspyrnuna sem liðið skoraði úr. 20. júní 2019 13:00
Hannes: Stendur ekki einn stafur í mínum samningi um brúðkaupið hans Gylfa Sig Hannes lét gamminn geysa í kvöld. 19. júní 2019 22:07
Pepsi Max-mörkin: Haukur Páll er ótrúlega seinheppinn Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, er með óheppnari leikmönnum Pepsi Max-deildar karla en enn eina ferðina þurfti hann að fara af velli vegna meiðsla í gær. 20. júní 2019 14:30
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti