Óljós framsetning á markmiðum í ríkisfjármálum torveldi aðhaldshlutverkið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. júní 2019 13:59 Á Alþingi er tekist á um fjármálaáætlun. visir/vilhelm Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og fulltrúi í fjárlaganefnd Alþingis, segir að þingmenn í stjórnarandstöðu vanti sárlega ársskýrslu fjármálaráðherra um heildstæða samantekt á þróun útgjalda og mati á árangri til lengri tíma litið. Án skilmerkilegra skilgreininga á markmiðum sé erfitt að meta hvort stjórnvöld hafi í raun náð settum markmiðum. Það torveldar starf stjórnarandstöðunnar sem hafi mikilvægu aðhaldshlutverki að gegna. Björn Leví kom óánægju sinni á framfæri í ræðu sem hann hélt á þingfundi í dag. Á Alþingi er tekist á um endurskoðun á fjármálaáætlun. Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, mælti fyrir meirihlutaáliti nefndarinnar en hann sagði breyttar aðstæður í efnahagslífinu kalla á endurskoðun. Í því samhengi nefndi hann kjarasamninga, loðnubrest og gjaldþrot lággjaldaflugfélagsins WOW Air. Willum Þór sagði veikleika í hringrás verklags um opinber fjármál gert það að verkum að ramminn sé of lítill.Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar, mælti fyrir meirihlutaáliti fjárlaganefndar Alþingis í dag.„Það er í raun og veru beinlínis ekki gert ráð fyrir því að það séu tíðari ríkisstjórnarskipti heldur en á þessum hefðbundna fjögurra ára fresti né heldur að það séu miklar umbreytingar í efnahagslífinu sem kalli á miklar breytingar vegna þess að tímaramminn er svo þéttur í þessari hringrás og ég held að það sé að nokkru leyti það sem við höfum upplifað hér í okkar vinnu um þessi mál, virðulegi forseti,“ sagði Willum um störf nefndarinnar. Stjórnvöld hafi skapað ákveðna spennitreyju sem kristallist í því að áætlanir hafi alltaf verið „sett í gólf afkomumarkmiða stefnu og þannig hafa stjórnvöld skapað þessa spennitreyju sem birtist okkur síðan í því þegar við erum að ráðstafa hér inn á málefnasviðin.“ Hann telur breytingarnar sem meirihluti nefndarinnar mælir fyrir um séu til bóta. Willum telur fjármálastefnan sjálf eigi að vera sveigjanleg og að þingmenn ættu að nálgast fjármálaáætlunina með festu. Björn Leví sagði að ákveðins misskilnings gæti í umræðunni. Tilgangur fjármálaáætlunar ár hvert sé að endurmeta kostnað og forgangsröðun á þeim aðgerðum sem lagðar eru til í fjármálastefnu stjórnvalda. Það sé ekki hægt að „finna hjólið upp á nýtt á hverju ári fyrir fjármálaáætlun,“ segir Björn. „Það sem vantar líka í þetta ferli sem var nefnt hérna, fjármálaáætlunar og fjárlagaferlið eru ársskýrslur ráðherra og langtímaskýrslan sem við höfum ekki ennþá fengið. Það vantar hana. Það vantar einmitt allt þetta í fjármálaáætlunina og fjárlögin sem gerir ársskýrslu ráðherra mögulega því án hennar, án markmiðanna og án forgangsröðunar vitum við ekkert hvort markmiðum stjórnvalda hefur verið náð nema þau séu sett fram á mjög skýran og skilmerkilegan hátt sem þau eru einmitt ekki gerð í fjármálaáætlun.“ Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Vilja vernda velferðarkerfið með hærri auðlinda- og veiðileyfagjöldum Umræða um fjármálastefnu og fjármálaáætlun ríkisins hófst klukkan tíu í morgun og mun standa yfir í dag á Alþingi. Fjárlaganefnd hefur hlotið gagnrýni fyrir hvernig skera eigi niður til að mæta þeim halla sem áætlaður er. 20. júní 2019 12:12 Segja það ekki réttlætanlegt að svíkja loforð til að jafna sveiflur Á vef ASÍ segir að endurskoðuð fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar hafi hvorki verið rædd né kynnt. 19. júní 2019 13:48 Telur umræðu um breytingar á fjármálaáætlun á villigötum Sundrung virðist innan fjárlaganefndar vegna nýrrar fjármálaáætlunar sem ræða á á Alþingi á morgun. 19. júní 2019 20:00 Fjármálin ein eftir á dagskrá Meðal þeirra mála sem samþykkt voru sem lög frá Alþingi í gær voru lög um gjaldtöku vegna fiskeldis í sjó og lög um stjórn veiða á makríl sem sett voru til að bregðast við dómi Hæstaréttar. 20. júní 2019 06:00 Of hröð afgreiðsla og ófullnægjandi kynning Stjórnarandstaðan hafði margsinnis bent á að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar byggði á of bjartsýnum forsendum. 19. júní 2019 16:04 Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Fleiri fréttir Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og fulltrúi í fjárlaganefnd Alþingis, segir að þingmenn í stjórnarandstöðu vanti sárlega ársskýrslu fjármálaráðherra um heildstæða samantekt á þróun útgjalda og mati á árangri til lengri tíma litið. Án skilmerkilegra skilgreininga á markmiðum sé erfitt að meta hvort stjórnvöld hafi í raun náð settum markmiðum. Það torveldar starf stjórnarandstöðunnar sem hafi mikilvægu aðhaldshlutverki að gegna. Björn Leví kom óánægju sinni á framfæri í ræðu sem hann hélt á þingfundi í dag. Á Alþingi er tekist á um endurskoðun á fjármálaáætlun. Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, mælti fyrir meirihlutaáliti nefndarinnar en hann sagði breyttar aðstæður í efnahagslífinu kalla á endurskoðun. Í því samhengi nefndi hann kjarasamninga, loðnubrest og gjaldþrot lággjaldaflugfélagsins WOW Air. Willum Þór sagði veikleika í hringrás verklags um opinber fjármál gert það að verkum að ramminn sé of lítill.Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar, mælti fyrir meirihlutaáliti fjárlaganefndar Alþingis í dag.„Það er í raun og veru beinlínis ekki gert ráð fyrir því að það séu tíðari ríkisstjórnarskipti heldur en á þessum hefðbundna fjögurra ára fresti né heldur að það séu miklar umbreytingar í efnahagslífinu sem kalli á miklar breytingar vegna þess að tímaramminn er svo þéttur í þessari hringrás og ég held að það sé að nokkru leyti það sem við höfum upplifað hér í okkar vinnu um þessi mál, virðulegi forseti,“ sagði Willum um störf nefndarinnar. Stjórnvöld hafi skapað ákveðna spennitreyju sem kristallist í því að áætlanir hafi alltaf verið „sett í gólf afkomumarkmiða stefnu og þannig hafa stjórnvöld skapað þessa spennitreyju sem birtist okkur síðan í því þegar við erum að ráðstafa hér inn á málefnasviðin.“ Hann telur breytingarnar sem meirihluti nefndarinnar mælir fyrir um séu til bóta. Willum telur fjármálastefnan sjálf eigi að vera sveigjanleg og að þingmenn ættu að nálgast fjármálaáætlunina með festu. Björn Leví sagði að ákveðins misskilnings gæti í umræðunni. Tilgangur fjármálaáætlunar ár hvert sé að endurmeta kostnað og forgangsröðun á þeim aðgerðum sem lagðar eru til í fjármálastefnu stjórnvalda. Það sé ekki hægt að „finna hjólið upp á nýtt á hverju ári fyrir fjármálaáætlun,“ segir Björn. „Það sem vantar líka í þetta ferli sem var nefnt hérna, fjármálaáætlunar og fjárlagaferlið eru ársskýrslur ráðherra og langtímaskýrslan sem við höfum ekki ennþá fengið. Það vantar hana. Það vantar einmitt allt þetta í fjármálaáætlunina og fjárlögin sem gerir ársskýrslu ráðherra mögulega því án hennar, án markmiðanna og án forgangsröðunar vitum við ekkert hvort markmiðum stjórnvalda hefur verið náð nema þau séu sett fram á mjög skýran og skilmerkilegan hátt sem þau eru einmitt ekki gerð í fjármálaáætlun.“
Alþingi Efnahagsmál Tengdar fréttir Vilja vernda velferðarkerfið með hærri auðlinda- og veiðileyfagjöldum Umræða um fjármálastefnu og fjármálaáætlun ríkisins hófst klukkan tíu í morgun og mun standa yfir í dag á Alþingi. Fjárlaganefnd hefur hlotið gagnrýni fyrir hvernig skera eigi niður til að mæta þeim halla sem áætlaður er. 20. júní 2019 12:12 Segja það ekki réttlætanlegt að svíkja loforð til að jafna sveiflur Á vef ASÍ segir að endurskoðuð fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar hafi hvorki verið rædd né kynnt. 19. júní 2019 13:48 Telur umræðu um breytingar á fjármálaáætlun á villigötum Sundrung virðist innan fjárlaganefndar vegna nýrrar fjármálaáætlunar sem ræða á á Alþingi á morgun. 19. júní 2019 20:00 Fjármálin ein eftir á dagskrá Meðal þeirra mála sem samþykkt voru sem lög frá Alþingi í gær voru lög um gjaldtöku vegna fiskeldis í sjó og lög um stjórn veiða á makríl sem sett voru til að bregðast við dómi Hæstaréttar. 20. júní 2019 06:00 Of hröð afgreiðsla og ófullnægjandi kynning Stjórnarandstaðan hafði margsinnis bent á að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar byggði á of bjartsýnum forsendum. 19. júní 2019 16:04 Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Fleiri fréttir Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Sjá meira
Vilja vernda velferðarkerfið með hærri auðlinda- og veiðileyfagjöldum Umræða um fjármálastefnu og fjármálaáætlun ríkisins hófst klukkan tíu í morgun og mun standa yfir í dag á Alþingi. Fjárlaganefnd hefur hlotið gagnrýni fyrir hvernig skera eigi niður til að mæta þeim halla sem áætlaður er. 20. júní 2019 12:12
Segja það ekki réttlætanlegt að svíkja loforð til að jafna sveiflur Á vef ASÍ segir að endurskoðuð fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar hafi hvorki verið rædd né kynnt. 19. júní 2019 13:48
Telur umræðu um breytingar á fjármálaáætlun á villigötum Sundrung virðist innan fjárlaganefndar vegna nýrrar fjármálaáætlunar sem ræða á á Alþingi á morgun. 19. júní 2019 20:00
Fjármálin ein eftir á dagskrá Meðal þeirra mála sem samþykkt voru sem lög frá Alþingi í gær voru lög um gjaldtöku vegna fiskeldis í sjó og lög um stjórn veiða á makríl sem sett voru til að bregðast við dómi Hæstaréttar. 20. júní 2019 06:00
Of hröð afgreiðsla og ófullnægjandi kynning Stjórnarandstaðan hafði margsinnis bent á að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar byggði á of bjartsýnum forsendum. 19. júní 2019 16:04