Ef Síle hefði skorað eitt mark í viðbót hefðu þær farið í 16-liða úrslit á kostnað Nígeríu og mætt Þýskalandi.
Francisca Lara á eflaust ekki eftir að sofa mikið í nótt en hún skaut í slá úr vítaspyrnu á 85. mínútu, í stöðunni 0-2.
#CHI were only a missed penalty away from advancing to the knockout stages of their first-ever #FIFAWWCpic.twitter.com/uDcrWgDU7p
— B/R Football (@brfootball) June 20, 2019
Staðan var markalaus í hálfleik en á 48. mínútu skoraði Waraporn Boonsing afar slysalegt sjálfsmark og kom Síle yfir.
Þegar tíu mínútur voru til leiksloka kom Maria Urrutia síleska liðinu í 0-2 með skalla. Síle þurfti því aðeins eitt mark til að komast áfram en það kom ekki. Lokatölur 0-2, Síle í vil.
Þetta var fyrsti sigur Síle á HM frá upphafi en hann dugði skammt. Liðið endaði í 3. sæti F-riðils með þrjú stig. Tæland tapaði öllum þremur leikjunum sínum með markatölunni 1-20.