Finnst þetta vera gott skref Kristinn Páll Teitsson skrifar 20. júní 2019 09:30 Þrátt fyrir ungan aldur er Ómar Ingi kominn í stórt hlutverk með íslenska karlalandsliðinu. Fréttablaðið/eyþór Ómar Ingi Magnússon samdi í gær við Magdeburg í Þýskalandi til fjögurra ára og gengur til liðs við félagið næsta sumar. Hann mun því leika með danska félaginu Álaborg næsta tímabil eftir að hafa orðið danskur meistari og danskur bikarmeistari í vetur áður en hann heldur til Þýskalands. Fyrr í vetur fóru að heyrast raddir um að Ómar Ingi væri ofarlega á óskalista Magdeburg þegar í ljós kom að sænska skyttan Albins Lagergren væri á förum til Rhein- Neckar Löwen. Nú hefur verið gengið frá félagsskiptunum og skrifaði Selfyssingurinn undir fjögurra ára samning hjá þýska félaginu. Magdeburg er stórveldi í þýskum handbolta sem lenti í þriðja sæti deildarkeppninnar á nýafstöðnu tímabili. Undir stjórn Alfreðs Gíslasonar vannst eini meistaratitill félagsins eftir sameiningu Þýskalands árið 2001 en þar áður var félagið afar sigursælt í Austur-Þýskalandi. Þá tókst liðinu að vinna Meistaradeild Evrópu undir stjórn Alfreðs ári síðar og hefur alls þrisvar lyft Meistaradeildarbikarnum. Ómar Ingi var staddur í heimabæ sínum, Selfossi, í fríi að safna kröftum fyrir næsta tímabil þegar Fréttablaðið náði í hann. „Fyrst og fremst er ég auðvitað bara mjög ánægður og stoltur af að vera búinn að skrifa undir hjá félagi eins og Magdeburg. Þetta er stór klúbbur með mikla sögu, flottan heimavöll þar sem áhorfendur láta vel til sín taka og það verður gaman að fá að spila fyrir félagið.“ Íslendingar hafa gert það gott með félaginu. Í meistaraliðinu undir stjórn Alfreðs var Ólafur Stefánsson í lykilhlutverki og Sigfús Sigurðsson. Styttra er síðan Einar Hólmgeirsson og Björgvin Páll Gústavsson léku með liðinu líkt og Arnór Atlason sem er nú aðstoðarþjálfari hjá félagsliði Ómars í Danmörku, Álaborg. Þrátt fyrir það segist Ómar aðspurður ekki hafa leitað ráða hvað varðar félagið enda fann hann það á sér að þetta væri gott skref. „Það hafa margir Íslendingar verið þarna, sem er jákvætt. Þetta er mikil handboltaborg og það myndast mikil stemming í kringum liðið. Mér fannst ég ekki þurfa að leita ráða með þetta lið, ég fékk þá tilfinningu að þetta væri rétt skref á ferlinum,“ segir Ómar sem hreifst af leikstíl liðsins. „Leikstíll liðsins hentar mér vel, hvernig handbolta þeir spila og ég held að þetta sé góður staður fyrir mig til að bæta mig. Ég spurðist aðeins fyrir um þjálfarann hjá þeim sem þekktu til en þurfti ekki mikla rannsóknarvinnu áður en ég var búinn að skrifa undir. “ Aðspurður segir Ómar að það sé undir honum komið að sanna sig þrátt fyrir að hann sé titlaður sem arftaki Lagergrens á heimasíðu Magdeburg. „Þeir sýndu mikinn áhuga á að fá mig og þjálfarinn virtist mjög áhugasamur, sem var jákvætt. Maður fann fyrir miklu trausti frá þjálfarateyminu en það er auðvitað erfitt að lofa leikmönnum spiltíma. Það mun ráðast af því hvernig ég stend mig og hvernig ég er í leikjum og innan liðsins. “ Ómar mun leika út samning sinn hjá Álaborg í Danmörku þar sem ný áskorun tekur við að verja titlana sem félagið vann á þessu tímabili. Ómar var stoðsendingahæstur í deildinni á fyrsta tímabili sínu með Álaborg eftir vistaskipti frá Århus síðasta sumar. „Það stóð alltaf til að klára þennan tveggja ára samning og ég held bara áfram með það að markmiði að bæta mig. Ég þarf að spila vel og standa mig hér í vetur. Það gengur ekkert að hlífa sér í einhverju dútli þó að maður sé kominn með samning annars staðar,“ segir Ómar léttur. „Það er pressa á okkur eftir síðasta tímabil sem gekk afar vel og það verður spennandi að takast á við það,“ segir Ómar Ingi að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Þýski handboltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Ómar Ingi Magnússon samdi í gær við Magdeburg í Þýskalandi til fjögurra ára og gengur til liðs við félagið næsta sumar. Hann mun því leika með danska félaginu Álaborg næsta tímabil eftir að hafa orðið danskur meistari og danskur bikarmeistari í vetur áður en hann heldur til Þýskalands. Fyrr í vetur fóru að heyrast raddir um að Ómar Ingi væri ofarlega á óskalista Magdeburg þegar í ljós kom að sænska skyttan Albins Lagergren væri á förum til Rhein- Neckar Löwen. Nú hefur verið gengið frá félagsskiptunum og skrifaði Selfyssingurinn undir fjögurra ára samning hjá þýska félaginu. Magdeburg er stórveldi í þýskum handbolta sem lenti í þriðja sæti deildarkeppninnar á nýafstöðnu tímabili. Undir stjórn Alfreðs Gíslasonar vannst eini meistaratitill félagsins eftir sameiningu Þýskalands árið 2001 en þar áður var félagið afar sigursælt í Austur-Þýskalandi. Þá tókst liðinu að vinna Meistaradeild Evrópu undir stjórn Alfreðs ári síðar og hefur alls þrisvar lyft Meistaradeildarbikarnum. Ómar Ingi var staddur í heimabæ sínum, Selfossi, í fríi að safna kröftum fyrir næsta tímabil þegar Fréttablaðið náði í hann. „Fyrst og fremst er ég auðvitað bara mjög ánægður og stoltur af að vera búinn að skrifa undir hjá félagi eins og Magdeburg. Þetta er stór klúbbur með mikla sögu, flottan heimavöll þar sem áhorfendur láta vel til sín taka og það verður gaman að fá að spila fyrir félagið.“ Íslendingar hafa gert það gott með félaginu. Í meistaraliðinu undir stjórn Alfreðs var Ólafur Stefánsson í lykilhlutverki og Sigfús Sigurðsson. Styttra er síðan Einar Hólmgeirsson og Björgvin Páll Gústavsson léku með liðinu líkt og Arnór Atlason sem er nú aðstoðarþjálfari hjá félagsliði Ómars í Danmörku, Álaborg. Þrátt fyrir það segist Ómar aðspurður ekki hafa leitað ráða hvað varðar félagið enda fann hann það á sér að þetta væri gott skref. „Það hafa margir Íslendingar verið þarna, sem er jákvætt. Þetta er mikil handboltaborg og það myndast mikil stemming í kringum liðið. Mér fannst ég ekki þurfa að leita ráða með þetta lið, ég fékk þá tilfinningu að þetta væri rétt skref á ferlinum,“ segir Ómar sem hreifst af leikstíl liðsins. „Leikstíll liðsins hentar mér vel, hvernig handbolta þeir spila og ég held að þetta sé góður staður fyrir mig til að bæta mig. Ég spurðist aðeins fyrir um þjálfarann hjá þeim sem þekktu til en þurfti ekki mikla rannsóknarvinnu áður en ég var búinn að skrifa undir. “ Aðspurður segir Ómar að það sé undir honum komið að sanna sig þrátt fyrir að hann sé titlaður sem arftaki Lagergrens á heimasíðu Magdeburg. „Þeir sýndu mikinn áhuga á að fá mig og þjálfarinn virtist mjög áhugasamur, sem var jákvætt. Maður fann fyrir miklu trausti frá þjálfarateyminu en það er auðvitað erfitt að lofa leikmönnum spiltíma. Það mun ráðast af því hvernig ég stend mig og hvernig ég er í leikjum og innan liðsins. “ Ómar mun leika út samning sinn hjá Álaborg í Danmörku þar sem ný áskorun tekur við að verja titlana sem félagið vann á þessu tímabili. Ómar var stoðsendingahæstur í deildinni á fyrsta tímabili sínu með Álaborg eftir vistaskipti frá Århus síðasta sumar. „Það stóð alltaf til að klára þennan tveggja ára samning og ég held bara áfram með það að markmiði að bæta mig. Ég þarf að spila vel og standa mig hér í vetur. Það gengur ekkert að hlífa sér í einhverju dútli þó að maður sé kominn með samning annars staðar,“ segir Ómar léttur. „Það er pressa á okkur eftir síðasta tímabil sem gekk afar vel og það verður spennandi að takast á við það,“ segir Ómar Ingi að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Þýski handboltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti