Erlent

Tíu létust í flugslysi í Texas

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Flugvélin, sem var af gerðinni BE-350 King Air, gereyðilagðist eftir að eldur braust út í flakinu.
Flugvélin, sem var af gerðinni BE-350 King Air, gereyðilagðist eftir að eldur braust út í flakinu. Vísir/ap
Tíu létu lífið í bænum Addison í Texas í Bandaríkjunum þegar lítil einkaflugvél hrapaði á flugskýli skömmu eftir flugtak. Enginn þeirra sem var um borð í flugvélinni lifði af.

Slysið varð klukkan 09:10 í morgun að staðartíma. Flugvélin, sem var af gerðinni BE-350 King Air, gereyðilagðist eftir að eldur braust út í flakinu. Myndband af slysavettvangi sýnir þykkan reyk sem lagði yfir stórt svæði í námunda við flugskýlið. Enginn var inn í flugskýlinu þegar flugvélin skall á því.

Flugmálastjórn Bandaríkjanna hefur nú sent teymi á slysavettvang til að rannsaka tildrög slyssins. Yfirvöld hafa ekki viljað greina frá nöfnum hinna látnu vegna þess enn er verið að reyna að hafa uppi á aðstandendum til að færa þeim harmafregnina.

Addison er bær í norðurhluta Dallas-sýslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×