Erlent

Eitt barn lést og þrjú veiktust eftir E. coli smit

Sylvía Hall skrifar
Börnin áttu það sameiginlegt að hafa verið í návist búfénaðar sem var til sýnis.
Börnin áttu það sameiginlegt að hafa verið í návist búfénaðar sem var til sýnis. Vísir/Getty
Fjögur staðfest tilfelli um E.coli smit komu upp eftir bæjarhátíð í San Diego fyrr í mánuðinum. Um er að ræða börn á aldrinum tveggja til þrettán ára. AP greinir frá.

Yfirvöld staðfesta að fjögur börn hafi smitast og heimsóttu þau öll bæjarhátíðina á tímabilinu 8. til 15. júní. Örfáum dögum seinna fóru þau að finna fyrir einkennum en öll áttu þau það sameiginlegt að hafa verið í návist búfénaðar sem var til sýnis.

Yngsta barnið, hinn tveggja ára gamli Jedidiah King Cabezuela, heimsótti hátíðina þann 15. júní og lést níu dögum síðar eftir að bakterían hafði ollið bólgum og skemmdum í nýrum hans. Hin þrjú þurftu ekki að leggjast inn á spítala vegna smitanna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×