Johnson og Hunt skiptust á skotum í kappræðum Kjartan Kjartansson skrifar 9. júlí 2019 23:10 Val íhaldsmanna stendur á milli þeirra Johnson (t.v.) og Hunt (t.h.). Vísir/EPA Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, þjarmaði að Boris Johnson, forvera sínum í embætti þegar þeir tókust á í fyrstu sjónvarpskappræðum þeirra í leiðtogavali Íhaldsflokksins. Johnson vék sér undan að svara því hvort hann segði af sér sem forsætisráðherra næði hann ekki að tryggja útgöngu Breta úr Evrópusambandinu fyrir tilskilinn tíma. Val íhaldsmanna stendur á milli þeirra Johnson og Hunt og er sá fyrrnefndi talinn mun sigurstranglegri. Johnson var einn helsti hvatamaður útgöngunnar úr Evrópusambandinu en Hunt barðist fyrir því að Bretar yrðu um kyrrt í því. Í kappræðunum sakaði Hunt mótframbjóðanda sinn um að þora ekki að gefa höggstað á sér með því að lýsa því afdráttarlaust yfir að hann segði af sér tækist honum ekki að ná Brexit í gegn 31. október eins og nú er stefnt að. Johnson skaut á Hunt á móti og sagðist dást að getu hans til að skipta um skoðun. Vísaði hann þar til þess að Hunt styddi nú útgönguna eftir að hafa verið henni andsnúinn áður, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sakaði hann Hunt um að vera úrtölumann sem stefndi ekki heilshugar að útgöngu. Þá vildi Johnson ekki fordæma ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta um sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum og Theresu May, fráfarandi forsætisráðherra. Trump kallaði sendiherrann „mjög heimskan gaur“ og tilraunir May til að ná samningi um útgönguna úr ESB „hörmung“ eftir að sendiráðsskjölum var lekið þar sem sendiherrann lýsti Trump sem „vanhæfum“. Hunt svaraði Trump í dag og sagði ummæli hans „dónaleg“. Sem forsætisráðherra myndi hann halda sendiherranum. Johnson svaraði ekki beint spurningum um stöðu sendiherrans í kappræðunum, sagði aðeins að samband Bandaríkjanna og Bretlands væri einstakt og að hann sem forsætisráðherra réði því einn hverjir væru fulltrúar Bretlands gagnvart Bandaríkjunum. Ummæli Trump á Twitter hefðu þó „ekki endilega verið það rétta í stöðunni“. Upplýst verður um úrslit atkvæðagreiðslu um næsta leiðtoga Íhaldsflokksins 23. júlí. Nýi leiðtoginn tekur jafnframt við embætti forsætisráðherra af May. Bretland Brexit Tengdar fréttir Utanríkisráðherrann segir Trump að sýna virðingu Kastast hefur í kekki á milli bandarískra og breskra stjórnvalda eftir leka á sendiráðsskjölum annars vegar og kjaftbrúk Bandaríkjaforseta hins vegar. 9. júlí 2019 17:35 Gagnrýnir May og segir sendiherrann vera heimskan Donald Trump Bandaríkjaforseti fer ófögrum orðum um Kim Darroch, sendiherra Bretlands, og forsætisráðherrann Theresu May í kjölfar minnisblaðaleka sem birtist í breska dagblaðinu Mail on Sunday. 9. júlí 2019 14:10 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira
Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, þjarmaði að Boris Johnson, forvera sínum í embætti þegar þeir tókust á í fyrstu sjónvarpskappræðum þeirra í leiðtogavali Íhaldsflokksins. Johnson vék sér undan að svara því hvort hann segði af sér sem forsætisráðherra næði hann ekki að tryggja útgöngu Breta úr Evrópusambandinu fyrir tilskilinn tíma. Val íhaldsmanna stendur á milli þeirra Johnson og Hunt og er sá fyrrnefndi talinn mun sigurstranglegri. Johnson var einn helsti hvatamaður útgöngunnar úr Evrópusambandinu en Hunt barðist fyrir því að Bretar yrðu um kyrrt í því. Í kappræðunum sakaði Hunt mótframbjóðanda sinn um að þora ekki að gefa höggstað á sér með því að lýsa því afdráttarlaust yfir að hann segði af sér tækist honum ekki að ná Brexit í gegn 31. október eins og nú er stefnt að. Johnson skaut á Hunt á móti og sagðist dást að getu hans til að skipta um skoðun. Vísaði hann þar til þess að Hunt styddi nú útgönguna eftir að hafa verið henni andsnúinn áður, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sakaði hann Hunt um að vera úrtölumann sem stefndi ekki heilshugar að útgöngu. Þá vildi Johnson ekki fordæma ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta um sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum og Theresu May, fráfarandi forsætisráðherra. Trump kallaði sendiherrann „mjög heimskan gaur“ og tilraunir May til að ná samningi um útgönguna úr ESB „hörmung“ eftir að sendiráðsskjölum var lekið þar sem sendiherrann lýsti Trump sem „vanhæfum“. Hunt svaraði Trump í dag og sagði ummæli hans „dónaleg“. Sem forsætisráðherra myndi hann halda sendiherranum. Johnson svaraði ekki beint spurningum um stöðu sendiherrans í kappræðunum, sagði aðeins að samband Bandaríkjanna og Bretlands væri einstakt og að hann sem forsætisráðherra réði því einn hverjir væru fulltrúar Bretlands gagnvart Bandaríkjunum. Ummæli Trump á Twitter hefðu þó „ekki endilega verið það rétta í stöðunni“. Upplýst verður um úrslit atkvæðagreiðslu um næsta leiðtoga Íhaldsflokksins 23. júlí. Nýi leiðtoginn tekur jafnframt við embætti forsætisráðherra af May.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Utanríkisráðherrann segir Trump að sýna virðingu Kastast hefur í kekki á milli bandarískra og breskra stjórnvalda eftir leka á sendiráðsskjölum annars vegar og kjaftbrúk Bandaríkjaforseta hins vegar. 9. júlí 2019 17:35 Gagnrýnir May og segir sendiherrann vera heimskan Donald Trump Bandaríkjaforseti fer ófögrum orðum um Kim Darroch, sendiherra Bretlands, og forsætisráðherrann Theresu May í kjölfar minnisblaðaleka sem birtist í breska dagblaðinu Mail on Sunday. 9. júlí 2019 14:10 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira
Utanríkisráðherrann segir Trump að sýna virðingu Kastast hefur í kekki á milli bandarískra og breskra stjórnvalda eftir leka á sendiráðsskjölum annars vegar og kjaftbrúk Bandaríkjaforseta hins vegar. 9. júlí 2019 17:35
Gagnrýnir May og segir sendiherrann vera heimskan Donald Trump Bandaríkjaforseti fer ófögrum orðum um Kim Darroch, sendiherra Bretlands, og forsætisráðherrann Theresu May í kjölfar minnisblaðaleka sem birtist í breska dagblaðinu Mail on Sunday. 9. júlí 2019 14:10