Þórólfur enn undrandi og leggst yfir gögnin frá hæfnisnefnd Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. júlí 2019 15:26 Þórólfur Árnason er forstjóri Samgöngustofu. Vísir/Sigurjón Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu, undrast það hve langan tíma það hafi tekið fyrir hann að fá gögn í hendur sem hann kallaði eftir frá Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu vegna skipunar Jóns Gunnars Jónssonar í hans stað. Gögnin bárust „loksins“ í gær að sögn Þórólfs. Þórólfur hefur gegnt stöðu forstjóra frá árinu 2014 og sóttist eftir að gegna starfinu áfram. 23 sóttu um starfið og var tilkynnt þann 3. júní að hæfnisnefnd hefði komist að þeirri niðurstöðu að skipa Jón Gunnar. „Ég sóttist eftir stöðunni og er mjög undrandi að vera ekki metinn hæfastur. Sérstaklega í ljósi reynslu og þekkingar og að allt hafi gengið vel hjá Samgöngustofu,“ sagði Þórólfur í samtali við Vísi þann 3. júní. Hann sagðist ætla að krefjast rökstuðnings frá ráðuneytinu. „Ég hef verið að reka á eftir þessu og fékk loksins, loksins, í gær hluta af þeim gögnum sem ég hef beðið um,“ segir Þórólfur. „Ég á eftir að fara yfir þau til þess að kanna hvort þau séu fullnægjandi. Ég mun svo ákveða næstu skref í málinu.“ Aðspurður hvaða gögn um ræði segir hann þetta einfaldlega ýmis gögn sem hann hafi beðið um varðandi ráðningarferlið sem hann skilur ekkert í frekar en þegar ráðning Jóns Gunnars var tilkynnt. „Þetta er jafnóútskýrt og óskiljanlegt og það var þá, öllum sem til málsins þekkja.“ Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra skipaði Jón Gunnar forstjóra að undangengnu mati hæfnisnefndar sem mat sömuleiðis Jón Gunnar hæfastan. Ráðherra tilkynnti Þórólfi með hálfs árs fyrirvara að starfið yrði auglýst. Samgöngur Stjórnsýsla Vistaskipti Tengdar fréttir Ráðherra sammála hæfisnefnd og skipaði Jón Gunnar forstjóra Samgöngustofu Jón Gunnar Jónsson var í dag skipaður forstjóri Samgöngustofu frá og með 6. ágúst næstkomandi. 3. júní 2019 15:27 Þórólfur mjög undrandi að hafa ekki verið metinn hæfastur Fer fram á rökstuðning ráðuneytis um að ráða annan umsækjanda sem forstjóra Samgöngustofu. 3. júní 2019 16:53 Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira
Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu, undrast það hve langan tíma það hafi tekið fyrir hann að fá gögn í hendur sem hann kallaði eftir frá Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu vegna skipunar Jóns Gunnars Jónssonar í hans stað. Gögnin bárust „loksins“ í gær að sögn Þórólfs. Þórólfur hefur gegnt stöðu forstjóra frá árinu 2014 og sóttist eftir að gegna starfinu áfram. 23 sóttu um starfið og var tilkynnt þann 3. júní að hæfnisnefnd hefði komist að þeirri niðurstöðu að skipa Jón Gunnar. „Ég sóttist eftir stöðunni og er mjög undrandi að vera ekki metinn hæfastur. Sérstaklega í ljósi reynslu og þekkingar og að allt hafi gengið vel hjá Samgöngustofu,“ sagði Þórólfur í samtali við Vísi þann 3. júní. Hann sagðist ætla að krefjast rökstuðnings frá ráðuneytinu. „Ég hef verið að reka á eftir þessu og fékk loksins, loksins, í gær hluta af þeim gögnum sem ég hef beðið um,“ segir Þórólfur. „Ég á eftir að fara yfir þau til þess að kanna hvort þau séu fullnægjandi. Ég mun svo ákveða næstu skref í málinu.“ Aðspurður hvaða gögn um ræði segir hann þetta einfaldlega ýmis gögn sem hann hafi beðið um varðandi ráðningarferlið sem hann skilur ekkert í frekar en þegar ráðning Jóns Gunnars var tilkynnt. „Þetta er jafnóútskýrt og óskiljanlegt og það var þá, öllum sem til málsins þekkja.“ Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra skipaði Jón Gunnar forstjóra að undangengnu mati hæfnisnefndar sem mat sömuleiðis Jón Gunnar hæfastan. Ráðherra tilkynnti Þórólfi með hálfs árs fyrirvara að starfið yrði auglýst.
Samgöngur Stjórnsýsla Vistaskipti Tengdar fréttir Ráðherra sammála hæfisnefnd og skipaði Jón Gunnar forstjóra Samgöngustofu Jón Gunnar Jónsson var í dag skipaður forstjóri Samgöngustofu frá og með 6. ágúst næstkomandi. 3. júní 2019 15:27 Þórólfur mjög undrandi að hafa ekki verið metinn hæfastur Fer fram á rökstuðning ráðuneytis um að ráða annan umsækjanda sem forstjóra Samgöngustofu. 3. júní 2019 16:53 Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira
Ráðherra sammála hæfisnefnd og skipaði Jón Gunnar forstjóra Samgöngustofu Jón Gunnar Jónsson var í dag skipaður forstjóri Samgöngustofu frá og með 6. ágúst næstkomandi. 3. júní 2019 15:27
Þórólfur mjög undrandi að hafa ekki verið metinn hæfastur Fer fram á rökstuðning ráðuneytis um að ráða annan umsækjanda sem forstjóra Samgöngustofu. 3. júní 2019 16:53