Stjórnsýsla

Fréttamynd

Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars

Úrskurðarnefnd lögmanna lagði í fyrra til við sýslumann að Ómar R. Valdimarsson yrði sviptur lögmannssréttindum tímabundið. Af sjö áminningum sem nefndin veitti í fyrra hlaut Ómar fimm.

Innlent
Fréttamynd

Enginn á verðinum – um á­byrgð, fram­tíðar­sýn og mikil­vægi forvirkrar stjórn­sýslu

Greinin er tilraun til að varpa ljósi á áskoranir sem hafa komið ítrekað upp í ákveðnum þáttum íslenskrar stjórnsýslu. Í henni er fjallað um hvort vöntun sé á skipulagi eins og framtíðarsýn eða heildarstefnu (strategíu) – og sú tilhneiging að bregðast frekar við en að móta – geti bent til undirliggjandi áskorana í skipulagi og menningu stjórnkerfisins.

Skoðun
Fréttamynd

Segja slúbberta hjá hinu opin­bera kosta ríkið 30 til 50 milljarða ár­lega

Viðskiptaráð birtir kolsvarta skýrslu um áhrif sem rík uppsagnarvernd opinberra starfsmanna hefur. Rík uppsagnarvernd komi meðal annars í veg fyrir að stjórnendur hjá hinu opinbera geti brugðist við slakri frammistöðu starfsmanna sem séu jafnvel verndaðir gerist þeir brotlegir í starfi. Þessir svörtu sauðir haldast í störfum sínum á kostnað skattgreiðenda og samstarfsfólks.

Innlent
Fréttamynd

Meiri­hlutinn á Ísa­firði fallinn

Meirihluti í Ísafjarðarbæ er fallinn. Í-listinn var með eins manns meirihluta í bænum, og Framsókn og Sjálftæðisflokkur í minni hluta. Þorbjörn H. Jóhannesson, sem var hjá Í-listanum, hefur ákveðið að hætta að styðja við meirihlutann.

Innlent
Fréttamynd

Þing­menn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum

Þingmenn minnihlutans óskuðu eftir því við forseta þingsins að hann myndi skapa pláss í dagskránni svo hægt væri að ræða nánar hvað felst í hinni pólitísku stefnubreytingu sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur nefnt sem ástæðu þess að hún vill auglýsa starf Úlfars Lúðvíkssonar fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum.

Innlent
Fréttamynd

Þor­björg um sér­stakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“

Dómsmálaráðherra hefur sent héraðssaksóknara bréf þar sem hún óskar eftir upplýsingum um lykilatriði í máli sérstaks saksóknara, sem lögreglan á Suðurlandi og Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hafa nú til rannsóknar. Frá þessu greindi hún í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Samningurinn nauð­syn­legur og ekkert at­huga­vert við hann

Héraðssaksóknari segir ekkert athugavert vera við verktakasamning sem hann gerði við fyrirtækið PPP í ársbyrjun 2012, þá í embætti sérstaks saksóknara. Fyrirtækið fékk 4,3 milljónir í greiðslu frá embættinu fyrir vinnu sína. Samningurinn hafi verið nauðsynlegur og ekki legið fyrir að PPP reyndi að selja þjónustu sína til Sjóvá á sama tíma og þeir unnu að máli tengdu fyrirtækinu fyrir embættið.

Innlent
Fréttamynd

Ólafur Þór segir ekki til­efni til af­sagnar

Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari telur gagnastuld úr sínum fórum þá er hann starfaði sem sérstakur saksóknari ekki vera ástæðu til þess að hann segi starfi sínu lausu eða stígi til hliðar.

Innlent
Fréttamynd

Ítar­leg skýrsla á borði ráð­herra

Starfshópur um lagaumgjörð hvalveiða telur úrbóta þörf í lögum. Verði hvalveiðum haldið áfram er lagt til að lægra sett stjórnvald fari með útgáfu hvalveiðileyfa í stað ráðuneytis, leyfin séu auglýst opinberlega og rammi um gildistími leyfa sé settur með lögum. Að loknu samráði mun ráðherra taka ákvörðun um framtíð hvalveiða.

Innlent
Fréttamynd

Þau vilja stýra ÁTVR

Nítján sóttu um lausa stöðu forstjóra Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Athygli vekur að aðstoðarforstjórinn og helsti talsmaður stofnunarinnar um árabil er ekki á meðal umsækjenda.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Að sækja gullið (okkar)

„Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu.“

Skoðun
Fréttamynd

Máttu ekki vísa mæðgunum úr fé­laginu í fimm­tán ár

Landsréttur felldi í dag úr gildi úrskurð siðanefndar Hundaræktunarfélags Íslands frá 2022 í máli mæðgna sem var vísað úr félaginu í fimmtán fyrir að hafa, meðal annars, falsað ættbókarskráningu. Mæðgurnar voru sömuleiðis sviptar ættbókarskírteini og ræktunarnafni. Héraðsdómur hafði áður sýknað félagið af öllum kröfum mæðgnanna. 

Innlent
Fréttamynd

Höfðar mál gegn Ís­landi vegna úr­gangs­mála

Eftirlitsstofnun Fríverslunarsamtaka Evrópu hefur vísað tveimur málum sem tengjast úrgangi til EFTA-dómstólsins og áminnt Ísland fyrir brot á reglum um úrgang. Áminningin er vegna skorts á áætlunum um meðhöndlun og forvarnir gegn úrgangi.

Innlent
Fréttamynd

Ríkis­styrkir til raf­bíla­kaupa enduðu í vasa þeirra tekju­hæstu

Stærstur hluti ríkisstyrkja og ívilnana til rafbílakaupa hefur farið til tekjuhæsta hóps samfélagsins undanfarin ár. Dreifingin breyttist ekki eftir að beinir styrkir voru teknir upp í stað ívilnana í fyrra. Unnið er að endurskoðun á styrkjunum til þess að gera orkuskipti í samgöngum réttlátari.

Innlent
Fréttamynd

Al­þingi hafi átt að vera upp­lýst

Utanríkisráðherra telur að Alþingi hafi átt að vera upplýst um viðauka á varnarsamningi Íslands og Bandaríkjanna, sem gerður var fyrir ríflega sjö árum. Af þessu þurfi að draga lærdóm. Hún gerir hins vegar engar athugasemdir við viðaukann og vill auka varnarsamstarf við Bandaríkin og önnur ríki.

Innlent
Fréttamynd

Harma að upp­lýsingar hafi verið sendar út fyrir mis­tök

Sjúkratryggingar Íslands segjast harma að upplýsingar vegna heilbrigðisþjónustu hafi fyrir mistök verið sendar til heilbrigðisstarfsfólks og þjónustuþega. Málið sé litið alvarlegum augum og búið sé að greina hvað gerðist og gera viðeigandi ráðstafanir.

Innlent