Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Selfoss 0-1 | Selfoss vann Suðurlandsslaginn Einar Kárason skrifar 9. júlí 2019 20:00 vísir/bára Eyjakonur hafa aðeins unnið einn heimaleik í sumar en geta komist upp fyrir Selfyssinga með sigri í leik liðanna á Hásteinsvelli í kvöld.Það var hávaðarok á Hásteinsvelli þegar ÍBV tók á móti Selfoss í Pepsi Max deild kvenna. Fyrir leik talaði Jón Ólafur Daníelsson, þjálfari ÍBV, um að þetta yrði hörkuleikur og að leikurinn myndi vinnast á einu marki. Eyjastúlkur hófu leikinn af krafti með vindinn í bakinu og áður en langt um leið höfðu Emma Rose Kelly og Cloé Lacasse báðar reynt á Kelsey Wys í marki Selfyssinga. En það var einungis mínútu eftir gott færi Cloé að heimastúlkur gerðu sig sekar um slæm mistök í vörninni sem varð þess valdandi að Barbára Sól Gísladóttir komst í gegn og skoraði framhjá Guðnýju Geirsdóttur í marki ÍBV. Sigríður Lára Garðarsdóttir var nálægt því að jafna metin eftir hálftíma leik en skalli hennar eftir hornspyrnu fór í þverslánna og þaðan yfir markið. ÍBV spiluðu illa úr sínum tækifærum en alltof margar sendingar fóru með vindinum og annað hvort útaf vellinum eða í hendur Kelsey. Þá var pressa þeirra ekki nægilega öflug og fengu Selfyssingar að spila út frá markmanni trekk í trekk og gerðu vel í að skapa góðar sóknir með boltann á jörðinni. Fátt var um alvöru tækifæri það sem eftir lifði hálfleiks og fóru gestirnir frá Selfossi með eins marks forustu inn í leikhlé. Skömmu eftir að síðari hálfleikur fór af stað fengu heimastúlkur líklega sitt besta tækifæri þegar Emma Rose komst ein gegn Kelsey í markinu en skot Emmu fór framhjá markinu. Mikil harka var í leiknum og mikið um að leikurinn stöðvaðist vegna leikbrota og fóru nokkur gul spjöld á loft. Selfoss fengu tvær aukaspyrnur í góðu skotfæri með stuttu millibili eftir um klukkustundar leik en báðar tilraunir slakar og framhjá markinu. Barbára var svo nálægt því að skora sitt annað mark þegar en skalli hennar fór í slánna og ÍBV komu boltanum burt í kjölfarið. Heimastúlkur reyndu eins og þær gátu að jafna leikinn undir lokin en alltaf vantaði gæði í síðustu sendingu eða skot sem varð til þess að að þegar dómari leiksins flautaði sitt síðasta gátu Selfyssingar fagnað vel og innilega. Niðurstaðan sterkur 0-1 sigur gestanna.Alfreð: Ætlum að hlaupa meira „Þetta var hörkuleikur,” sagði Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss, eftir leik. „Þetta var kaflaskiptur leikur. Mér fannst við ívið betri í fyrri hálfleik en þær svona aðeins betri í þeim seinni. Við vorum klókar og pressuðum þær hátt og þær áttu í basli með að koma sér í færi.” „Við ætlum að vera þekktar fyrir að berjast sem lið og að reyna að spila fótbolta hvernig sem veðrið er. Stundum gengur það og stundum ekki. Við skoruðum 1-0. Frábær sigur.” Mikið var undir í dag þar sem ÍBV hefði rænt 4. sæti deildarinnar með sigri. „3 stig. Frábær 3 stig. Það sem ég er mest ánægður með er að við erum að stíga vel upp eftir síðasta leik sem var ekki okkar besti leikur þrátt fyrir sigur. Við erum á rönni núna og við ætlum að hlaupa meira,” sagði Alfreð að lokum.Jón Ólafur: Gerðum mistök sem reyndist dýrkeypt Jón Ólafur Daníelsson, þjálfari ÍBV, hafði hárrétt fyrir sér fyrir leik að leikurinn myndi vinnast á einu marki. „Það var eins og við ræddum fyrir leik, að þetta myndist ráðast á einu marki. Því miður gerðum við mistök í markinu sem reyndist dýrkeypt og að sama skapi jafn dýrkeypt að nýta ekki færin sem við fengum. Við fengum nóg af færum til að klára þennan leik.” Eyjastúlkur byrjuðu leikinn með vindi en náðu ekki að nýta sér byrinn. „Að vísu fengum við tvö mjög góð færi í fyrri hálfleik til að skora en við áttum að gera mikið betur í fyrri hálfleik. Við hefðum átt að geta sett mikið meiri pressu á þær og við vorum ekki nógu góðar í fyrri hálfleik.” „Ég veit ekki hvað gerðist. Við bara vorum aumar í fyrri hálfleik. Eins og þú segir þá gáfum við þeim alltof mikinn tíma á boltann og vorum ekki nægilega góðar í fyrri hálfleik.” „Við sköpuðum okkur allavega 3 færi til að skora, eitt algjört dauðafæri. Við skölluðum í slánna eftir hornspyrnu. Það sem hægt er að taka úr þessu er að leikmenn lögðu sig fram. Þetta var baráttuleikur eins og við var að búast. En því miður gerðum við mistök sem ollu því að við fengum á okkur þetta mark og við verðum bara að kyngja því,” sagði Jón Óli. Pepsi Max-deild kvenna
Eyjakonur hafa aðeins unnið einn heimaleik í sumar en geta komist upp fyrir Selfyssinga með sigri í leik liðanna á Hásteinsvelli í kvöld.Það var hávaðarok á Hásteinsvelli þegar ÍBV tók á móti Selfoss í Pepsi Max deild kvenna. Fyrir leik talaði Jón Ólafur Daníelsson, þjálfari ÍBV, um að þetta yrði hörkuleikur og að leikurinn myndi vinnast á einu marki. Eyjastúlkur hófu leikinn af krafti með vindinn í bakinu og áður en langt um leið höfðu Emma Rose Kelly og Cloé Lacasse báðar reynt á Kelsey Wys í marki Selfyssinga. En það var einungis mínútu eftir gott færi Cloé að heimastúlkur gerðu sig sekar um slæm mistök í vörninni sem varð þess valdandi að Barbára Sól Gísladóttir komst í gegn og skoraði framhjá Guðnýju Geirsdóttur í marki ÍBV. Sigríður Lára Garðarsdóttir var nálægt því að jafna metin eftir hálftíma leik en skalli hennar eftir hornspyrnu fór í þverslánna og þaðan yfir markið. ÍBV spiluðu illa úr sínum tækifærum en alltof margar sendingar fóru með vindinum og annað hvort útaf vellinum eða í hendur Kelsey. Þá var pressa þeirra ekki nægilega öflug og fengu Selfyssingar að spila út frá markmanni trekk í trekk og gerðu vel í að skapa góðar sóknir með boltann á jörðinni. Fátt var um alvöru tækifæri það sem eftir lifði hálfleiks og fóru gestirnir frá Selfossi með eins marks forustu inn í leikhlé. Skömmu eftir að síðari hálfleikur fór af stað fengu heimastúlkur líklega sitt besta tækifæri þegar Emma Rose komst ein gegn Kelsey í markinu en skot Emmu fór framhjá markinu. Mikil harka var í leiknum og mikið um að leikurinn stöðvaðist vegna leikbrota og fóru nokkur gul spjöld á loft. Selfoss fengu tvær aukaspyrnur í góðu skotfæri með stuttu millibili eftir um klukkustundar leik en báðar tilraunir slakar og framhjá markinu. Barbára var svo nálægt því að skora sitt annað mark þegar en skalli hennar fór í slánna og ÍBV komu boltanum burt í kjölfarið. Heimastúlkur reyndu eins og þær gátu að jafna leikinn undir lokin en alltaf vantaði gæði í síðustu sendingu eða skot sem varð til þess að að þegar dómari leiksins flautaði sitt síðasta gátu Selfyssingar fagnað vel og innilega. Niðurstaðan sterkur 0-1 sigur gestanna.Alfreð: Ætlum að hlaupa meira „Þetta var hörkuleikur,” sagði Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss, eftir leik. „Þetta var kaflaskiptur leikur. Mér fannst við ívið betri í fyrri hálfleik en þær svona aðeins betri í þeim seinni. Við vorum klókar og pressuðum þær hátt og þær áttu í basli með að koma sér í færi.” „Við ætlum að vera þekktar fyrir að berjast sem lið og að reyna að spila fótbolta hvernig sem veðrið er. Stundum gengur það og stundum ekki. Við skoruðum 1-0. Frábær sigur.” Mikið var undir í dag þar sem ÍBV hefði rænt 4. sæti deildarinnar með sigri. „3 stig. Frábær 3 stig. Það sem ég er mest ánægður með er að við erum að stíga vel upp eftir síðasta leik sem var ekki okkar besti leikur þrátt fyrir sigur. Við erum á rönni núna og við ætlum að hlaupa meira,” sagði Alfreð að lokum.Jón Ólafur: Gerðum mistök sem reyndist dýrkeypt Jón Ólafur Daníelsson, þjálfari ÍBV, hafði hárrétt fyrir sér fyrir leik að leikurinn myndi vinnast á einu marki. „Það var eins og við ræddum fyrir leik, að þetta myndist ráðast á einu marki. Því miður gerðum við mistök í markinu sem reyndist dýrkeypt og að sama skapi jafn dýrkeypt að nýta ekki færin sem við fengum. Við fengum nóg af færum til að klára þennan leik.” Eyjastúlkur byrjuðu leikinn með vindi en náðu ekki að nýta sér byrinn. „Að vísu fengum við tvö mjög góð færi í fyrri hálfleik til að skora en við áttum að gera mikið betur í fyrri hálfleik. Við hefðum átt að geta sett mikið meiri pressu á þær og við vorum ekki nógu góðar í fyrri hálfleik.” „Ég veit ekki hvað gerðist. Við bara vorum aumar í fyrri hálfleik. Eins og þú segir þá gáfum við þeim alltof mikinn tíma á boltann og vorum ekki nægilega góðar í fyrri hálfleik.” „Við sköpuðum okkur allavega 3 færi til að skora, eitt algjört dauðafæri. Við skölluðum í slánna eftir hornspyrnu. Það sem hægt er að taka úr þessu er að leikmenn lögðu sig fram. Þetta var baráttuleikur eins og við var að búast. En því miður gerðum við mistök sem ollu því að við fengum á okkur þetta mark og við verðum bara að kyngja því,” sagði Jón Óli.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti