Bandaríski leikarinn Cameron Boyce, sem lék til að mynda í Disney Channel myndunum Descendants og í þáttunum Jessie ásamt því að leika eitt barna Adam Sandler í Grown Ups myndunum, er látinn 20 ára að aldri.
Boyce fjölskyldan greindi ABC frá fregnunum í gær. Í yfirlýsingu fjölskyldunnar segir að Boyce hafi um tíma glímt við veikindi.
Cameron hóf leiklistarferil sinn níu ára gamall í hryllingsmyndinni Mirrors sem einnig skartaði Kiefer Sutherland og Paulu Patton.
Boyce hafði verið annt um góðgerðarmál undanfarin ár og hafði unnið að því að safna fé til byggingar á brunnum í afríkuríkinu Esvatíni og vann með fyrrum varaforseta Bandaríkjanna Joe Biden að góðgerðastarfi.
Disney barnastjarnan Cameron Boyce látin tvítug að aldri
Andri Eysteinsson skrifar

Mest lesið








Stormur fellur á prófinu
Gagnrýni

Skálað fyrir skíthræddri Unni
Menning

Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf
Tíska og hönnun