Erlent

Lýsir yfir neyðar­á­standi vegna jarð­skjálftanna

Sylvía Hall skrifar
Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu.
Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu. Vísir/Getty
Ríkisstjóri Kaliforníu, Gavin Newsom, hefur beðið íbúa að vera vakandi fyrir fleiri skjálftum í kjölfar þeirra sem riðu yfir svæðið síðustu daga. Þá hefur hann lýst yfir neyðarástandi en þetta kemur fram á vef The Guardian.

Jarðskjálftinn í nótt mældist 7,1 að stærð en um er að ræða stærsta skjálfta sem mælst hefur á svæðinu í tvo áratugi. Á fimmtudag mældist skjálfti af stærðinni 6,4 en eftirskjálftar hafa verið fleiri sex hundruð talsins, sá stærsti 5,5.

Engar fregnir af dauðsföllum hafa borist en töluvert tjón varð vegna skjálftanna. Viðbragðsaðilar meta nú tjónið en sprungur í byggingum og á vegum urðu vegna skjálftans og eitthvað var um vatnsleka og skemmdir á gasleiðslum.

Ríkisstjórinn þakkaði viðbragðsaðilum fyrir störf sín og sagði íbúa fylkisins þurfa að vera undirbúna fyrir næsta skjálfta.





Jarðskjálftafræðingurinn Lucy Jones segir vera um það bil tíu prósent líkur á því að skjálfti af stærðinni 7 muni ríða yfir fylkið á komandi viku. Þá væri líkurnar á skjálfta af stærðinni 5 að aukast og það væri nánast öruggt að íbúar myndu finna fyrir slíkum skjálfta á komandi dögum.

„Líkur eru á því að við séum að fara að sjá fleiri jarðskjálfta á næstu fimm árum en hefur verið síðustu fimm ár,“ segir Jones.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×