Erlent

Slitu útsendingunni og hurfu undir borð

Eiður Þór Árnason skrifar
Fréttamönnunum var greinilega brugðið.
Fréttamönnunum var greinilega brugðið. Skjáskot
Fréttamenn bandarísku CBS sjónvarpstöðvarinnar þorðu ekki öðru en að fara undir fréttaborðið í skyndi þegar stærsti jarðskjálfti sem skekið hefur Kaliforníu í tvo áratugi skall á í beinni útsendingu. Klukkan var 20:21 að staðartíma þegar myndverið sást byrja að skjálfa og skyndilega var tekin ákvörðun um að rjúfa útsendinguna.

Jarðskjálftinn sem mældist að stærðinni 7,1 skók suðurhluta Kaliforníu á vesturströnd Bandaríkjanna í nótt.

Skjálftamiðjan var á 900 metra dýpi í borginni Ridgecrest um 240km norðaustur af Los Angeles, stærstu borgar Kalíforníu. Áhrifa jarðskjálftans gætti víðar en í suðurhluta Kalíforníu en skjálftinn fannst til að mynda einnig í Las Vegas í Nevada og á landamærum Bandaríkjanna við Mexíkó.

Jarðskjálftafræðingurinn Dr. Lucy Jones, ráðgjafi borgarstjóra Los Angeles, sagði á blaðamannafundi að um væri að ræða skjálftahrinu en síðasta fimmtudag skók skjálfti sem mældist 6,4 svæðið. Þá hafa eftirskjálftar verið fjölmargir en sá stærsti í nótt mældist 5,5.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×