Höfða mál vegna hávaðasams hana Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. júlí 2019 21:11 Maurice ásamt eiganda sínum, Corinne Fesseau, á góðri stundu. Vísir/Getty Hávaðasamt hanagal varð kveikjan að undarlegum málaferlum sem nú standa yfir í Frakklandi. Eldri hjón hafa höfðað mál þar sem þau krefjast þess að eitthvað verði gert í háværu gali hanans Maurice í franska þorpinu Saint-Pierre-d‘Oléron. Hjónin saka Maurice um hljóðmengun, en hann býr í næsta húsi við heimili þeirra. Eigandi Maurice, Corinne Fesseau, segir hann einungis vera að gera það sem hönum er tamt, en eins og mörgum er kennt frá unga aldri þá eiga hanar það til að gala. Hvorki Maurice né hin kvartandi hjón voru viðstödd þegar réttur í bænum Rochefort tók málið fyrir í dag. Maurice hefur þó sterkt bakland, en stór hópur hænsnabænda var saman kominn fyrir utan dómshúsið til þess að sýna hananum stuðning. Hjónin, þau Jean-Louis Biron og Joëlle Andrieux, byggðu sér sumarhús í þorpinu Saint-Pierre-d'Oléron fyrir um 15 árum. Síðan þá hafa þau bæði hætt að vinna og fluttu alfarið í húsið, með það fyrir augum að njóta efri áranna í kyrrð og ró. Þau segja hins vegar að vandamál tengd „óþarflega hávaðasömu gali“ Maurice, hafi farið að láta á sér kræla fyrir um tveimur árum síðan. Þau hafi kvartað til eiganda Maurice, sem búið hefur í þorpinu í á fjórða tug ára. Það varð upphafið að deilunni um Maurice sem hefur ítrekað komist í fréttirnar í heimalandinu og stendur nú sem hæst, þar sem dómstólar taka málið fyrir. Fjölmiðlar í Frakklandi hafa margir velt því upp að málinu hafi tekist að fanga viðvarandi átök í Frakklandi, milli þeirra sem líta á landsbyggðina sem áfangastað í fríinu annars vegar, og þeirra sem raunverulega búa þar hins vegar. Dómsúrskurðar í máli Maurice er að vænta í september. Þá kemur í ljós hvort eitthvað þurfi að gera í hanagalinu. Dýr Frakkland Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Lúmsk einkenni D-vítamínskorts Heilsuvísir Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Lífið samstarf Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira
Hávaðasamt hanagal varð kveikjan að undarlegum málaferlum sem nú standa yfir í Frakklandi. Eldri hjón hafa höfðað mál þar sem þau krefjast þess að eitthvað verði gert í háværu gali hanans Maurice í franska þorpinu Saint-Pierre-d‘Oléron. Hjónin saka Maurice um hljóðmengun, en hann býr í næsta húsi við heimili þeirra. Eigandi Maurice, Corinne Fesseau, segir hann einungis vera að gera það sem hönum er tamt, en eins og mörgum er kennt frá unga aldri þá eiga hanar það til að gala. Hvorki Maurice né hin kvartandi hjón voru viðstödd þegar réttur í bænum Rochefort tók málið fyrir í dag. Maurice hefur þó sterkt bakland, en stór hópur hænsnabænda var saman kominn fyrir utan dómshúsið til þess að sýna hananum stuðning. Hjónin, þau Jean-Louis Biron og Joëlle Andrieux, byggðu sér sumarhús í þorpinu Saint-Pierre-d'Oléron fyrir um 15 árum. Síðan þá hafa þau bæði hætt að vinna og fluttu alfarið í húsið, með það fyrir augum að njóta efri áranna í kyrrð og ró. Þau segja hins vegar að vandamál tengd „óþarflega hávaðasömu gali“ Maurice, hafi farið að láta á sér kræla fyrir um tveimur árum síðan. Þau hafi kvartað til eiganda Maurice, sem búið hefur í þorpinu í á fjórða tug ára. Það varð upphafið að deilunni um Maurice sem hefur ítrekað komist í fréttirnar í heimalandinu og stendur nú sem hæst, þar sem dómstólar taka málið fyrir. Fjölmiðlar í Frakklandi hafa margir velt því upp að málinu hafi tekist að fanga viðvarandi átök í Frakklandi, milli þeirra sem líta á landsbyggðina sem áfangastað í fríinu annars vegar, og þeirra sem raunverulega búa þar hins vegar. Dómsúrskurðar í máli Maurice er að vænta í september. Þá kemur í ljós hvort eitthvað þurfi að gera í hanagalinu.
Dýr Frakkland Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Lúmsk einkenni D-vítamínskorts Heilsuvísir Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Lífið samstarf Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira