Gæti stefnt í mjög gott sumar í Eystri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 5. júlí 2019 09:00 Eystri Rangá er að gefa fína veiði þessa dagana. Mynd: www.ranga.is Veiðin í Eystri Rangá hefur verið mjög góð á tímabilinu og það er því að þakka að aukið var í sleppningar og virðist árangurinn af því vera að skila sér. Heildarveiðin í ánni er 235 laxar það sem af er sem er afar góð veiði því Eystri Rangá fer yfirleitt ekki á fullt fyrr en um eða eftir miðjan júlí. Til samanburðar á veiðitölum þá er þetta á pari við veiðina í ánni 2008 sem var frábært ár en þá veiðddust um 7000 laxar. Miðað við það líf sem er að sjá á neðri svæðunum og sem virðist sýna umtalsvert magn af laxi vera að ganga þá er von að veiðimenn séu að spyrja sig hvort annað eins sumar og 2007 þegar það veiddust 7.473 laxar en þá á sama tíma voru ekki komnir nema 4 laxar á land. Sumarið 2008 veiddust 7.013 laxar og í byrjun júlí voru ekki komnir nema 66 laxar á land svo það er öll teikn á lofti um að það sé eitthvað gott í vændum. Mest lesið 8408 laxar komnir úr Ytri Rangá Veiði Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði SVFR: Færri sækja um Elliðaárnar Veiði Miðfjarðará fer nokkuð örugglega yfir 5.000 laxa Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Veiðisvæðin kennd við ION opnuðu í gær Veiði 18 punda risalax úr Ölfusá Veiði Fjögurra ára að æfa fluguköst Veiði
Veiðin í Eystri Rangá hefur verið mjög góð á tímabilinu og það er því að þakka að aukið var í sleppningar og virðist árangurinn af því vera að skila sér. Heildarveiðin í ánni er 235 laxar það sem af er sem er afar góð veiði því Eystri Rangá fer yfirleitt ekki á fullt fyrr en um eða eftir miðjan júlí. Til samanburðar á veiðitölum þá er þetta á pari við veiðina í ánni 2008 sem var frábært ár en þá veiðddust um 7000 laxar. Miðað við það líf sem er að sjá á neðri svæðunum og sem virðist sýna umtalsvert magn af laxi vera að ganga þá er von að veiðimenn séu að spyrja sig hvort annað eins sumar og 2007 þegar það veiddust 7.473 laxar en þá á sama tíma voru ekki komnir nema 4 laxar á land. Sumarið 2008 veiddust 7.013 laxar og í byrjun júlí voru ekki komnir nema 66 laxar á land svo það er öll teikn á lofti um að það sé eitthvað gott í vændum.
Mest lesið 8408 laxar komnir úr Ytri Rangá Veiði Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði Blanda komin í 3561 lax Veiði SVFR: Færri sækja um Elliðaárnar Veiði Miðfjarðará fer nokkuð örugglega yfir 5.000 laxa Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Þrjár vikur í rjúpnaveiðina Veiði Veiðisvæðin kennd við ION opnuðu í gær Veiði 18 punda risalax úr Ölfusá Veiði Fjögurra ára að æfa fluguköst Veiði