Aðeins einn býðst til að bæta veginn til Borgarfjarðar eystra Kristján Már Unnarsson skrifar 4. júlí 2019 16:43 Frá vegagerð um Njarðvík í síðustu viku en víkin er milli Vatnsskarðs og Borgarfjarðar. Vísir/Vilhelm. Aðeins eitt tilboð barst í endurbætur á 8,8 kílómetra löngum kafla Borgarfjarðarvegar um Vatnsskarð eystra en tilboðsfrestur Vegagerðarinnar rann út í gær. Tilboðið er frá Héraðsverki á Egilsstöðum og hljóðar upp á 300,4 milljónir króna. Það reyndist 33% yfir áætluðum verktakakostnaði, sem er upp á 225,9 milljónir króna. Verkið er liður í uppbyggingu þjóðvegarins til Borgarfjarðar eystra og lagningu bundins slitlags þangað. Samkvæmt útboðslýsingu skal þessum verkhluta að fullu lokið fyrir 1. ágúst 2020. Héraðsverk vinnur þessa dagana að endurbyggingu 4,8 kílómetra kafla frá Ytri Hvannagilsá í Njarðvík og um Njarðvíkurskriður að Landsenda á Borgarfirði eystra. Þær framkvæmdir hófust í nóvemberlok í fyrra og á þeim að vera lokið fyrir 1. september í haust.Gerð nýs vegar um Njarðvíkurskriður er langt komin en myndin var tekin í síðustu viku. Framundan er að klæða veginn bundnu slitlagi.Vísir/Vilhelm.Þegar tilboð voru opnuð í Njarðvíkurskriðurnar í fyrrahaust átti Héraðsverks lægra boðið af tveimur, upp á 249 milljónir króna, eða 23% yfir 203 milljóna króna kostnaðaráætlun. Hitt tilboðið var frá Þ.S. verktökum á Egilsstöðum, upp á 286 milljónir króna, sem var 41% yfir kostnaðaráætlun. Vegagerðin samdi þá við Héraðsverk á grundvelli tilboðs þess. Íbúar Borgarfjarðar þrýstu á framkvæmdir með aðgerðum sem vöktu landsathygli í fyrra, hófu sjálfir að steypa veginn um Njarðvíkurskriður og söfnuðu síðan undirskriftum frá 2.500 Austfirðingum, sem afhentar voru samgönguráðherra. Þegar þessum tveimur verkum lýkur verður eftir aðeins einn malarkafli á leiðinni milli Egilsstaða og Bakkagerðis, 14 kílómetra kafli um Hjaltastaðaþinghá norðan Eiða. Íbúar Borgarfjarðar eystri eru nú 77 talsins, samkvæmt manntali Hagstofunnar. Af þeim eru aðeins þrjú börn yngri en 18 ára.Dyrfjöll gnæfa yfir Borgarfirði eystra.Vísir/Vilhelm. Borgarfjörður eystri Samgöngur Tengdar fréttir Íbúarnir mótmæltu með því að hefja malbikunarframkvæmdir Nánast allir íbúar á Borgarfirði eystri mótmæltu í dag og hófu malbikunarframkvæmdir á malarveginum sem liggur frá plássinu og í næsta þéttbýliskjarna, Egilsstaði. 19. febrúar 2018 19:45 Skoruðu á Sigurð Inga að laga þriggja kílómetra kafla á Borgarfjarðarvegi Leyfa sér að vera hóflega bjartsýn eftir fundinn. 16. mars 2018 22:15 Svona skiptast milljarðarnir sem fara aukalega í vegina Grindavíkurvegur, Dettifossvegur og Borgarfjörður eystri eru meðal þeirra sem njóta góðs af fjögurra milljarða króna viðbótarfé, sem ríkisstjórnin ákvað að verja til vegagerðar í ár. 17. maí 2018 21:30 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Aðeins eitt tilboð barst í endurbætur á 8,8 kílómetra löngum kafla Borgarfjarðarvegar um Vatnsskarð eystra en tilboðsfrestur Vegagerðarinnar rann út í gær. Tilboðið er frá Héraðsverki á Egilsstöðum og hljóðar upp á 300,4 milljónir króna. Það reyndist 33% yfir áætluðum verktakakostnaði, sem er upp á 225,9 milljónir króna. Verkið er liður í uppbyggingu þjóðvegarins til Borgarfjarðar eystra og lagningu bundins slitlags þangað. Samkvæmt útboðslýsingu skal þessum verkhluta að fullu lokið fyrir 1. ágúst 2020. Héraðsverk vinnur þessa dagana að endurbyggingu 4,8 kílómetra kafla frá Ytri Hvannagilsá í Njarðvík og um Njarðvíkurskriður að Landsenda á Borgarfirði eystra. Þær framkvæmdir hófust í nóvemberlok í fyrra og á þeim að vera lokið fyrir 1. september í haust.Gerð nýs vegar um Njarðvíkurskriður er langt komin en myndin var tekin í síðustu viku. Framundan er að klæða veginn bundnu slitlagi.Vísir/Vilhelm.Þegar tilboð voru opnuð í Njarðvíkurskriðurnar í fyrrahaust átti Héraðsverks lægra boðið af tveimur, upp á 249 milljónir króna, eða 23% yfir 203 milljóna króna kostnaðaráætlun. Hitt tilboðið var frá Þ.S. verktökum á Egilsstöðum, upp á 286 milljónir króna, sem var 41% yfir kostnaðaráætlun. Vegagerðin samdi þá við Héraðsverk á grundvelli tilboðs þess. Íbúar Borgarfjarðar þrýstu á framkvæmdir með aðgerðum sem vöktu landsathygli í fyrra, hófu sjálfir að steypa veginn um Njarðvíkurskriður og söfnuðu síðan undirskriftum frá 2.500 Austfirðingum, sem afhentar voru samgönguráðherra. Þegar þessum tveimur verkum lýkur verður eftir aðeins einn malarkafli á leiðinni milli Egilsstaða og Bakkagerðis, 14 kílómetra kafli um Hjaltastaðaþinghá norðan Eiða. Íbúar Borgarfjarðar eystri eru nú 77 talsins, samkvæmt manntali Hagstofunnar. Af þeim eru aðeins þrjú börn yngri en 18 ára.Dyrfjöll gnæfa yfir Borgarfirði eystra.Vísir/Vilhelm.
Borgarfjörður eystri Samgöngur Tengdar fréttir Íbúarnir mótmæltu með því að hefja malbikunarframkvæmdir Nánast allir íbúar á Borgarfirði eystri mótmæltu í dag og hófu malbikunarframkvæmdir á malarveginum sem liggur frá plássinu og í næsta þéttbýliskjarna, Egilsstaði. 19. febrúar 2018 19:45 Skoruðu á Sigurð Inga að laga þriggja kílómetra kafla á Borgarfjarðarvegi Leyfa sér að vera hóflega bjartsýn eftir fundinn. 16. mars 2018 22:15 Svona skiptast milljarðarnir sem fara aukalega í vegina Grindavíkurvegur, Dettifossvegur og Borgarfjörður eystri eru meðal þeirra sem njóta góðs af fjögurra milljarða króna viðbótarfé, sem ríkisstjórnin ákvað að verja til vegagerðar í ár. 17. maí 2018 21:30 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Íbúarnir mótmæltu með því að hefja malbikunarframkvæmdir Nánast allir íbúar á Borgarfirði eystri mótmæltu í dag og hófu malbikunarframkvæmdir á malarveginum sem liggur frá plássinu og í næsta þéttbýliskjarna, Egilsstaði. 19. febrúar 2018 19:45
Skoruðu á Sigurð Inga að laga þriggja kílómetra kafla á Borgarfjarðarvegi Leyfa sér að vera hóflega bjartsýn eftir fundinn. 16. mars 2018 22:15
Svona skiptast milljarðarnir sem fara aukalega í vegina Grindavíkurvegur, Dettifossvegur og Borgarfjörður eystri eru meðal þeirra sem njóta góðs af fjögurra milljarða króna viðbótarfé, sem ríkisstjórnin ákvað að verja til vegagerðar í ár. 17. maí 2018 21:30