Stuðningur við breska Verkamannaflokkinn ekki minni í tíu ár Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2019 12:19 Corbyn hefur undanfarið krafist nýrra kosninga til að greiða úr Brexit-flækjunni. Óvíst er að flokkur hans kæmi vel út úr þeim ef marka má stöðuna nú. Vísir/EPA Verkamannaflokkur Jeremys Corbyn mælist nú aðeins fjórði stærsti stjórnmálaflokkur Bretlands í nýrri skoðanakönnun Yougov og dagblaðsins The Times. Tæplega fimmti hver svarandi segist ætla að kjósa flokkinn og hefur fylgi hans ekki mælst minna frá því að hann var í ríkisstjórn og glímdi við fjármálakreppuna. Þrátt fyrir mánaðalangan vandræðagang á ríkisstjórn Íhaldsflokksins vegna útgöngunnar úr Evrópusambandinu hefur stuðningur við Verkamannaflokkinn dregist verulega saman. Íhaldsflokkurinn mælist með 24% stuðning í könnuninni og nýstofnaði Brexit-flokkurinn fær 23%. Frjálslyndir demókratar mælast með 20% fylgi, tveimur prósentustigum meira en Verkamannaflokkur Corbyn. Fylgi Verkamannaflokksins hefur aðeins einu sinni mælst 18%. Það var í maí árið 2009 þegar flokkurinn hafði verið við völd í tólf ár og ríkisstjórn Gordons Brown glímdi við fjármálakreppuna sem þá gekk yfir heimsbyggðina. Jon Ashworth, skuggaheilbrigðisráðherra Verkmannaflokksins, segir að yrði niðurstöður næstu kosninga í samræmi við könnunina yrði það stóráfall fyrir flokkinn. „Ég trúi ekki að þetta yrðu úrslitin í þingkosningum,“ segir hann.Innan við fjórðungur telur Corbyn hæfan leiðtoga Í tíð Corbyn leiðtoga hefur flokknum mistekist að nýta sér vandræðagang ríkisstjórnarinnar í kringum fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Í könnun Yougov kemur fram að 57% þeirra sem kusu flokkinn í þingkosningunum árið 2017 ætli sér að kjósa aðra flokka næst. Corbyn hefur neitað að setja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um útgönguna á stefnuskrána þrátt fyrir þrýsting margra úr eigin flokki. Þá hefur flokkurinn verið plagaður af ásökunum um gyðingaandúð í tíð hans. Um fjórðungur þeirra sem greiddu atkvæði með því að Bretland yrði um kyrrt í þjóðaratkvæðagreiðslunni árið 2016 segjast nú styðja Verkamannaflokkinn. Hlutfallið hefur hríðlækkað úr 40% í apríl og 48% í byrjun árs. Aðeins 8% þeirra sem kusu með útgöngunni styðja flokkinn.Fréttastofa Sky-sjónvarpsstöðvarinnar segir að önnur skoðanakönnun sem gerð var fyrir Evening Standard í vikunni hafi leitt í ljós að Corbyn njóti minni persónufylgis en báðir frambjóðendurnir í leiðtogavali Íhaldsflokksins, Boris Johnson og Jeremy Hunt, og Nigel Farage, leiðtogi Brexit-flokksins. Innan við fjórðungur svarenda taldi Corbyn hæfan leiðtoga. Bretland Brexit Tengdar fréttir Corbyn vill kosningar Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, segir Theresu May, forsætisráðherra, hafa tekið rétta ákvörðun. Hún tilkynnti í morgun að hún myndi hætta sem leiðtogi Íhaldsflokksins þann 7. júní og að nýr leiðtogi yrði valinn. 24. maí 2019 12:26 Brexit-flokkurinn sigurvegari Evrópuþingskosninga í Bretlandi Hinn nýstofnaði Brexit-flokkur Nigel Farage virðist vera sigurvegari Evrópuþingskosninganna í Bretlandi en þegar tilkynntar hafa verið niðurstöður kosninga um 64 af 73 Evrópuþingssætum Bretlands hafa Brexit-menn tryggt sér 28 þingsæti með 32% greiddra atkvæða. 27. maí 2019 08:30 Corbyn kallar eftir rannsókn á tildrögum fréttar um heilsufar sitt Jeremy Corbyn, formaður breska Verkamannaflokksins, hefur kallað eftir opinberri rannsókn á tildrögum fréttar sem birtist í dagblaðinu The Times um að hann sé of veikburða til að gegna embætti forsætisráðherra Bretlands. 2. júlí 2019 07:48 Rannsaka gyðingahatur innan Verkamannaflokksins Samtök gegn gyðingahatri höfðu kvartað undan því að Verkamannaflokkurinn bryti jafnréttislög. 28. maí 2019 12:26 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Verkamannaflokkur Jeremys Corbyn mælist nú aðeins fjórði stærsti stjórnmálaflokkur Bretlands í nýrri skoðanakönnun Yougov og dagblaðsins The Times. Tæplega fimmti hver svarandi segist ætla að kjósa flokkinn og hefur fylgi hans ekki mælst minna frá því að hann var í ríkisstjórn og glímdi við fjármálakreppuna. Þrátt fyrir mánaðalangan vandræðagang á ríkisstjórn Íhaldsflokksins vegna útgöngunnar úr Evrópusambandinu hefur stuðningur við Verkamannaflokkinn dregist verulega saman. Íhaldsflokkurinn mælist með 24% stuðning í könnuninni og nýstofnaði Brexit-flokkurinn fær 23%. Frjálslyndir demókratar mælast með 20% fylgi, tveimur prósentustigum meira en Verkamannaflokkur Corbyn. Fylgi Verkamannaflokksins hefur aðeins einu sinni mælst 18%. Það var í maí árið 2009 þegar flokkurinn hafði verið við völd í tólf ár og ríkisstjórn Gordons Brown glímdi við fjármálakreppuna sem þá gekk yfir heimsbyggðina. Jon Ashworth, skuggaheilbrigðisráðherra Verkmannaflokksins, segir að yrði niðurstöður næstu kosninga í samræmi við könnunina yrði það stóráfall fyrir flokkinn. „Ég trúi ekki að þetta yrðu úrslitin í þingkosningum,“ segir hann.Innan við fjórðungur telur Corbyn hæfan leiðtoga Í tíð Corbyn leiðtoga hefur flokknum mistekist að nýta sér vandræðagang ríkisstjórnarinnar í kringum fyrirhugaða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Í könnun Yougov kemur fram að 57% þeirra sem kusu flokkinn í þingkosningunum árið 2017 ætli sér að kjósa aðra flokka næst. Corbyn hefur neitað að setja aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um útgönguna á stefnuskrána þrátt fyrir þrýsting margra úr eigin flokki. Þá hefur flokkurinn verið plagaður af ásökunum um gyðingaandúð í tíð hans. Um fjórðungur þeirra sem greiddu atkvæði með því að Bretland yrði um kyrrt í þjóðaratkvæðagreiðslunni árið 2016 segjast nú styðja Verkamannaflokkinn. Hlutfallið hefur hríðlækkað úr 40% í apríl og 48% í byrjun árs. Aðeins 8% þeirra sem kusu með útgöngunni styðja flokkinn.Fréttastofa Sky-sjónvarpsstöðvarinnar segir að önnur skoðanakönnun sem gerð var fyrir Evening Standard í vikunni hafi leitt í ljós að Corbyn njóti minni persónufylgis en báðir frambjóðendurnir í leiðtogavali Íhaldsflokksins, Boris Johnson og Jeremy Hunt, og Nigel Farage, leiðtogi Brexit-flokksins. Innan við fjórðungur svarenda taldi Corbyn hæfan leiðtoga.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Corbyn vill kosningar Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, segir Theresu May, forsætisráðherra, hafa tekið rétta ákvörðun. Hún tilkynnti í morgun að hún myndi hætta sem leiðtogi Íhaldsflokksins þann 7. júní og að nýr leiðtogi yrði valinn. 24. maí 2019 12:26 Brexit-flokkurinn sigurvegari Evrópuþingskosninga í Bretlandi Hinn nýstofnaði Brexit-flokkur Nigel Farage virðist vera sigurvegari Evrópuþingskosninganna í Bretlandi en þegar tilkynntar hafa verið niðurstöður kosninga um 64 af 73 Evrópuþingssætum Bretlands hafa Brexit-menn tryggt sér 28 þingsæti með 32% greiddra atkvæða. 27. maí 2019 08:30 Corbyn kallar eftir rannsókn á tildrögum fréttar um heilsufar sitt Jeremy Corbyn, formaður breska Verkamannaflokksins, hefur kallað eftir opinberri rannsókn á tildrögum fréttar sem birtist í dagblaðinu The Times um að hann sé of veikburða til að gegna embætti forsætisráðherra Bretlands. 2. júlí 2019 07:48 Rannsaka gyðingahatur innan Verkamannaflokksins Samtök gegn gyðingahatri höfðu kvartað undan því að Verkamannaflokkurinn bryti jafnréttislög. 28. maí 2019 12:26 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Corbyn vill kosningar Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, segir Theresu May, forsætisráðherra, hafa tekið rétta ákvörðun. Hún tilkynnti í morgun að hún myndi hætta sem leiðtogi Íhaldsflokksins þann 7. júní og að nýr leiðtogi yrði valinn. 24. maí 2019 12:26
Brexit-flokkurinn sigurvegari Evrópuþingskosninga í Bretlandi Hinn nýstofnaði Brexit-flokkur Nigel Farage virðist vera sigurvegari Evrópuþingskosninganna í Bretlandi en þegar tilkynntar hafa verið niðurstöður kosninga um 64 af 73 Evrópuþingssætum Bretlands hafa Brexit-menn tryggt sér 28 þingsæti með 32% greiddra atkvæða. 27. maí 2019 08:30
Corbyn kallar eftir rannsókn á tildrögum fréttar um heilsufar sitt Jeremy Corbyn, formaður breska Verkamannaflokksins, hefur kallað eftir opinberri rannsókn á tildrögum fréttar sem birtist í dagblaðinu The Times um að hann sé of veikburða til að gegna embætti forsætisráðherra Bretlands. 2. júlí 2019 07:48
Rannsaka gyðingahatur innan Verkamannaflokksins Samtök gegn gyðingahatri höfðu kvartað undan því að Verkamannaflokkurinn bryti jafnréttislög. 28. maí 2019 12:26