Aron mun á næstu dögum halda út til Ungverjaland og skoða þar aðstæður hjá félaginu. Lítist honum vel á og samningur milli hans og félagsins munu nást, gengur hann í raðir félagsins.
Úljpest endaði í fimmta sæti ungversku deildarinnar á síðustu leiktíð en er stórt lið á ungverskum mælikvarða og hefur margsinnis orðið ungverskur meistari.
Blikinn hefur farið á kostum á leiktíðinni og verið frábær í liði Blika sem er í öðru sæti Pepsi Max-deildarinnar er ellefu umferðir eru búnar af mótinu.