Það er mat lögreglunnar á Vesturlandi að telja megi að ástand sé að verða svipað og í venjulegu tíðarfari. Óvissustigi vegna hættu á gróðureldum á Vesturlandi var lýst yfir 11. júní síðastliðinn vegna langvarandi þurrka.

Sama áhætta er á gróðureldum á höfuðborgarsvæðinu og í dreifbýli vegna veðursældar, meiri gróðurs og þurrkatíðar. Aðstoðarslökkviliðsstjóri segir að huga þurfi að brunahólfum sem koma í veg fyrir að eldur breiðist út. Varlega þurfi að fara með allan opinn eld.
Svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Vesturlandi segir vel athugandi að Vegagerðin, í samráði við Skorradalshrepp, útbúi athafnasvæði, eða snúningsvæði fyrir slökkvilið og slökkvibíla á svæðinu, en að það sé ekki í kortunum eins og staðan sé núna.
Veðurfræðingur segir möguleika á verulegri úrkomu vestan lands eftir helgi.