Umfjöllun og viðtöl: Valur - Breiðablik 2-2 | Endurkoma Blika og liðin enn jöfn að stigum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. júlí 2019 22:00 Breiðablik lenti 2-0 undir gegn Val í uppgjöri toppliðanna í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld en kom til baka og bjargaði stigi. Lokatölur 2-2. Liðin eru því enn jöfn að stigum en þau unnu bæði fyrstu sjö deildarleiki sína á tímabilinu. Valur heldur enn sæti sínu á toppnum sökum betri markatölu. Blikar byrjuðu betur og Agla María Albertsdóttir fékk tvö færi í upphafi leiks. Valskonur voru þó fljótar að ná áttum og eftir talsverða pressu frá heimakonum kom Margrét Lára Viðarsdóttir þeim yfir eftir sendingu Fanndísar Friðriksdóttur. Sú síðarnefnda var frábær í fyrri hálfleik og Blikavörnin réði lítið sem ekkert við hana. Á 26. mínútu átti Fanndís góðan sprett og kom boltanum yfir til hægri á Hlín Eiríksdóttur. Hún setti boltann yfir á vinstri fótinn og lét vaða fyrir utan vítateig. Boltinn fór af Kristínu Dís Árnadóttur, varnarmanni Blika, og í netið. Skömmu síðar fékk Hlín upplagt færi en skaut framhjá. Þegar sex mínútur voru til hálfleiks minnkaði Berglind Björg Þorvaldsdóttir muninn þegar hún batt endahnútinn á frábæra sókn Blika. Staðan í hálfleik var 2-1, Valskonum í vil. Breiðablik byrjaði seinni hálfleikinn eins og þann fyrri og fékk tvö færi til að jafna. Þau nýttust ekki og smám saman fór mesti krafturinn úr gestunum. Skiptingarnar sem Þorsteinn Halldórsson gerði hleyptu hins vegar nýju lífi í Blika. Og þegar þrjár mínútur voru eftir jafnaði Alexandra Jóhannsdóttir metin með skoti af stuttu færi. Markið hefði þó ekki átt að standa vegna rangstöðu. Fleiri urðu mörkin ekki og niðurstaðan 2-2 sem Blikar geta verið mjög sáttir með miðað við gang leiksins.Fanndís var besti maður vallarins, sérstaklega í fyrri hálfleik.vísir/báraAf hverju varð jafntefli? Fyrri hálfleikurinn var mjög fjörugur. Breiðablik byrjaði og endaði hálfleikinn betur en í millitíðinni var Valur miklu sterkari og kom vörn gestanna í vandræði sem hún lendir ekki oft í. Mark Berglindar undir lok fyrri hálfleiks breytti hins vegar öllu og Blikar mættu af krafti til leiks eftir hlé. Jöfnunarmarkið lét bíða eftir sér en gestirnir héldu alltaf áfram og virtust eiga meira eftir á lokasprettinum. Þá þurfti Valur að gera skiptingar vegna meiðsla og við það riðlaðist leikur liðsins.Hverjar stóðu upp úr? Fanndís var mögnuð í fyrri hálfleik og gerði sínum gömlu samherjum lífið leitt. Hún lagði upp bæði mörk Vals og ógnaði auk þess sjálf með skotum. Hlín var einnig öflug á hægri kantinum og heldur áfram að skila mörkum fyrir Valsliðið. Berglind lét lítið fyrir sér fara framan af leik en hrökk í gang undir lok fyrri hálfleiks. Hún skoraði og var svo nálægt því að bæta öðru marki við skömmu seinna. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir byrjaði á bekknum vegna smávægilegra meiðsla en átti góða innkomu. Samhliða því að hún var sett inn á færði Þorsteinn Alexöndru framar á völlinn. Hún var meira áberandi eftir það og skoraði svo jöfnunarmarkið.Hvað gekk illa? Vörn Blika var ólík sjálfri sér í fyrri hálfleik. Talsvert óöryggi var yfir leik gestanna og þeir vörðust ekki jafn vel og þeir gera allajafna. Heiðdís Lillýjardóttir gerði sig t.a.m. seka um slæm mistök í fyrra markinu þegar hún missti boltann undir sig. Landsliðsmarkverðirnir Sonný Lára Þráinsdóttir og Sandra Sigurðardóttir voru ekki upp á sitt besta í kvöld. Sonný gat lítið gert í mörkum Vals en virkaði frekar óörugg. Hún varði þó vel frá Margréti Láru snemma í seinni hálfleik. Sandra hefði átt að hirða fyrirgjöf Ástu Eirar Árnadóttur í fyrra marki Breiðabliks og skömmu síðar missti hún skot Berglindar frá sér og var heppin að Blikar gerðu sér ekki mat úr því.Hvað gerist næst? Á mánudaginn fara Valskonur til Keflavíkur og mæta þar nýliðunum í lokaleik sínum í fyrri umferðinni. Degi síðar fá Blikar Fylkiskonur í heimsókn.Alexandra skoraði jöfnunarmark Breiðabliks.vísir/báraAlexandra: Markið hjá Berglindi gaf okkur auka kraft „Það var gríðarlega sterkt að koma til baka. Það eru ekkert allir sem gera það eftir að hafa lent 2-0 undir gegn liði eins og Val. Þetta var fínt,“ sagði Alexandra Jóhannsdóttir, hetja Breiðabliks í toppslagnum gegn Val í kvöld. Valur komst í 2-0 en Berglind Björg Þorvaldsdóttir minnkaði muninn undir lok fyrri hálfleiks. Þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum skoraði Alexandra svo jöfnunarmark Breiðabliks. Lokatölur 2-2. „Ég myndi segja að þetta sé unnið stig miðað við að við lentum 2-0 undir. En við förum í alla leiki til að vinna og erum kannski ekki alveg nógu sáttar með eitt stig. En við tökum það frekar en ekki neitt,“ sagði Alexandra. Hún kvaðst sátt með spilamennsku Breiðabliks í seinni hálfleiknum en í þeim fyrri átti liðið undir högg að sækja á löngum köflum. „Seinni hálfleikur var jafn. Þær voru meira með boltann en við fengum fleiri færi. Mér fannst nokkuð sanngjarnt að við skoruðum í lokin,“ sagði Alexandra. Hún bætti við að mark Berglindar undir lok fyrri hálfleiks hafi gefið Blikum byr undir báða vængi. „Það skipti gríðarlega miklu máli og gaf okkur auka kraft. Við komum af krafti inn í seinni hálfleik og fengum strax tvö færi. Markið hjá Berglindi gaf okkur mikinn kraft.“Stelpurnar hans Péturs eru enn á toppi deildarinnar.vísir/báraPétur: Vona að þetta hafi verið réttur dómur Pétur Pétursson, þjálfari Vals, var ósáttur að hafa náð að klára leikinn gegn Breiðabliki í kvöld. Valskonur komust 2-0 yfir í fyrri hálfleik en Blikar jöfnuðu og björguðu stigi. „Við vorum komnar í góða stöðu og auðvitað er þetta blóðugt. En við vorum að spila við Íslands- og bikarmeistaranna og fannst við mjög góðar,“ sagði Pétur. Eftir góða byrjun Breiðabliks á leiknum tók Valur völdin á vellinum eftir um tíu mínútur og náði tveggja marka forskoti. „Við spiluðum þennan leik mjög vel. Þetta riðlaðist aðeins þegar leikmenn meiddust um miðjan seinni hálfleik. En þetta var skemmtilegur fótboltaleikur tveggja góðra liða,“ sagði Pétur. Jöfnunarmark Blika kom þegar skammt var eftir af leiknum. Sterkur rangstöðufnykur var af markinu. „Stelpurnar vilja meina að þetta hafi verið rangstaða en ég hef ekki hugmynd um það. Ég vona bara að þetta hafi rétt,“ sagði Pétur. Hann vildi ekki gera of mikið úr þýðingu leiksins, þótt þar hafi tvö efstu lið deildarinnar mæst. „Þetta voru þrjú stig í boði í 8. umferð og það er eitt stig á lið. Svo höldum við áfram,“ sagði Pétur að lokum.Þorsteinn kvaðst sáttur með stigið sem Blikar fóru með heim í Kópavoginn.vísir/báraÞorsteinn: Fáum á kjaftinn í næsta leik ef við hugsum um þetta sem úrslitaleik „Eftir að hafa lent 2-0 undir gegn góðu liði Vals er ég sáttur með stigið,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, eftir toppslaginn gegn Val í kvöld. Blikar byrjuðu leikinn af krafti en smám saman náðu Valskonur yfirhöndinni og voru mun sterkari aðilinn lengst af í fyrri hálfleik. „Liðið varð fyrir áfalli. Mörkin voru klaufaleg og það tók tíma að vinna sig út úr því. En síðustu 7-8 mínúturnar í fyrri hálfleik voru góðar. Ég var ánægður með byrjunina og endinn á fyrri hálfleik en það kom nokkuð langur kafli þar sem við vorum óöruggar með boltann. Það lagaðist í seinni hálfleik,“ sagði Þorsteinn. „Við vorum öruggari, pressuðum betur og leystum stöðuna einn á móti einum betur í vörninni. Heilt yfir fannst mér við sterkari í seinni hálfleik.“ Jöfnunarmarkið lét bíða eftir sér en kom á endanum. Þorsteinn fannst Blikar alltaf líklegir til að jafna. „Allan tímann. Við vorum alltaf líklegir og komumst í góðar stöður nálægt markinu þeirra. Þetta var bara spurning um að ein sending myndi heppnast og sem betur fer gerðist það,“ sagði Þorsteinn. Líkt og kollegi hans hjá Val, Pétur Pétursson, steig Þorsteinn varlega til jarðar aðspurður um þýðingu úrslita kvöldsins fyrir toppbaráttuna. „Þetta heldur bara áfram. Ef við ætlum að hugsa um að þetta hafi verið úrslitaleikur fáum við á kjaftinn í næsta leik. Við þurfum að bera virðingu fyrir næstu andstæðingum og mæta eins alvöru lið til leiks. Eina sem við spáum í er að fá þrjú stig í næsta leik,“ sagði Þorsteinn. Pepsi Max-deild kvenna
Breiðablik lenti 2-0 undir gegn Val í uppgjöri toppliðanna í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld en kom til baka og bjargaði stigi. Lokatölur 2-2. Liðin eru því enn jöfn að stigum en þau unnu bæði fyrstu sjö deildarleiki sína á tímabilinu. Valur heldur enn sæti sínu á toppnum sökum betri markatölu. Blikar byrjuðu betur og Agla María Albertsdóttir fékk tvö færi í upphafi leiks. Valskonur voru þó fljótar að ná áttum og eftir talsverða pressu frá heimakonum kom Margrét Lára Viðarsdóttir þeim yfir eftir sendingu Fanndísar Friðriksdóttur. Sú síðarnefnda var frábær í fyrri hálfleik og Blikavörnin réði lítið sem ekkert við hana. Á 26. mínútu átti Fanndís góðan sprett og kom boltanum yfir til hægri á Hlín Eiríksdóttur. Hún setti boltann yfir á vinstri fótinn og lét vaða fyrir utan vítateig. Boltinn fór af Kristínu Dís Árnadóttur, varnarmanni Blika, og í netið. Skömmu síðar fékk Hlín upplagt færi en skaut framhjá. Þegar sex mínútur voru til hálfleiks minnkaði Berglind Björg Þorvaldsdóttir muninn þegar hún batt endahnútinn á frábæra sókn Blika. Staðan í hálfleik var 2-1, Valskonum í vil. Breiðablik byrjaði seinni hálfleikinn eins og þann fyrri og fékk tvö færi til að jafna. Þau nýttust ekki og smám saman fór mesti krafturinn úr gestunum. Skiptingarnar sem Þorsteinn Halldórsson gerði hleyptu hins vegar nýju lífi í Blika. Og þegar þrjár mínútur voru eftir jafnaði Alexandra Jóhannsdóttir metin með skoti af stuttu færi. Markið hefði þó ekki átt að standa vegna rangstöðu. Fleiri urðu mörkin ekki og niðurstaðan 2-2 sem Blikar geta verið mjög sáttir með miðað við gang leiksins.Fanndís var besti maður vallarins, sérstaklega í fyrri hálfleik.vísir/báraAf hverju varð jafntefli? Fyrri hálfleikurinn var mjög fjörugur. Breiðablik byrjaði og endaði hálfleikinn betur en í millitíðinni var Valur miklu sterkari og kom vörn gestanna í vandræði sem hún lendir ekki oft í. Mark Berglindar undir lok fyrri hálfleiks breytti hins vegar öllu og Blikar mættu af krafti til leiks eftir hlé. Jöfnunarmarkið lét bíða eftir sér en gestirnir héldu alltaf áfram og virtust eiga meira eftir á lokasprettinum. Þá þurfti Valur að gera skiptingar vegna meiðsla og við það riðlaðist leikur liðsins.Hverjar stóðu upp úr? Fanndís var mögnuð í fyrri hálfleik og gerði sínum gömlu samherjum lífið leitt. Hún lagði upp bæði mörk Vals og ógnaði auk þess sjálf með skotum. Hlín var einnig öflug á hægri kantinum og heldur áfram að skila mörkum fyrir Valsliðið. Berglind lét lítið fyrir sér fara framan af leik en hrökk í gang undir lok fyrri hálfleiks. Hún skoraði og var svo nálægt því að bæta öðru marki við skömmu seinna. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir byrjaði á bekknum vegna smávægilegra meiðsla en átti góða innkomu. Samhliða því að hún var sett inn á færði Þorsteinn Alexöndru framar á völlinn. Hún var meira áberandi eftir það og skoraði svo jöfnunarmarkið.Hvað gekk illa? Vörn Blika var ólík sjálfri sér í fyrri hálfleik. Talsvert óöryggi var yfir leik gestanna og þeir vörðust ekki jafn vel og þeir gera allajafna. Heiðdís Lillýjardóttir gerði sig t.a.m. seka um slæm mistök í fyrra markinu þegar hún missti boltann undir sig. Landsliðsmarkverðirnir Sonný Lára Þráinsdóttir og Sandra Sigurðardóttir voru ekki upp á sitt besta í kvöld. Sonný gat lítið gert í mörkum Vals en virkaði frekar óörugg. Hún varði þó vel frá Margréti Láru snemma í seinni hálfleik. Sandra hefði átt að hirða fyrirgjöf Ástu Eirar Árnadóttur í fyrra marki Breiðabliks og skömmu síðar missti hún skot Berglindar frá sér og var heppin að Blikar gerðu sér ekki mat úr því.Hvað gerist næst? Á mánudaginn fara Valskonur til Keflavíkur og mæta þar nýliðunum í lokaleik sínum í fyrri umferðinni. Degi síðar fá Blikar Fylkiskonur í heimsókn.Alexandra skoraði jöfnunarmark Breiðabliks.vísir/báraAlexandra: Markið hjá Berglindi gaf okkur auka kraft „Það var gríðarlega sterkt að koma til baka. Það eru ekkert allir sem gera það eftir að hafa lent 2-0 undir gegn liði eins og Val. Þetta var fínt,“ sagði Alexandra Jóhannsdóttir, hetja Breiðabliks í toppslagnum gegn Val í kvöld. Valur komst í 2-0 en Berglind Björg Þorvaldsdóttir minnkaði muninn undir lok fyrri hálfleiks. Þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum skoraði Alexandra svo jöfnunarmark Breiðabliks. Lokatölur 2-2. „Ég myndi segja að þetta sé unnið stig miðað við að við lentum 2-0 undir. En við förum í alla leiki til að vinna og erum kannski ekki alveg nógu sáttar með eitt stig. En við tökum það frekar en ekki neitt,“ sagði Alexandra. Hún kvaðst sátt með spilamennsku Breiðabliks í seinni hálfleiknum en í þeim fyrri átti liðið undir högg að sækja á löngum köflum. „Seinni hálfleikur var jafn. Þær voru meira með boltann en við fengum fleiri færi. Mér fannst nokkuð sanngjarnt að við skoruðum í lokin,“ sagði Alexandra. Hún bætti við að mark Berglindar undir lok fyrri hálfleiks hafi gefið Blikum byr undir báða vængi. „Það skipti gríðarlega miklu máli og gaf okkur auka kraft. Við komum af krafti inn í seinni hálfleik og fengum strax tvö færi. Markið hjá Berglindi gaf okkur mikinn kraft.“Stelpurnar hans Péturs eru enn á toppi deildarinnar.vísir/báraPétur: Vona að þetta hafi verið réttur dómur Pétur Pétursson, þjálfari Vals, var ósáttur að hafa náð að klára leikinn gegn Breiðabliki í kvöld. Valskonur komust 2-0 yfir í fyrri hálfleik en Blikar jöfnuðu og björguðu stigi. „Við vorum komnar í góða stöðu og auðvitað er þetta blóðugt. En við vorum að spila við Íslands- og bikarmeistaranna og fannst við mjög góðar,“ sagði Pétur. Eftir góða byrjun Breiðabliks á leiknum tók Valur völdin á vellinum eftir um tíu mínútur og náði tveggja marka forskoti. „Við spiluðum þennan leik mjög vel. Þetta riðlaðist aðeins þegar leikmenn meiddust um miðjan seinni hálfleik. En þetta var skemmtilegur fótboltaleikur tveggja góðra liða,“ sagði Pétur. Jöfnunarmark Blika kom þegar skammt var eftir af leiknum. Sterkur rangstöðufnykur var af markinu. „Stelpurnar vilja meina að þetta hafi verið rangstaða en ég hef ekki hugmynd um það. Ég vona bara að þetta hafi rétt,“ sagði Pétur. Hann vildi ekki gera of mikið úr þýðingu leiksins, þótt þar hafi tvö efstu lið deildarinnar mæst. „Þetta voru þrjú stig í boði í 8. umferð og það er eitt stig á lið. Svo höldum við áfram,“ sagði Pétur að lokum.Þorsteinn kvaðst sáttur með stigið sem Blikar fóru með heim í Kópavoginn.vísir/báraÞorsteinn: Fáum á kjaftinn í næsta leik ef við hugsum um þetta sem úrslitaleik „Eftir að hafa lent 2-0 undir gegn góðu liði Vals er ég sáttur með stigið,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, eftir toppslaginn gegn Val í kvöld. Blikar byrjuðu leikinn af krafti en smám saman náðu Valskonur yfirhöndinni og voru mun sterkari aðilinn lengst af í fyrri hálfleik. „Liðið varð fyrir áfalli. Mörkin voru klaufaleg og það tók tíma að vinna sig út úr því. En síðustu 7-8 mínúturnar í fyrri hálfleik voru góðar. Ég var ánægður með byrjunina og endinn á fyrri hálfleik en það kom nokkuð langur kafli þar sem við vorum óöruggar með boltann. Það lagaðist í seinni hálfleik,“ sagði Þorsteinn. „Við vorum öruggari, pressuðum betur og leystum stöðuna einn á móti einum betur í vörninni. Heilt yfir fannst mér við sterkari í seinni hálfleik.“ Jöfnunarmarkið lét bíða eftir sér en kom á endanum. Þorsteinn fannst Blikar alltaf líklegir til að jafna. „Allan tímann. Við vorum alltaf líklegir og komumst í góðar stöður nálægt markinu þeirra. Þetta var bara spurning um að ein sending myndi heppnast og sem betur fer gerðist það,“ sagði Þorsteinn. Líkt og kollegi hans hjá Val, Pétur Pétursson, steig Þorsteinn varlega til jarðar aðspurður um þýðingu úrslita kvöldsins fyrir toppbaráttuna. „Þetta heldur bara áfram. Ef við ætlum að hugsa um að þetta hafi verið úrslitaleikur fáum við á kjaftinn í næsta leik. Við þurfum að bera virðingu fyrir næstu andstæðingum og mæta eins alvöru lið til leiks. Eina sem við spáum í er að fá þrjú stig í næsta leik,“ sagði Þorsteinn.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti