Leggja til að stytta einangrunartíma hunda um helming Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. júlí 2019 10:49 Verði tillögur MAST að veruleika þurfa innfluttir hundar að dvelja í sóttkví í tvær vikur en ekki fjórar eins og verið hefur. Vísir/Vilhelm Matvælastofnun leggur til að dvöl innfluttra hunda í einangrun verði stytt úr fjórum vikum í tvær vikur við komuna til landsins. Þetta kemur fram í drögum Matvælastofnunar að skýrslu um endurmat á skilyrðum fyrir innflutningi hunda. Drögunum var skilað til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins þann 1. júní. Þar er líka lagt til að leiðsögu- og hjálparhundar fyrir fatlaða skuli sæta sömu innflutningsskilyrðum og aðrir hundar að því undanskildu að tveggja vikna einangrun geti farið fram í heimasóttkví undir ströngu eftirliti Matvælastofnunar. Nýtt áhættumat á borði MAST Hundaræktarfélag Íslands benti á í áhættumati í apríl að engin vísindaleg rök væru fyrir fjögurra vikna einangrunarvist hunda til landsins. Áhættumatinu var komið til MAST og óskað eftir viðbrögðum. Meðal annars hvort mögulegt væri að slaka á kröfum um sóttkví fyrir hjálparhunda fyrir blinda, og þá með hvaða skilyrðum og hvort MAST telji að hægt sé að stytta almenna kröfu um sóttkví fyrir alla hunda, og eftir atvikum ketti, og þá með hvaða hætti það er gerlegt. Hjalti Andrason, fræðslustjóri stofnunarinnar, sagði að álit Matvælastofnunar myndi liggja fyrir í lok maí. Drögum að skýrslu var skilað til ráðuneytisins 1. júní en um er að ræða grunn að svari við erindi ráðuneytisins, þó aðeins hvað varði innflutning hunda og þar á meðal leiðsögu- og hjálparhunda fyrir fatlaða. Í skýrsludrögunum voru lagðar til breytingar á innflutningskröfum vegna hunda, meðal annars að a) tekið verði mið af landalistum m.t.t. hundaæðis sem byggi á skilgreiningum OIE (Alþjóðadýraheilbrigðisstofnunin) á „löndum sem eru laus við hundaæði“ (rabies free) og hins vegar „löndum þar sem hundaæði finnst ekki eða er haldið vel í skefjum“ (rabies absent or well controlled). b) heilbrigðis- og upprunavottorð vegna innflutnings hunda til Íslands skuli gefið út af dýralækni sem starfar hjá dýralæknayfirvöldum viðkomandi útflutningslands. c) dvöl í einangrun eftir komu til landsins verði stytt úr fjórum vikum í 14 daga. d) reglur um bólusetningar, mótefnamælingar, rannsóknir, meðhöndlanir og heilbrigðisskoðanir innfluttra hunda verði skýrðar og útfærðar. e) leiðsögu- og hjálparhundar fyrir fatlaða skuli sæta sömu innflutningsskilyrðum og aðrir hundar að því undanskildu að 14 daga einangrun geti farið fram í heimasóttkví undir ströngu eftirliti Matvælastofnunar að tilgreindum skilyrðum uppfylltum. Ásta Sigrún Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins, segir að verið sé að vinna úr tillögunum í ráðuneytinu í samstarfi við MAST. Tengd skjöl Drög að skýrslu Matvælastofnunnar Dýr Dýraheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Matvælastofnun leggur til að dvöl innfluttra hunda í einangrun verði stytt úr fjórum vikum í tvær vikur við komuna til landsins. Þetta kemur fram í drögum Matvælastofnunar að skýrslu um endurmat á skilyrðum fyrir innflutningi hunda. Drögunum var skilað til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins þann 1. júní. Þar er líka lagt til að leiðsögu- og hjálparhundar fyrir fatlaða skuli sæta sömu innflutningsskilyrðum og aðrir hundar að því undanskildu að tveggja vikna einangrun geti farið fram í heimasóttkví undir ströngu eftirliti Matvælastofnunar. Nýtt áhættumat á borði MAST Hundaræktarfélag Íslands benti á í áhættumati í apríl að engin vísindaleg rök væru fyrir fjögurra vikna einangrunarvist hunda til landsins. Áhættumatinu var komið til MAST og óskað eftir viðbrögðum. Meðal annars hvort mögulegt væri að slaka á kröfum um sóttkví fyrir hjálparhunda fyrir blinda, og þá með hvaða skilyrðum og hvort MAST telji að hægt sé að stytta almenna kröfu um sóttkví fyrir alla hunda, og eftir atvikum ketti, og þá með hvaða hætti það er gerlegt. Hjalti Andrason, fræðslustjóri stofnunarinnar, sagði að álit Matvælastofnunar myndi liggja fyrir í lok maí. Drögum að skýrslu var skilað til ráðuneytisins 1. júní en um er að ræða grunn að svari við erindi ráðuneytisins, þó aðeins hvað varði innflutning hunda og þar á meðal leiðsögu- og hjálparhunda fyrir fatlaða. Í skýrsludrögunum voru lagðar til breytingar á innflutningskröfum vegna hunda, meðal annars að a) tekið verði mið af landalistum m.t.t. hundaæðis sem byggi á skilgreiningum OIE (Alþjóðadýraheilbrigðisstofnunin) á „löndum sem eru laus við hundaæði“ (rabies free) og hins vegar „löndum þar sem hundaæði finnst ekki eða er haldið vel í skefjum“ (rabies absent or well controlled). b) heilbrigðis- og upprunavottorð vegna innflutnings hunda til Íslands skuli gefið út af dýralækni sem starfar hjá dýralæknayfirvöldum viðkomandi útflutningslands. c) dvöl í einangrun eftir komu til landsins verði stytt úr fjórum vikum í 14 daga. d) reglur um bólusetningar, mótefnamælingar, rannsóknir, meðhöndlanir og heilbrigðisskoðanir innfluttra hunda verði skýrðar og útfærðar. e) leiðsögu- og hjálparhundar fyrir fatlaða skuli sæta sömu innflutningsskilyrðum og aðrir hundar að því undanskildu að 14 daga einangrun geti farið fram í heimasóttkví undir ströngu eftirliti Matvælastofnunar að tilgreindum skilyrðum uppfylltum. Ásta Sigrún Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins, segir að verið sé að vinna úr tillögunum í ráðuneytinu í samstarfi við MAST. Tengd skjöl Drög að skýrslu Matvælastofnunnar
Dýr Dýraheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira