Stofna móttökumiðstöð fyrir aðstandendur fanga Nadine Guðrún Yaghi og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 2. júlí 2019 20:57 Fangar og fyrrverandi fangar stefna að því að opna svokallaða móttökumiðstöð fyrir aðstandendur fanga síðar í mánuðinum. Þar munu aðstandendur fanga geta leitað sér ráðgjafar. Formaður félags fanga segir slíkt úrræði lengi hafa skort. Þeir hafi verið orðnir þreyttir á að bíða eftir því að stjórnvöld gerðu eitthvað í málinu og því tekið það í sínar hendur. Flestir fangar eiga einhverja aðstandendur og sumir börn og má ætla að hópur aðstandenda hlaupi á hundruðum hverju sinni. „Aðstandendur fanga hafa ekki haft neinn stað til þess að leita til þegar fjölskyldumeðlimur fer í fangelsi, þannig að við teljum að þetta sé mjög mikilvægt,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu – félags fanga á Íslandi. Hann segist lengi hafa reynt að vekja athygli stjórnvalda á litlum stuðningi til handa aðstandenda fanga. „Við erum búin að bíða í raun og veru eftir stjórnvöldum, að‘ þau aðstoði okkur við að koma þessu í gang. Það stóða til, og er búið að standa til í nokkur ár, en það hefur ekki gengið og við teljum bara að það sé ekki hægt að bíða lengur.“ Guðmundur, ásamt þremur öðrum fyrrverandi föngum, gekk í málið og stendur til að opna móttökumiðstöð fyrir aðstandendur síðar í mánuðinum. Þeir eru komnir með húsnæði á Ártúnshöfða í Reykjavík. „Aðstandendur eru oft mun smeykari eða hræddari við fangelsi heldur en fanginn sjálfur og vita oft ekki í hvað stefnir og þurfa því oft á ráðleggingum að halda til að fá ró,“ segir Guðmundur. Nú þegar fái félagið fjölda símtala frá áhyggjufullum aðstandendum. Loksins sé komin aðstaða til að taka á móti þeim. Tveir starfsmenn, fyrrverandi fangar, munu sinna aðstoðinni. Unnið er að samstarfi við ríkisstofnun um að greiða starfsmanni laun. Þá ætli nokkur fyrirtæki að styrkja verkefnið. Guðmundur segir að einnig standi til að opna lítið áfangaheimili í komandi framtíð á sama stað fyrir sjö fyrrverandi fanga eða þá sem afpláni á rafrænu ökklabandi. Sumir fangar fái ekki að fara á ökklaband þar sem þeim hafi ekki tekist að finna húsnæði. Það séu fordómar sem valdi því. „Fyrrverandi fangar hafa kannski gert svolítið af því að skemma fyrir sér orðsporið. Við teljum að þetta sé eitt mikilvægasta atriðið í því að komast á beinu brautina. Það er að hafa þak yfir höfuðið.“ Fangelsismál Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Fangar og fyrrverandi fangar stefna að því að opna svokallaða móttökumiðstöð fyrir aðstandendur fanga síðar í mánuðinum. Þar munu aðstandendur fanga geta leitað sér ráðgjafar. Formaður félags fanga segir slíkt úrræði lengi hafa skort. Þeir hafi verið orðnir þreyttir á að bíða eftir því að stjórnvöld gerðu eitthvað í málinu og því tekið það í sínar hendur. Flestir fangar eiga einhverja aðstandendur og sumir börn og má ætla að hópur aðstandenda hlaupi á hundruðum hverju sinni. „Aðstandendur fanga hafa ekki haft neinn stað til þess að leita til þegar fjölskyldumeðlimur fer í fangelsi, þannig að við teljum að þetta sé mjög mikilvægt,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu – félags fanga á Íslandi. Hann segist lengi hafa reynt að vekja athygli stjórnvalda á litlum stuðningi til handa aðstandenda fanga. „Við erum búin að bíða í raun og veru eftir stjórnvöldum, að‘ þau aðstoði okkur við að koma þessu í gang. Það stóða til, og er búið að standa til í nokkur ár, en það hefur ekki gengið og við teljum bara að það sé ekki hægt að bíða lengur.“ Guðmundur, ásamt þremur öðrum fyrrverandi föngum, gekk í málið og stendur til að opna móttökumiðstöð fyrir aðstandendur síðar í mánuðinum. Þeir eru komnir með húsnæði á Ártúnshöfða í Reykjavík. „Aðstandendur eru oft mun smeykari eða hræddari við fangelsi heldur en fanginn sjálfur og vita oft ekki í hvað stefnir og þurfa því oft á ráðleggingum að halda til að fá ró,“ segir Guðmundur. Nú þegar fái félagið fjölda símtala frá áhyggjufullum aðstandendum. Loksins sé komin aðstaða til að taka á móti þeim. Tveir starfsmenn, fyrrverandi fangar, munu sinna aðstoðinni. Unnið er að samstarfi við ríkisstofnun um að greiða starfsmanni laun. Þá ætli nokkur fyrirtæki að styrkja verkefnið. Guðmundur segir að einnig standi til að opna lítið áfangaheimili í komandi framtíð á sama stað fyrir sjö fyrrverandi fanga eða þá sem afpláni á rafrænu ökklabandi. Sumir fangar fái ekki að fara á ökklaband þar sem þeim hafi ekki tekist að finna húsnæði. Það séu fordómar sem valdi því. „Fyrrverandi fangar hafa kannski gert svolítið af því að skemma fyrir sér orðsporið. Við teljum að þetta sé eitt mikilvægasta atriðið í því að komast á beinu brautina. Það er að hafa þak yfir höfuðið.“
Fangelsismál Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira