Fannst heilbrigðiskerfið vilja hylma yfir mistökin í málinu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 3. júlí 2019 06:15 Sigurður Örn Hilmarsson lögmaður Börn Guðmundar Más Bjarnasonar upplifðu reiði og vantraust í garð kerfisins eftir andlát föður síns á Landspítalanum. Stöðugur fréttaflutningur af máli hjúkrunarfræðingsins magnaði upp sorgina. Finnst enginn vilja gangast við ábyrgð á mistökum sem leiddu til andláts föður þeirra. Héraðsdómur dæmdi þeim bætur í apríl. „Það var röð mistaka sem leiddi til dauða Guðmundar, eins og oft þegar slys verða. Að mínu viti skipti þar miklu álag og undirmönnun hjá Landspítalanum, sem leiddi til þess að verkferlum var ekki fylgt. Afleiðing þess var andlát föður skjólstæðinga minna,“ segir Sigurður Örn Hilmarsson, lögmaður systkina sem nýlega voru dæmdar bætur úr hendi ríkisins vegna andláts föður þeirra. Þrátt fyrir að ekki hafi verið sýnt fram á refsiverða háttsemi starfsmanna Landspítalans og bæði spítalinn og hjúkrunarfræðingur sem annaðist manninn hafi verið sýknuð í refsimáli sem höfðað var eftir atvikið, er það niðurstaða dóms Héraðsdóms Reykjavíkur að alvarleg mistök hafi verið gerð við umönnun mannsins sem ríkið beri bótaábyrgð á. Systkinin byggðu bótarétt sinn á meginreglu skaðabótaréttarins um vinnuveitendaábyrgð og töldu ríkið bera ábyrgð á alvarlegum mistökum starfsmanna sinna jafnvel þótt ekki liggi fyrir hvaða starfsmanni urðu á mistökin. Þetta eigi við hvort heldur sem mistökin urðu hjá einum starfsmanni eða afleiðing uppsafnaðra mistaka ótilgreindra starfsmanna stefnda; nafnlaus og uppsöfnuð mistök. Í dómi héraðsdóms er fallist á með þeim að ríkið beri bótaábyrgð vegna atviksins. Í forsendum dómsins segir meðal annars að þótt vakt á spítalanum hafi verið fullmönnuð umrætt sinn hafi verið alvanalegt að hjúkrunarfræðingar aðstoðuðu hver annan enda þyrfti stundum tvo til að snúa sjúklingum og rannsóknir kölluðu gjarnan á viðveru tveggja starfsmanna. Staðan gat því verið sú að hjúkrunarfræðingar gætu ekki vakað óslitið yfir sínum sjúklingi. Þegar litið sé til þess að starfsmenn hafi því þurft að reiða sig á eftirlitstæki þegar vikið var frá sjúklingum hafi starfsmenn sýnt af sér stórkostlegt gáleysi með því að hafa sívakann ekki þannig stilltan að hann gæfi frá sér hljóðmerki. Svo segir: „Dómurinn fellst því á að stefndi beri bótaábyrgð vegna stórfelldra mistaka sem einhverjum starfsmanni Landspítalans urðu á við umönnun föður stefnenda.“ Í dóminum er vikið að sorgarferli barna mannsins og áfalli sem margfaldaðist þegar í ljós kom að andlát föður þeirra orsakaðist af mistökum við umönnun hans. Er því lýst hvernig systkinin hafi upplifað bæði reiði og vantraust í garð heilbrigðiskerfisins vegna atburðarins. Stöðugur fréttaflutningur af málinu hafi magnað sorg þeirra og reiði í garð kerfisins enda hafi þau upplifað framburð heilbrigðisstarfsfólks á þann hátt að verið væri að hylma yfir mistök þess. Enginn hafi verið reiðubúinn að gangast við ábyrgð á mistökunum sem hafi einnig verið þeim mjög þungbært. Voru hverju þeirra dæmdar 1.000.000 kr. í miskabætur auk málskostnaðar. Dómurinn var kveðinn upp í apríl og hefur íslenska ríkið ákveðið að una dóminum og verður honum ekki áfrýjað.vísir/vilhelm Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Landspítalinn Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Börn Guðmundar Más Bjarnasonar upplifðu reiði og vantraust í garð kerfisins eftir andlát föður síns á Landspítalanum. Stöðugur fréttaflutningur af máli hjúkrunarfræðingsins magnaði upp sorgina. Finnst enginn vilja gangast við ábyrgð á mistökum sem leiddu til andláts föður þeirra. Héraðsdómur dæmdi þeim bætur í apríl. „Það var röð mistaka sem leiddi til dauða Guðmundar, eins og oft þegar slys verða. Að mínu viti skipti þar miklu álag og undirmönnun hjá Landspítalanum, sem leiddi til þess að verkferlum var ekki fylgt. Afleiðing þess var andlát föður skjólstæðinga minna,“ segir Sigurður Örn Hilmarsson, lögmaður systkina sem nýlega voru dæmdar bætur úr hendi ríkisins vegna andláts föður þeirra. Þrátt fyrir að ekki hafi verið sýnt fram á refsiverða háttsemi starfsmanna Landspítalans og bæði spítalinn og hjúkrunarfræðingur sem annaðist manninn hafi verið sýknuð í refsimáli sem höfðað var eftir atvikið, er það niðurstaða dóms Héraðsdóms Reykjavíkur að alvarleg mistök hafi verið gerð við umönnun mannsins sem ríkið beri bótaábyrgð á. Systkinin byggðu bótarétt sinn á meginreglu skaðabótaréttarins um vinnuveitendaábyrgð og töldu ríkið bera ábyrgð á alvarlegum mistökum starfsmanna sinna jafnvel þótt ekki liggi fyrir hvaða starfsmanni urðu á mistökin. Þetta eigi við hvort heldur sem mistökin urðu hjá einum starfsmanni eða afleiðing uppsafnaðra mistaka ótilgreindra starfsmanna stefnda; nafnlaus og uppsöfnuð mistök. Í dómi héraðsdóms er fallist á með þeim að ríkið beri bótaábyrgð vegna atviksins. Í forsendum dómsins segir meðal annars að þótt vakt á spítalanum hafi verið fullmönnuð umrætt sinn hafi verið alvanalegt að hjúkrunarfræðingar aðstoðuðu hver annan enda þyrfti stundum tvo til að snúa sjúklingum og rannsóknir kölluðu gjarnan á viðveru tveggja starfsmanna. Staðan gat því verið sú að hjúkrunarfræðingar gætu ekki vakað óslitið yfir sínum sjúklingi. Þegar litið sé til þess að starfsmenn hafi því þurft að reiða sig á eftirlitstæki þegar vikið var frá sjúklingum hafi starfsmenn sýnt af sér stórkostlegt gáleysi með því að hafa sívakann ekki þannig stilltan að hann gæfi frá sér hljóðmerki. Svo segir: „Dómurinn fellst því á að stefndi beri bótaábyrgð vegna stórfelldra mistaka sem einhverjum starfsmanni Landspítalans urðu á við umönnun föður stefnenda.“ Í dóminum er vikið að sorgarferli barna mannsins og áfalli sem margfaldaðist þegar í ljós kom að andlát föður þeirra orsakaðist af mistökum við umönnun hans. Er því lýst hvernig systkinin hafi upplifað bæði reiði og vantraust í garð heilbrigðiskerfisins vegna atburðarins. Stöðugur fréttaflutningur af málinu hafi magnað sorg þeirra og reiði í garð kerfisins enda hafi þau upplifað framburð heilbrigðisstarfsfólks á þann hátt að verið væri að hylma yfir mistök þess. Enginn hafi verið reiðubúinn að gangast við ábyrgð á mistökunum sem hafi einnig verið þeim mjög þungbært. Voru hverju þeirra dæmdar 1.000.000 kr. í miskabætur auk málskostnaðar. Dómurinn var kveðinn upp í apríl og hefur íslenska ríkið ákveðið að una dóminum og verður honum ekki áfrýjað.vísir/vilhelm
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Landspítalinn Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira