Mikilvægt að skima fyrir kynsjúkdómum í fangelsum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. júlí 2019 19:30 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Til stendur að hefja skimanir fyrir kynsjúkdómum meðal fanga til þess að koma í veg fyrir útbreiðslu kynsjúkdóma í fangelsum. Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að fylgst sé með fólki í áhættuhópum. Unnið er að aðgerðaráætlun til að bregðast við útbreiðslu kynsjúkdóma á Íslandi. Í nýjasta tölublaði Farsóttafrétta sem embætti Landlæknir gaf út í dag er vakin athygli á því að tíðni nokkurra kynsjúkdóma hefur aukist nokkuð á liðnum árum. Í fyrra greindust 105 með lekanda samanborið við um 38 fyrir fimm árum. Þá hefur tíðni sárasóttar aukist nokkuð. Tíðni klamyndíu hefur hins vegar dregist lítillega saman og telur sóttvarnarlæknir að það megi mögulega rekja til þess að smokkasjálfsölum var nýverið komið upp í framhaldsskólum. Unnið er nú að aðgerðaráætlun til að bregðast við útbreiðslu kynsjúkdóma. Sóttvarnalæknir telur bætt aðgengi að smokkum mikilvægan þátt. „Við erum að horfa til þess að auka útbreðislu á smokkum jafnvel í grunnskólum. Það eru ekki allir sammála því en verkefnið er mjög brýnt held ég," segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Einnig þurfi að gæta að því að fólk í áhættuhópum eigi auðvelt aðgengi að smokkum. Þetta eigi til dæmis við innan fangelsa. Þá þurfi að tryggja skimanir hjá átthættuhópum. „Það er í farvatninu að sóttvarnarlæknir muni útbúa leiðbeiningar varðandi skimanir á föngum. Bæði skimanir fyrir kynsjúkdómum og lifrabólgu C til þess að finna þessa sjúkdóma sem fyrst þannig að þeir breiðist ekki út," segir Þórólfur. Annar liður í aðgerðaætluninni er aukin kynfræðsla. „Það er mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því að allir þessi kynsjúkdómar eru til komnir vegna þess að fólk gætir ekki að sér í kynlífi, notar ekki smokka og svo framvegis. Þannig að aukin fræðsla er lykilatriði og við höfum nálgast skólana með það og við þurfum einnig að nálgast heilbrigðisstarfsfólk með það," segir Þórólfur. Fangelsismál Heilbrigðismál Kynlíf Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira
Til stendur að hefja skimanir fyrir kynsjúkdómum meðal fanga til þess að koma í veg fyrir útbreiðslu kynsjúkdóma í fangelsum. Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að fylgst sé með fólki í áhættuhópum. Unnið er að aðgerðaráætlun til að bregðast við útbreiðslu kynsjúkdóma á Íslandi. Í nýjasta tölublaði Farsóttafrétta sem embætti Landlæknir gaf út í dag er vakin athygli á því að tíðni nokkurra kynsjúkdóma hefur aukist nokkuð á liðnum árum. Í fyrra greindust 105 með lekanda samanborið við um 38 fyrir fimm árum. Þá hefur tíðni sárasóttar aukist nokkuð. Tíðni klamyndíu hefur hins vegar dregist lítillega saman og telur sóttvarnarlæknir að það megi mögulega rekja til þess að smokkasjálfsölum var nýverið komið upp í framhaldsskólum. Unnið er nú að aðgerðaráætlun til að bregðast við útbreiðslu kynsjúkdóma. Sóttvarnalæknir telur bætt aðgengi að smokkum mikilvægan þátt. „Við erum að horfa til þess að auka útbreðislu á smokkum jafnvel í grunnskólum. Það eru ekki allir sammála því en verkefnið er mjög brýnt held ég," segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Einnig þurfi að gæta að því að fólk í áhættuhópum eigi auðvelt aðgengi að smokkum. Þetta eigi til dæmis við innan fangelsa. Þá þurfi að tryggja skimanir hjá átthættuhópum. „Það er í farvatninu að sóttvarnarlæknir muni útbúa leiðbeiningar varðandi skimanir á föngum. Bæði skimanir fyrir kynsjúkdómum og lifrabólgu C til þess að finna þessa sjúkdóma sem fyrst þannig að þeir breiðist ekki út," segir Þórólfur. Annar liður í aðgerðaætluninni er aukin kynfræðsla. „Það er mikilvægt að fólk geri sér grein fyrir því að allir þessi kynsjúkdómar eru til komnir vegna þess að fólk gætir ekki að sér í kynlífi, notar ekki smokka og svo framvegis. Þannig að aukin fræðsla er lykilatriði og við höfum nálgast skólana með það og við þurfum einnig að nálgast heilbrigðisstarfsfólk með það," segir Þórólfur.
Fangelsismál Heilbrigðismál Kynlíf Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Sjá meira