Lengsti þurrkur frá upphafi mælinga í Stykkishólmi Kjartan Kjartansson skrifar 2. júlí 2019 11:35 Veðurathuganir hófust á Stykkishólmi árið 1856. Þar hefur aldrei mælst lengri samfelldur þurrkur en nú í maí og júní. Vísir/Vilhelm Alveg úrkomulaust var í 37 daga í röð í Stykkishólmi og er það lengsti þurrkur sem mælst hefur frá því að mælingar hófust fyrir 163 árum. Nær óslitinn þurrkur var á Suður- og Vesturlandi í fjórar vikur og sólríkt. Meðalhiti fyrstu sex mánuði ársins var 1,5 gráðum yfir meðaltali seinni hluta 20. aldar. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í yfirliti Veðurstofu Íslands um tíðarfar í júní. Þurrkakaflinn á Suður- og Vesturlandi hafi verið óvenjulangur. Síðustu dagar maímánaðar hafi einnig verið þurrir þar og því hafi þurrkurinn víða verið óslitinn í hátt í fjórar vikur. Í Stykkishólmi var alveg úrkomulaust frá 21. maí til 26. júní, alls 37 daga. Það er tveimur dögum lengur en fyrra met sem sett var vorið 1931. Þurrkurinn er sá lengsti frá því að mælingar hófust árið 1856. Úrkoman í Stykkishólmi í júní nam 12,3 millímetrum, aðeins um 30% af meðalúrkomu áranna 1961 til 1990. Í Reykjavík mældist úrkoma 29,5 millímetrar í júní sem er um 60% af meðalúrkomu áranna 1961 til 1990. Úrkoma mældist einn millímetri eða meiri fimm daga í júní, sex færri en í meðalári. Á Akureyri rigndi enn minna, 14,3 millímetrar sem eru um helmingur af meðalúrkomu sömu ára. Aðeins fjórum sinnum var úrkoma einn millímetri eða meiri. Á Höfn var einnig sérstaklega þurrt. Þar mældist úrkoman aðeins 7,2 millímetrar og aðeins tveir úrkomudagar.Mun fleiri sólskinsstundir hafa verið í Reykjavík í júní en voru að meðal tali á síðari hluti 20. aldarinnar.Vísir/VilhelmYfir 142 fleiri sólskinsstundir í Reykjavík en vanalega Mánuðurinn var einnig sérlega sólríkur, sérstaklega á sunnan- og vestanverðu landinu. Í Reykjavík mældust 303,9 sólskinsstundir sem er 142,6 stundum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990. Aðeins fjórum sinnum hafa fleiri sólskinsstundir mælst í borginni í júní. Á Akureyri var einnig sólríkara en vanalega. Þar mældust stundirnar 186,3 sem er 9,7 stundum fleiri en meðaltalið. Sólskinu fylgdi þó engin sérstök hlýindi á Akureyri. Meðalhitinn þar var 9,6 stig í júní, hálfri gráðu yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 en 0,4 gráðum undir meðallagi síðustu tíu ára. Í Reykjavík var meðalhitinn 10,4 gráður sem er 1,3 gráðum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 og 0,3 gráðum yfir meðallagi síðustu tíu ára. Hæsti meðalhiti mánaðarins mældist 10,8 stig við Lómagnúp og í Skálholti. Hæsti hiti mánaðarins mældist 25,3 gráður við Skarðsfjöruvita 12. júní. Í mannaðri veðurstöð mældist hlýjast 24,1 stig á Akureyri 27. júní. Stefnir á að verða ellefta hlýjasta árið Þegar litið er til fyrstu sex mánaða ársins hefur meðalhiti á landinu verið 1,5 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 en 0,4 stigum yfir meðallagi síðasta áratugarins. Stefnir árið í ár á að verða það ellefta hlýjasta af síðustu 149 árum. Úrkoma hefur verið tæp 10% umfram meðallag í Reykjavík það sem af er ári en um meðallag á Akureyri. Loftslagsmál Stykkishólmur Veður Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Alveg úrkomulaust var í 37 daga í röð í Stykkishólmi og er það lengsti þurrkur sem mælst hefur frá því að mælingar hófust fyrir 163 árum. Nær óslitinn þurrkur var á Suður- og Vesturlandi í fjórar vikur og sólríkt. Meðalhiti fyrstu sex mánuði ársins var 1,5 gráðum yfir meðaltali seinni hluta 20. aldar. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í yfirliti Veðurstofu Íslands um tíðarfar í júní. Þurrkakaflinn á Suður- og Vesturlandi hafi verið óvenjulangur. Síðustu dagar maímánaðar hafi einnig verið þurrir þar og því hafi þurrkurinn víða verið óslitinn í hátt í fjórar vikur. Í Stykkishólmi var alveg úrkomulaust frá 21. maí til 26. júní, alls 37 daga. Það er tveimur dögum lengur en fyrra met sem sett var vorið 1931. Þurrkurinn er sá lengsti frá því að mælingar hófust árið 1856. Úrkoman í Stykkishólmi í júní nam 12,3 millímetrum, aðeins um 30% af meðalúrkomu áranna 1961 til 1990. Í Reykjavík mældist úrkoma 29,5 millímetrar í júní sem er um 60% af meðalúrkomu áranna 1961 til 1990. Úrkoma mældist einn millímetri eða meiri fimm daga í júní, sex færri en í meðalári. Á Akureyri rigndi enn minna, 14,3 millímetrar sem eru um helmingur af meðalúrkomu sömu ára. Aðeins fjórum sinnum var úrkoma einn millímetri eða meiri. Á Höfn var einnig sérstaklega þurrt. Þar mældist úrkoman aðeins 7,2 millímetrar og aðeins tveir úrkomudagar.Mun fleiri sólskinsstundir hafa verið í Reykjavík í júní en voru að meðal tali á síðari hluti 20. aldarinnar.Vísir/VilhelmYfir 142 fleiri sólskinsstundir í Reykjavík en vanalega Mánuðurinn var einnig sérlega sólríkur, sérstaklega á sunnan- og vestanverðu landinu. Í Reykjavík mældust 303,9 sólskinsstundir sem er 142,6 stundum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990. Aðeins fjórum sinnum hafa fleiri sólskinsstundir mælst í borginni í júní. Á Akureyri var einnig sólríkara en vanalega. Þar mældust stundirnar 186,3 sem er 9,7 stundum fleiri en meðaltalið. Sólskinu fylgdi þó engin sérstök hlýindi á Akureyri. Meðalhitinn þar var 9,6 stig í júní, hálfri gráðu yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 en 0,4 gráðum undir meðallagi síðustu tíu ára. Í Reykjavík var meðalhitinn 10,4 gráður sem er 1,3 gráðum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 og 0,3 gráðum yfir meðallagi síðustu tíu ára. Hæsti meðalhiti mánaðarins mældist 10,8 stig við Lómagnúp og í Skálholti. Hæsti hiti mánaðarins mældist 25,3 gráður við Skarðsfjöruvita 12. júní. Í mannaðri veðurstöð mældist hlýjast 24,1 stig á Akureyri 27. júní. Stefnir á að verða ellefta hlýjasta árið Þegar litið er til fyrstu sex mánaða ársins hefur meðalhiti á landinu verið 1,5 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 en 0,4 stigum yfir meðallagi síðasta áratugarins. Stefnir árið í ár á að verða það ellefta hlýjasta af síðustu 149 árum. Úrkoma hefur verið tæp 10% umfram meðallag í Reykjavík það sem af er ári en um meðallag á Akureyri.
Loftslagsmál Stykkishólmur Veður Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira