Gunnleifur: Er fíkill í fótbolta og dettur ekki til hugar að missa af næsta leik Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. júlí 2019 10:05 Gunnleifur fyrir leik í gær. vísir/bára Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks, varð að fara af velli snemma leiks í toppslagnum gegn KR í gær þar sem hann var meiddur í baki. „Það klemmdist taug í bakinu í upphitun. Það var allt nuddað og hitað fyrir leik þannig að ég var tilbúinn. Ég hef oft spilað í gegnum sársauka áður og ekkert nýtt fyrir mig að glíma við bakmeiðsli. Í fyrsta „aksjóni“ fór ég aftur á móti aftur í bakinu. Því miður,“ segir Gunnleifur en hann fór eldsnemma í morgun í meðferð hjá sjúkraþjálfara og hnykkjara. „Er bakið fór þá fann ég að ég gat ekki tekið snöggar hreyfingar. Ég var að vonast til þess að þetta myndi lagast en það gerði það ekki,“ segir markvörðurinn en hefði hann varið skot Kristins Jónssonar á 8. mínútu ef hann hefði verið í lagi? „Það er 100 prósent. Ég sá samt þarna að ég yrði að fara af velli. Fá ferskari mann inn. Það var hundleiðinlegt. Ég hef oft getað komið mér í gegnum óþægindi án þess að það bitni á mínum leik en þarna gekk það ekki því miður.“ Gunnleifur hefur lengi glímt við bakmeiðsli en náð að hafa fína stjórn á þeim með því að hugsa vel um sig. „Ég hef verið að glíma við bakmeiðsli í 15 ár. Ég hef átt það til að læsast í bakinu. Ég er vanur svona bakveseni en það var vont að það skildi gerast á þessum tímapunkti í gær. Ég er alltaf í meðferð og kann að vinna með þetta.“ Næsti leikur Blika er gegn uppeldisfélagi Gunnleifs, HK, næsta sunnudag og reynsluboltinn ætlar ekki að missa af honum. „Það kemur ekki til greina. Ég er fíkill í fótbolta og vil aldrei missa af leik. Ekki einu sinni á undirbúningstímabilinu. Hvað þá gegn HK í merkilegum leik þar sem ég vil heiðra minningu vinar míns Bjarka Más Sigvaldasonar,“ segir Gunnleifur en eins og áður segir vaknaði hann á undan flestum landsmönnum til þess að fara í meðferð. Fótboltinn er hans líf og yndi. „Ef ég er ekki að spila fótbolta er ég að hugsa um hann eða tala um hann. Það ætti eiginlega að titla mig sem markmann frekar en mann,“ sagði Gunnleifur léttur. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Breiðablik 2-0 | KR-ingar unnu toppslaginn KR vann Breiðablik, 2-0, og náði fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi Max-deildar karla. 1. júlí 2019 22:00 Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Fleiri fréttir Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks, varð að fara af velli snemma leiks í toppslagnum gegn KR í gær þar sem hann var meiddur í baki. „Það klemmdist taug í bakinu í upphitun. Það var allt nuddað og hitað fyrir leik þannig að ég var tilbúinn. Ég hef oft spilað í gegnum sársauka áður og ekkert nýtt fyrir mig að glíma við bakmeiðsli. Í fyrsta „aksjóni“ fór ég aftur á móti aftur í bakinu. Því miður,“ segir Gunnleifur en hann fór eldsnemma í morgun í meðferð hjá sjúkraþjálfara og hnykkjara. „Er bakið fór þá fann ég að ég gat ekki tekið snöggar hreyfingar. Ég var að vonast til þess að þetta myndi lagast en það gerði það ekki,“ segir markvörðurinn en hefði hann varið skot Kristins Jónssonar á 8. mínútu ef hann hefði verið í lagi? „Það er 100 prósent. Ég sá samt þarna að ég yrði að fara af velli. Fá ferskari mann inn. Það var hundleiðinlegt. Ég hef oft getað komið mér í gegnum óþægindi án þess að það bitni á mínum leik en þarna gekk það ekki því miður.“ Gunnleifur hefur lengi glímt við bakmeiðsli en náð að hafa fína stjórn á þeim með því að hugsa vel um sig. „Ég hef verið að glíma við bakmeiðsli í 15 ár. Ég hef átt það til að læsast í bakinu. Ég er vanur svona bakveseni en það var vont að það skildi gerast á þessum tímapunkti í gær. Ég er alltaf í meðferð og kann að vinna með þetta.“ Næsti leikur Blika er gegn uppeldisfélagi Gunnleifs, HK, næsta sunnudag og reynsluboltinn ætlar ekki að missa af honum. „Það kemur ekki til greina. Ég er fíkill í fótbolta og vil aldrei missa af leik. Ekki einu sinni á undirbúningstímabilinu. Hvað þá gegn HK í merkilegum leik þar sem ég vil heiðra minningu vinar míns Bjarka Más Sigvaldasonar,“ segir Gunnleifur en eins og áður segir vaknaði hann á undan flestum landsmönnum til þess að fara í meðferð. Fótboltinn er hans líf og yndi. „Ef ég er ekki að spila fótbolta er ég að hugsa um hann eða tala um hann. Það ætti eiginlega að titla mig sem markmann frekar en mann,“ sagði Gunnleifur léttur.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Breiðablik 2-0 | KR-ingar unnu toppslaginn KR vann Breiðablik, 2-0, og náði fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi Max-deildar karla. 1. júlí 2019 22:00 Mest lesið Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Fleiri fréttir Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Breiðablik 2-0 | KR-ingar unnu toppslaginn KR vann Breiðablik, 2-0, og náði fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi Max-deildar karla. 1. júlí 2019 22:00
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti