Þráir framtíð fyrir drengina sína: „Síðan þeir vissu af brottvísuninni hafa þeir ekki viljað fara út úr húsi“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 1. júlí 2019 19:00 Afganskur faðir segir óbærilegt að horfa upp á syni sína, níu og tíu ára, vera óörugga og glíma við andlega kvilla vegna fyrirhugaðrar brottvísunar þeirra úr landi. Brottvísun þeirra til Grikklands var frestað í gær vegna andlegs ástands annars drengjanna. Faðirinn segir að í Grikklandi bíði þeim ekkert nema gatan. „Í gær spurðu þeir stanslaust hvenær lögreglan kæmi. Þeir hafa kviðið mjög fyrir þessum degi en síðan þeir vissu af brottvísuninni hafa þeir ekki viljað fara út úr húsi,“ segir Asadullah Sarwary, afganskur hælisleitandi. Í gær stóð til að vísa honum og sonum hans Mahdi, sem er 10 ára og Ali, sem er 9 ára, aftur til Grikklands þar sem þeir höfðu fengið alþjóðlega vernd. Brottvísuninni var hins vegar frestað með tilvísun frá geðlækni eftir að eldri drengurinn byrjaði að kasta upp og var greindur með mikinn kvíða. Feðgarnir sóttu um vernd hér á landi síðasta haust eftir að hafa dvalið í tvö ár í Grikklandi. Asadullah segist ekki hafa haft kost á öðru en að sækja þar um vernd þar sem reglurnar kveði á um að sækja verði um hæli innan 20 daga. Annars hefði þeim verið vísað úr landi. Í Grikklandi hafi þeir búið í flóttamannabúðum og svo á götunni þar sem enga vinnu né húsnæði var að fá. „Strákarnir áttu þess ekki kost að fara í skóla í Grikklandi. Það er engin framtíð fyrir þá þar. Það er ekkert nema gatan sem bíður okkar,“ segir Asadullah. Feðgarnir hafa nú búið hér í ellefu mánuði og segja bræðurnir að þeim gangi vel í skólanum. Þá hafi þeir eignast góða vini. „Ég vil vera hér og fara í skólann,“ segir Madhi. Ali tekur undir með bróður sínum. Asadullah segir óbærilegt að horfa upp á strákana sína með svo mikinn kvíða. Þeir séu hræddir um hvað gerist verði þeir sendir til Grikklands. „Þeir muna eftir slæmum aðstæðum og segja sífellt að þeir vilji ekki fara. Þeir óttast Grikkland og það er óbærilegt að geta ekki lofað þeim öryggi,“ segir Asadullah. Samtök um réttindi flóttamanna á Íslandi hafa sagt mál feðganna sýna fram á að sálrænni hjálp við börn á flótta sé verulega ábótavant. Þá sé óásættanlegt að vísa barni sem glímur við andlega kvilla úr landi.Asadullah segist dreyma um frið fyrir drengina sína. „Mig dreymir um að börnin fái menntun og eigi sér framtíð. Það er allt og sumt. Ef aðstæður í Grikklandi hefðu verið í lagi hefði ég aldrei lagt á okkur að koma alla leið hingað,“ segir Asadullah. Hælisleitendur Tengdar fréttir Drengurinn kominn með tíma á BUGL Tíu ára afganskur drengur sem vísa átti úr landi í gærkvöldi ásamt föður sínum og yngri bróður hefur fengið tíma á BUGL, Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, á morgun. 1. júlí 2019 14:17 Brottvísun afgangskra feðga frestað Brottvísun föður og tveggja sona hans sem framfylgja átti í gærkvöldi var frestað sökum andlegs ástands annars drengsins en þeir eru níu og tíu ára gamlir. 1. júlí 2019 06:33 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Afganskur faðir segir óbærilegt að horfa upp á syni sína, níu og tíu ára, vera óörugga og glíma við andlega kvilla vegna fyrirhugaðrar brottvísunar þeirra úr landi. Brottvísun þeirra til Grikklands var frestað í gær vegna andlegs ástands annars drengjanna. Faðirinn segir að í Grikklandi bíði þeim ekkert nema gatan. „Í gær spurðu þeir stanslaust hvenær lögreglan kæmi. Þeir hafa kviðið mjög fyrir þessum degi en síðan þeir vissu af brottvísuninni hafa þeir ekki viljað fara út úr húsi,“ segir Asadullah Sarwary, afganskur hælisleitandi. Í gær stóð til að vísa honum og sonum hans Mahdi, sem er 10 ára og Ali, sem er 9 ára, aftur til Grikklands þar sem þeir höfðu fengið alþjóðlega vernd. Brottvísuninni var hins vegar frestað með tilvísun frá geðlækni eftir að eldri drengurinn byrjaði að kasta upp og var greindur með mikinn kvíða. Feðgarnir sóttu um vernd hér á landi síðasta haust eftir að hafa dvalið í tvö ár í Grikklandi. Asadullah segist ekki hafa haft kost á öðru en að sækja þar um vernd þar sem reglurnar kveði á um að sækja verði um hæli innan 20 daga. Annars hefði þeim verið vísað úr landi. Í Grikklandi hafi þeir búið í flóttamannabúðum og svo á götunni þar sem enga vinnu né húsnæði var að fá. „Strákarnir áttu þess ekki kost að fara í skóla í Grikklandi. Það er engin framtíð fyrir þá þar. Það er ekkert nema gatan sem bíður okkar,“ segir Asadullah. Feðgarnir hafa nú búið hér í ellefu mánuði og segja bræðurnir að þeim gangi vel í skólanum. Þá hafi þeir eignast góða vini. „Ég vil vera hér og fara í skólann,“ segir Madhi. Ali tekur undir með bróður sínum. Asadullah segir óbærilegt að horfa upp á strákana sína með svo mikinn kvíða. Þeir séu hræddir um hvað gerist verði þeir sendir til Grikklands. „Þeir muna eftir slæmum aðstæðum og segja sífellt að þeir vilji ekki fara. Þeir óttast Grikkland og það er óbærilegt að geta ekki lofað þeim öryggi,“ segir Asadullah. Samtök um réttindi flóttamanna á Íslandi hafa sagt mál feðganna sýna fram á að sálrænni hjálp við börn á flótta sé verulega ábótavant. Þá sé óásættanlegt að vísa barni sem glímur við andlega kvilla úr landi.Asadullah segist dreyma um frið fyrir drengina sína. „Mig dreymir um að börnin fái menntun og eigi sér framtíð. Það er allt og sumt. Ef aðstæður í Grikklandi hefðu verið í lagi hefði ég aldrei lagt á okkur að koma alla leið hingað,“ segir Asadullah.
Hælisleitendur Tengdar fréttir Drengurinn kominn með tíma á BUGL Tíu ára afganskur drengur sem vísa átti úr landi í gærkvöldi ásamt föður sínum og yngri bróður hefur fengið tíma á BUGL, Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, á morgun. 1. júlí 2019 14:17 Brottvísun afgangskra feðga frestað Brottvísun föður og tveggja sona hans sem framfylgja átti í gærkvöldi var frestað sökum andlegs ástands annars drengsins en þeir eru níu og tíu ára gamlir. 1. júlí 2019 06:33 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Drengurinn kominn með tíma á BUGL Tíu ára afganskur drengur sem vísa átti úr landi í gærkvöldi ásamt föður sínum og yngri bróður hefur fengið tíma á BUGL, Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, á morgun. 1. júlí 2019 14:17
Brottvísun afgangskra feðga frestað Brottvísun föður og tveggja sona hans sem framfylgja átti í gærkvöldi var frestað sökum andlegs ástands annars drengsins en þeir eru níu og tíu ára gamlir. 1. júlí 2019 06:33