Dómstóll í Moskvu hefur dæmt Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, í 10 daga fangelsi. Honum er gert að sökum að hafa brotið lög þegar hann tók þátt í mótmælum í síðasta mánuði. Fréttastofa Reuters greinir frá þessu.
Navalní var á meðal minnst 500 mótmælenda sem hnepptir voru í varðhald í júní. Kröfðust mótmælendur þá að lögregluþjónum sem eru sakaðir um að hafa komið rangri sök á blaðamann yrði refsað.
Navalní hefur áður þurft að dvelja í fangelsi í Rússlandi fyrir það að skipuleggja mótmæli gegn þarlendum stjórnvöldum.
Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í apríl á þessu ári að rússnesk stjórnvöld hafi brotið á réttindum Navalní með því að hneppa hann í stofufangelsi og beita hann öðrum þvingunum árin 2012 og 2014.
Leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar dæmdur í 10 daga fangelsi

Tengdar fréttir

Hundruð mótmælenda handtekin í Moskvu
Mótmælendur kröfðust þess að einhver yrði dreginn til ábyrgðar vegna handtöku rannsóknarblaðamanns sem lögreglan virðist hafa komið sök á.

Rússnesk stjórnvöld brutu á leiðtoga stjórnarandstöðunnar
Mannréttindadómstóll Evrópu taldi að stofufangelsi sem Alexei Navalní sætti í Rússlandi hafi ekki verið réttmætt og að takmarkanir á samskiptum hans við umheiminn hafi ekki verið í samræmi við meintan glæp hans.