Hipolito: Opinn fyrir því að þjálfa áfram á Íslandi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. júlí 2019 13:00 Pedro hefur lokið keppni í Eyjum. vísir/bára Pedro Hipolito var staddur á skrifstofu ÍBV í morgun að ná í dótið sitt er Vísir heyrði í honum hljóðið. Hann var rekinn sem þjálfari karlaliðs félagsins í gær. Hann tók tíðindunum ágætlega. „Þetta kom mér aðeins á óvart. Við tókum fund eftir leikinn í gær og stjórnin tók sína ákvörðun sem ég sætti mig við. Ekkert mál. Svona er þetta stundum í fótboltanum,“ sagði Hipolito yfirvegaður en augljóslega svekktur enda ætlaði hann sér stærri hluti sem þjálfari ÍBV.Ég er ekki vonsvikinn Tapið gegn Stjörnunni á heimavelli í gær var hans síðasti leikur með liðið sem situr á botni Pepsi Max-deildarinnar með fimm stig eftir tíu leiki. Liðið hefur aðeins unnið einn leik. „Þetta er mikilvægur tímapunktur hjá ÍBV því leikmannamarkaðurinn er að opna og það getur styrkt sig. Ég skil af hverju ÍBV fór þessa leið. Ég er ekki vonsvikinn. Svona er fótbolti. Ég samt vonsvikinn með gengi liðsins. Við gátum gert betur í mörgum leikjum.“ Þjálfarinn segir að það hafi verið ljóst í janúar að þetta yrði erfitt er aðalstjórn félagsins tjáði knattspyrnudeildinni að það mætti ekki semja við nýja leikmenn án þess að fá styrktaraðila til að greiða fyrir leikmanninn.Vestmannaeyjar er sérstakur staður „Það bjó auðvitað til vandræði. Við gátum ekki byggt upp eins sterkt lið og við vildum fyrir sumarið. Hópurinn er mjög þunnur og þegar menn meiðast þá eigum við bara unga og óreynda leikmenn. Það er vesen. Við reyndum að gera það sem við gátum en vantar alltaf 2-3 leikmenn. Vonandi nær ÍBV að finna lausnirnar og halda sér uppi. Vestmannaeyjar er sérstakur staður og ég óska liðinu alls hins besta.“ Hipolito þjálfaði hjá Fram áður en hann kom til Eyja. Honum hefur líkað vel á Íslandi og útilokar ekki að þjálfa áfram hér á landi. „Ég er opinn fyrir öllu. Hvort sem það er á Íslandi eða annars staðar. Ég mun skoða allt sem kemur upp á borðið mjög vel,“ sagði Hipolito brattur.Hipolito eftir leik á KR-vellinum.vísir/báraÞann 3. júní síðastliðinn sagði Haraldur Bergvinsson, varaformaður meistaraflokksráðs karla hjá ÍBV, að ekki kæmi til greina að reka Portúgalann en Vísir hafði þá heyrt að það stæði til. „Ertu eitthvað bilaður? Nei, við ætlum ekki að skipta um þjálfara. Það kemur ekki til greina. Hann er að gera mjög góða hluti og við vissum að þetta myndi koma hjá honum. Það er heldur engin lausn að losa sig alltaf við þjálfarann,“ sagði Haraldur við Vísi fyrir um mánuði síðan en nú hefur hann rekið þjálfarann. „Þegar það koma engin stig þá verður að gera eitthvað. Við verðum að reyna að breyta einhverju. Við höfum enn trú á Pedro en það verður að gera eitthvað,“ sagði Haraldur í morgun og segist samt enn vera á þeirri skoðun að það sé ekki alltaf rétt að reka þjálfarann. „Það er engin lausn. Við erum bara að reyna að gera eitthvað. Það hefur bara ekkert verið að ganga. Við erum bara með fimm stig eftir tíu umferðir og eitthvað verðum við að gera. Vonandi skilar þetta einhverju fyrir okkur. Pepsi Max-deild karla Vistaskipti Tengdar fréttir Pedro: Ekki auðvelt að fá leikmenn til Íslands og til ÍBV Portúgalinn hafði nóg að tala um eftir 2-0 tap gegn Stjörnunni á heimavelli. 30. júní 2019 19:10 Pedro: Jólin eru í desember Pedro lá ekki svörunum í leikslok. 26. júní 2019 20:59 Hipolito hættur hjá ÍBV ÍBV og þjálfarinn komust að samkomulagi um starfslok. Ian Jeffs tekur tímabundið við þjálfun meistaraflokks karla. 30. júní 2019 23:46 ÍBV er ekki að íhuga að skipta Hipolito út: Ertu eitthvað bilaður? Nú er um tveggja vikna frí á Pepsi Max-deild karla og ef liðin ætla sér að gera einhverjar breytingar eftir hraðmótið þá er tíminn núna. 3. júní 2019 12:15 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira
Pedro Hipolito var staddur á skrifstofu ÍBV í morgun að ná í dótið sitt er Vísir heyrði í honum hljóðið. Hann var rekinn sem þjálfari karlaliðs félagsins í gær. Hann tók tíðindunum ágætlega. „Þetta kom mér aðeins á óvart. Við tókum fund eftir leikinn í gær og stjórnin tók sína ákvörðun sem ég sætti mig við. Ekkert mál. Svona er þetta stundum í fótboltanum,“ sagði Hipolito yfirvegaður en augljóslega svekktur enda ætlaði hann sér stærri hluti sem þjálfari ÍBV.Ég er ekki vonsvikinn Tapið gegn Stjörnunni á heimavelli í gær var hans síðasti leikur með liðið sem situr á botni Pepsi Max-deildarinnar með fimm stig eftir tíu leiki. Liðið hefur aðeins unnið einn leik. „Þetta er mikilvægur tímapunktur hjá ÍBV því leikmannamarkaðurinn er að opna og það getur styrkt sig. Ég skil af hverju ÍBV fór þessa leið. Ég er ekki vonsvikinn. Svona er fótbolti. Ég samt vonsvikinn með gengi liðsins. Við gátum gert betur í mörgum leikjum.“ Þjálfarinn segir að það hafi verið ljóst í janúar að þetta yrði erfitt er aðalstjórn félagsins tjáði knattspyrnudeildinni að það mætti ekki semja við nýja leikmenn án þess að fá styrktaraðila til að greiða fyrir leikmanninn.Vestmannaeyjar er sérstakur staður „Það bjó auðvitað til vandræði. Við gátum ekki byggt upp eins sterkt lið og við vildum fyrir sumarið. Hópurinn er mjög þunnur og þegar menn meiðast þá eigum við bara unga og óreynda leikmenn. Það er vesen. Við reyndum að gera það sem við gátum en vantar alltaf 2-3 leikmenn. Vonandi nær ÍBV að finna lausnirnar og halda sér uppi. Vestmannaeyjar er sérstakur staður og ég óska liðinu alls hins besta.“ Hipolito þjálfaði hjá Fram áður en hann kom til Eyja. Honum hefur líkað vel á Íslandi og útilokar ekki að þjálfa áfram hér á landi. „Ég er opinn fyrir öllu. Hvort sem það er á Íslandi eða annars staðar. Ég mun skoða allt sem kemur upp á borðið mjög vel,“ sagði Hipolito brattur.Hipolito eftir leik á KR-vellinum.vísir/báraÞann 3. júní síðastliðinn sagði Haraldur Bergvinsson, varaformaður meistaraflokksráðs karla hjá ÍBV, að ekki kæmi til greina að reka Portúgalann en Vísir hafði þá heyrt að það stæði til. „Ertu eitthvað bilaður? Nei, við ætlum ekki að skipta um þjálfara. Það kemur ekki til greina. Hann er að gera mjög góða hluti og við vissum að þetta myndi koma hjá honum. Það er heldur engin lausn að losa sig alltaf við þjálfarann,“ sagði Haraldur við Vísi fyrir um mánuði síðan en nú hefur hann rekið þjálfarann. „Þegar það koma engin stig þá verður að gera eitthvað. Við verðum að reyna að breyta einhverju. Við höfum enn trú á Pedro en það verður að gera eitthvað,“ sagði Haraldur í morgun og segist samt enn vera á þeirri skoðun að það sé ekki alltaf rétt að reka þjálfarann. „Það er engin lausn. Við erum bara að reyna að gera eitthvað. Það hefur bara ekkert verið að ganga. Við erum bara með fimm stig eftir tíu umferðir og eitthvað verðum við að gera. Vonandi skilar þetta einhverju fyrir okkur.
Pepsi Max-deild karla Vistaskipti Tengdar fréttir Pedro: Ekki auðvelt að fá leikmenn til Íslands og til ÍBV Portúgalinn hafði nóg að tala um eftir 2-0 tap gegn Stjörnunni á heimavelli. 30. júní 2019 19:10 Pedro: Jólin eru í desember Pedro lá ekki svörunum í leikslok. 26. júní 2019 20:59 Hipolito hættur hjá ÍBV ÍBV og þjálfarinn komust að samkomulagi um starfslok. Ian Jeffs tekur tímabundið við þjálfun meistaraflokks karla. 30. júní 2019 23:46 ÍBV er ekki að íhuga að skipta Hipolito út: Ertu eitthvað bilaður? Nú er um tveggja vikna frí á Pepsi Max-deild karla og ef liðin ætla sér að gera einhverjar breytingar eftir hraðmótið þá er tíminn núna. 3. júní 2019 12:15 Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira
Pedro: Ekki auðvelt að fá leikmenn til Íslands og til ÍBV Portúgalinn hafði nóg að tala um eftir 2-0 tap gegn Stjörnunni á heimavelli. 30. júní 2019 19:10
Hipolito hættur hjá ÍBV ÍBV og þjálfarinn komust að samkomulagi um starfslok. Ian Jeffs tekur tímabundið við þjálfun meistaraflokks karla. 30. júní 2019 23:46
ÍBV er ekki að íhuga að skipta Hipolito út: Ertu eitthvað bilaður? Nú er um tveggja vikna frí á Pepsi Max-deild karla og ef liðin ætla sér að gera einhverjar breytingar eftir hraðmótið þá er tíminn núna. 3. júní 2019 12:15