Ekkert félag í heimi betra en Juventus í að fá góða leikmenn fyrir lítið eða ekkert Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júlí 2019 15:30 Leikmenn Juve fagna sigri í ítölsku deildinn áttunda tímabilið í röð. Getty/Marco Canoniero Á tímum þar sem knattspyrnumenn verða dýrari og dýrari með hverju árinu er eitt félag í heiminum sem kann þá list betur en aðrir að fá leikmenn til sín á kostakjörum. Franski miðjumaðurinn Adrien Rabiot er sá nýjasti sem fer til Juventus á frjálsri sölu en fyrr í sumar fékk Juve Arsenal-manninn Aaron Ramsey á frjálsri sölu. Adrien Rabiot kemur til Juventus frá franska félaginu Paris Saint Germain. Fjöldi annarra félaga hafði áhuga á að fá hann til síns en Rabiot valdi ítölsku meistarana. Stuðningsmenn Arsenal sjá örugglega mikið eftir Aaron Ramsey sem náði ekki samkomulagi við enska félagið um framlengingu á sínum samningi. Þess í stað mun Aaron Ramsey nú reyna fyrir sér í ítalska boltanum. Aaron Ramsey og Adrien Rabiot bætast þar með í glæsilegan hóp leikmanna sem komið hafa frítt til Juventus eða fyrir mjög lítinn pening. Bleacher Report Football hefur tekið alla þessa leikmenn saman og sett upp á grafíska mynd eins og sjá má hér fyrir neðan. Þetta er orðinn afar myndarlegur hópur.Juve love a bargain. pic.twitter.com/JQa2Iq9M3S — B/R Football (@brfootball) June 30, 2019Juventus borgaði vissulega Real Madrid risaupphæð fyrir Cristiano Ronaldo en margir aðrir stjörnuleikmenn liðsins hafa komið fyrir lítið. Meðal þeirra sem hafa komið frítt eru menn eins og Fabio Cannavaro, Andrea Pirlo, Paul Pogba, Fernando Llorente, Kingsley Coman, Sami Khedira, Dani Alves, Emre Can og nú síðast þeir Aaron Ramsey og Adrien Rabiot. Það er ekki hægt annað en að hrósa forráðamönnum ítalska félagsins fyrir útsjónarsemi sína og það eru þessi viðskipti sem eiga eflaust mikinn þátt í því að Juve hefur orðið ítalskur meistari átta tímabil í röð. Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sjá meira
Á tímum þar sem knattspyrnumenn verða dýrari og dýrari með hverju árinu er eitt félag í heiminum sem kann þá list betur en aðrir að fá leikmenn til sín á kostakjörum. Franski miðjumaðurinn Adrien Rabiot er sá nýjasti sem fer til Juventus á frjálsri sölu en fyrr í sumar fékk Juve Arsenal-manninn Aaron Ramsey á frjálsri sölu. Adrien Rabiot kemur til Juventus frá franska félaginu Paris Saint Germain. Fjöldi annarra félaga hafði áhuga á að fá hann til síns en Rabiot valdi ítölsku meistarana. Stuðningsmenn Arsenal sjá örugglega mikið eftir Aaron Ramsey sem náði ekki samkomulagi við enska félagið um framlengingu á sínum samningi. Þess í stað mun Aaron Ramsey nú reyna fyrir sér í ítalska boltanum. Aaron Ramsey og Adrien Rabiot bætast þar með í glæsilegan hóp leikmanna sem komið hafa frítt til Juventus eða fyrir mjög lítinn pening. Bleacher Report Football hefur tekið alla þessa leikmenn saman og sett upp á grafíska mynd eins og sjá má hér fyrir neðan. Þetta er orðinn afar myndarlegur hópur.Juve love a bargain. pic.twitter.com/JQa2Iq9M3S — B/R Football (@brfootball) June 30, 2019Juventus borgaði vissulega Real Madrid risaupphæð fyrir Cristiano Ronaldo en margir aðrir stjörnuleikmenn liðsins hafa komið fyrir lítið. Meðal þeirra sem hafa komið frítt eru menn eins og Fabio Cannavaro, Andrea Pirlo, Paul Pogba, Fernando Llorente, Kingsley Coman, Sami Khedira, Dani Alves, Emre Can og nú síðast þeir Aaron Ramsey og Adrien Rabiot. Það er ekki hægt annað en að hrósa forráðamönnum ítalska félagsins fyrir útsjónarsemi sína og það eru þessi viðskipti sem eiga eflaust mikinn þátt í því að Juve hefur orðið ítalskur meistari átta tímabil í röð.
Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sjá meira