Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - ÍA 0-0 | Markalaust í Víkinni Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 1. júlí 2019 23:15 Sölvi Geir Ottesen, fyrirliði Víkings. vísir/bára ÍA og Víkingur gerðu í kvöld 0-0 jafntefli á Víkingsvelli í Pepsi Max deild karla. Það var lítið um færi í leiknum en leikurinn var mikil skák. Vítaspyrna frá Nikolaj Hansen hefði getað komið Víkingum yfir rétt fyrir hálfleikinn en Árni Snær Ólafsson varði hana. Fyrstu 40 mínútur fyrri hálfleiks voru ansi óáhugaverður. Skagamenn voru þéttir tilbaka og ætluðu á að treysta á að geta unnið seinni boltann og spila út frá því. Þeim gekk illa að skapa út úr því en svipað var uppi á teningnum hinu megin þrátt fyrir að aðrar aðferðir hafi verið notaðar. Árni Snær Ólafsson markmaður ÍA tók Nikolaj Hansen niður í teignum í lok fyrri hálfleiks og þá var réttilega dæmd vítaspyrna. Nikolaj fór sjálfur á punktinn og tók sitt örugglega versta víti í Víkings treyju. Árni Snær varði með fótunum og bjargaði degi Skagamanna. Seinni hálfleikur var aðeins líflegri en það var samt lítið um færi. Skagamenn pressuðu meira hátt á vellinum en náðu þó ekki að skapa sér nein hættuleg færi. Víkingar eiga hrós skilið fyrir það að hafa haldið sér við sín prinsipp og reyndu allan tímann að spila útúr vörninni. Af hverju varð jafntefli? Skagamenn vildu fyrst og fremst ná í stig í kvöld og þeir fengu það. Víkingar voru ekki nógu góðar á loka þriðjungnum til að brjóta þéttann varnarmúr Skagamanna. Hverjir stóðu upp úr? Það stóðu sig nú flestir vel varnarlega í dag enda engin dauðafæri nema vítið. Halldór Smári fékk að vera maður leiksins í kvöld en það hefði verið mjög auðvelt að velja makkerinn hans í hafsentinum Sölva Geir Ottesen líka. Þeir héldu Skagamönnum gjörsamlega úr færum og unnu urmul af skallaboltum í kvöld. Svipað má svo sem segja um varnarmenn ÍA en Víkingar fengu aðeins fleiri færi í leiknum. Hvað gekk illa? Bæði lið áttu bara mjög erfitt með að skapa sér sóknarlega. Það væri hægt að setja flesta sóknarmennina hingað inn en þetta var bara heilt yfir dapurt fram á við. Hvað gerist næst? Víkingur fara í Hafnarfjörðinn næstkomandi mánudag klukkan 19.15 Arnar: Annað liðið kom til að halda stiginu„Þetta var áhugaverður leikur fyrir taktíknörda. Þetta voru tveir gjörsamlega ólíkir leikstílar, annað liðið var að reyna að halda bolta og spila. Hitt liðið var beinskeyttara, mikið af löngum sendingum, vinna seinni bolta og fá föst leikatriði. Þeir eru bara sterkir í því sem að þeir gera ,“ sagði Arnar Bergmann Gunnlaugsson þjálfari Víkinga eftir leik kvöldsins. Víkingar fá víti undir lok fyrri hálfleiks þegar Árni Snær Ólafsson markmaður ÍA braut á Nikolaj Hansen framherja Víkings. Árni bjargaði sér hinsvegar og varði vítið frá Nikolaj. „Nikolaj er búinn að vera mjög góð vítaskytta fyrir okkur þessi tvö tímabil. Svona er bara líf sentersins, stundum er bara gleði og stundum bara vonleysi. Það var vonleysi í dag en hann kemur bara sterkur tilbaka.” „Við vorum með leikinn í okkar höndum okkar vantaði bara þetta eina mark til að opna flóðgáttirnar en því miður þá kom það ekki.” Skagamenn tóku nokkra kafla þar sem þeir pressuðu Víkinga hátt. Víkingar spörkuðu boltanum nokkrum sinnum útaf en gáfu fá færi á sig. „Það gekk mjög vel að leysa hápressuna. Við vorum ekki í neinum vandræðum með það, það var einu sinni tvisvar í seinni hálfleik þar sem þeir náðu boltanum. Þá fór boltinn kannski útaf og þeir fengu innkast, við vorum mjög svalir með að leysa hápressuna. Í seinni hálfleik gátum við skorað tvö mörk bara með því að komast í gegnum pressuna.” Kwame Quee gekk í vikunni til liðs við Víking á láni frá Breiðabliki. Kwame hafði einungis verið einu sinni í byrjunarliðinu fyrir Kópavogsliðið í sumar en hann hafði áður spilað fyrir Víking frá Ólafsvík. „Kwame var mjög góður. Hann er náttúrulega vel skólaður til í Breiðabliki og hjá Ejub í Ólafsvík þannig að hann kann alveg leikinn. Hann kemur inná á heimavelli og sýnir bara mjög góðan og agaðan leik. Ég var ekkert hræddur við að henda honum í djúpu laugina.” 1425 manns voru á leiknum í kvöld á Heimavelli hamingjunnar. Arnar var hamingjusamur með mætinguna og að vera mættur aftur á raunverulega heimavöllinn en svekktur að hafa ekki getað boðið uppá sigur. „Þetta er geggjað. Þess vegna var svo leiðinlegt að geta ekki boðið fólkinu uppá sigur. Skagamenn eru náttúrulega mínir menn og þeir fjölmenntu líka. Annað liðið var greinilega komið til að halda stiginu. Þeir féllu vel langt tilbaka og ég veit ekki hvað við vorum mikið með boltann í leiknum. Í seinni hálfleik í vindinum fóru þeir aðeins framar en þeir voru samt mættir til að ná í stigið og þeir gerðu það vel.” Kári Árnason landsliðsmaður gekk til liðs Víking í vikunni en var ekki kominn með leikheimild í vikunni. Hann verður hinsvegar kominn með leikheimild þegar Víkingar heimsækja FH á mánudaginn. „Kári verður klár í næsta leik og við verðum þá með fullskipaðan mannskap. Jafnvel að eitt tvö andlit detti inn til viðbótar. Kaplakriki er náttúrulega bara flottasti völlur landsins með frábæru grasi þannig að okkur hlakkar bara til að keppast við FH.” Víkingar eru nú þegar með mjög fínt miðvarðarpar í Sölva Geir Ottesen og Halldóri Smára Sigurðssyni. Arnar er spenntur yfir að vera kominn með einn sterkan hafsent í viðbót en vill ekki gefa upp hvernig hann ætlar að stilla upp í næsta leik. „Kári er náttúrulega bara landsliðs hafsent númer eitt og fer bara beint í hafsentinn. Við erum með ýmsar lausnir við því. Þetta býður uppá mikla möguleika hvað varðar uppspil og þess háttar. Ég er með ákveðnar hugmyndir sem að Kári veit allt um og það kemur bara í ljós á móti FH.” Arnar minntist fyrr í viðtalinu á að það væru mögulega nokkrir leikmenn að ganga til liðs við sig í glugganum. Hann gat ekki sagt neitt um hverjir það eru hinsvegar. „Það er bara verið að þreifa hingað og þangað. Það gæti líka vel verið að einhverjir 2-3 fari frá okkur. Glugginn er bara að byrja og leikmenn fara að banka á dyrnar sem fá lítið að spila. Það er skiljanlegt. Það þarf bara að taka ákvörðun hvað er til hagsbóta fyrir klúbbinn og fyrir viðkomandi leikmenn.” Jóhannes: Aldrei góð nálgun að spila til að tapa ekki„Ég er í raun og veru bara sáttur með frammistöðuna hjá mínu liði. Auðvitað hefðum við viljað sækja fleiri færi en við komum hingað með það að vera svolítið þéttir varnarlega,” sagði Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA um frammistöðu sinna manna í leiknum. Skagamenn pressuðu dálítið í leiknum og áttu örugglega sína bestu kafla í kvöld þegar mættu Víkingum hátt á vellinum. Þeir náðu hinsvegar ekki að skapa sér nein góð færi. „Við ætluðum að pressa á köflum og við gerðum það vel. Þó svo að Víkingarnir séu mjög vel spilandi lið og það er oft erfitt að pressa þá fannst mér það heppnast ágætlega hjá okkur. Við vorum bara svolitlir klaufar að geta ekki nýtt okkur það betur þegar við vinnum boltann. Fyrst og fremst er ég bara ánægður með heildarframmistöðuna hjá liðinu.” Skagamenn eru búnir að tapa 3 leikjum í röð í deildinni. Jóhannes var samt ekki tilbúinn að segja að markmið leiksins hafi verið að tapa ekki. „Það er aldrei góð nálgun að fara inn í leik til að tapa ekki. Nálgunin okkar var bara að finna aftur taktinn í varnarvinnunni og vinnuseminni. Þetta kom hérna í dag og það skilaði þessu stigi.” „Það var ekkert mikið um dauðafæri. Við áttum einn skalla og það voru einhverjar fyrirgjafir sem komu inn í teiginn en við náðum ekki að skapa nógu mikið af færum. Eins og ég sagði áðan þá vorum við kannski pínu klaufar að tapa boltanum og ná ekki að nýta okkur það nógu vel þegar við unnum boltann, bæði í lá og hápressunni. Fyrst og fremst er ég bara ánægður með þéttleikann og vinnusemina í liðinu,” sagði Jóhannes um færisleysi Skagamanna. Skagamenn áttu erfitt með að skapa sér færi í kvöld en sóknarleikurinn var dálítið hugmyndasnauður. Tryggva Hrafn Haraldssyni var skipt útaf snemma í seinni hálfleik fyrir Steinar Þorsteinsson. Tryggvi er samt ekkert meiddur sem er fagnaðarerindi fyrir Skagamenn. „Við ákváðum aðeins að breyta til. Fá frískar lappir framarlega á völlinn og Steinar kom inn og lagði sig virkilega vel fram.” Jón Gísli Eyland Gíslason var í kvöld í fyrsta skipti í byrjunarliði í efstu deild. Þessi strákur er fæddur árið 2002 og var í lokahóp u17 ára landsliðsins sem fór á EM í vor. „Þetta er náttúrulega hörku karakter. Þetta er strákur sem er búinn að leggja mikið á sig og kominn á góðan stað á unga aldri. Hann fékk sinn fyrsta byrjunarliðsleik hérna í dag og stóð sig mjög vel. Hann er með frábærar fyrirgjafir og skilur leikinn mjög vel. Hann stóð sig bara virkilega vel. Jákvætt fyrir hann og okkur líka að fá svona ungan og efnilegan strák til þess að koma inn og spila í meistaraflokki hjá okkur.” Skagamenn voru í vandræðum með að nota síðustu skiptinguna sína í kvöld. Það þurfti þrisvar sinnum að lyfta upp skiltinu til að byrja skiptinguna til einskis áður en þeir gátu loksins framkvæmt hana í lokinn. „Við vorum að fara að skipta leikmanni útaf og þá meiddist Stefán Teitur aðeins. Þetta var síðasta skiptingin okkar svo við þurftum að bíða eftir skilaboðum frá sjúkraþjálfaranum hvort að Stefán Teitur væri í lagi eða ekki. Skilaboðin bárust svolítið seint þannig að við þurftum svolítið að bíða. Það var dramaið á bakvið það allt saman.” ÍA fá Fylki í heimsókn á laugardaginn en liðin eru á svipuðum stað í töflunni og þetta ætti að vera hörkuleikur. „Fylkismennirnir eru náttúrulega með mjög skemmtilegt lið. Við vorum náttúrulega að mæta skemmtilegu liði Víkinga hérna. Það sem þetta snýst um fyrir okkur er að við höldum áfram að einbeita okkur að sjálfum okkur. Skemmtilegt tækifæri að fá Fylki í heimsókn og við ætluðum okkur dálítið að byggja á þessari frammistöðu í dag.” Pepsi Max-deild karla
ÍA og Víkingur gerðu í kvöld 0-0 jafntefli á Víkingsvelli í Pepsi Max deild karla. Það var lítið um færi í leiknum en leikurinn var mikil skák. Vítaspyrna frá Nikolaj Hansen hefði getað komið Víkingum yfir rétt fyrir hálfleikinn en Árni Snær Ólafsson varði hana. Fyrstu 40 mínútur fyrri hálfleiks voru ansi óáhugaverður. Skagamenn voru þéttir tilbaka og ætluðu á að treysta á að geta unnið seinni boltann og spila út frá því. Þeim gekk illa að skapa út úr því en svipað var uppi á teningnum hinu megin þrátt fyrir að aðrar aðferðir hafi verið notaðar. Árni Snær Ólafsson markmaður ÍA tók Nikolaj Hansen niður í teignum í lok fyrri hálfleiks og þá var réttilega dæmd vítaspyrna. Nikolaj fór sjálfur á punktinn og tók sitt örugglega versta víti í Víkings treyju. Árni Snær varði með fótunum og bjargaði degi Skagamanna. Seinni hálfleikur var aðeins líflegri en það var samt lítið um færi. Skagamenn pressuðu meira hátt á vellinum en náðu þó ekki að skapa sér nein hættuleg færi. Víkingar eiga hrós skilið fyrir það að hafa haldið sér við sín prinsipp og reyndu allan tímann að spila útúr vörninni. Af hverju varð jafntefli? Skagamenn vildu fyrst og fremst ná í stig í kvöld og þeir fengu það. Víkingar voru ekki nógu góðar á loka þriðjungnum til að brjóta þéttann varnarmúr Skagamanna. Hverjir stóðu upp úr? Það stóðu sig nú flestir vel varnarlega í dag enda engin dauðafæri nema vítið. Halldór Smári fékk að vera maður leiksins í kvöld en það hefði verið mjög auðvelt að velja makkerinn hans í hafsentinum Sölva Geir Ottesen líka. Þeir héldu Skagamönnum gjörsamlega úr færum og unnu urmul af skallaboltum í kvöld. Svipað má svo sem segja um varnarmenn ÍA en Víkingar fengu aðeins fleiri færi í leiknum. Hvað gekk illa? Bæði lið áttu bara mjög erfitt með að skapa sér sóknarlega. Það væri hægt að setja flesta sóknarmennina hingað inn en þetta var bara heilt yfir dapurt fram á við. Hvað gerist næst? Víkingur fara í Hafnarfjörðinn næstkomandi mánudag klukkan 19.15 Arnar: Annað liðið kom til að halda stiginu„Þetta var áhugaverður leikur fyrir taktíknörda. Þetta voru tveir gjörsamlega ólíkir leikstílar, annað liðið var að reyna að halda bolta og spila. Hitt liðið var beinskeyttara, mikið af löngum sendingum, vinna seinni bolta og fá föst leikatriði. Þeir eru bara sterkir í því sem að þeir gera ,“ sagði Arnar Bergmann Gunnlaugsson þjálfari Víkinga eftir leik kvöldsins. Víkingar fá víti undir lok fyrri hálfleiks þegar Árni Snær Ólafsson markmaður ÍA braut á Nikolaj Hansen framherja Víkings. Árni bjargaði sér hinsvegar og varði vítið frá Nikolaj. „Nikolaj er búinn að vera mjög góð vítaskytta fyrir okkur þessi tvö tímabil. Svona er bara líf sentersins, stundum er bara gleði og stundum bara vonleysi. Það var vonleysi í dag en hann kemur bara sterkur tilbaka.” „Við vorum með leikinn í okkar höndum okkar vantaði bara þetta eina mark til að opna flóðgáttirnar en því miður þá kom það ekki.” Skagamenn tóku nokkra kafla þar sem þeir pressuðu Víkinga hátt. Víkingar spörkuðu boltanum nokkrum sinnum útaf en gáfu fá færi á sig. „Það gekk mjög vel að leysa hápressuna. Við vorum ekki í neinum vandræðum með það, það var einu sinni tvisvar í seinni hálfleik þar sem þeir náðu boltanum. Þá fór boltinn kannski útaf og þeir fengu innkast, við vorum mjög svalir með að leysa hápressuna. Í seinni hálfleik gátum við skorað tvö mörk bara með því að komast í gegnum pressuna.” Kwame Quee gekk í vikunni til liðs við Víking á láni frá Breiðabliki. Kwame hafði einungis verið einu sinni í byrjunarliðinu fyrir Kópavogsliðið í sumar en hann hafði áður spilað fyrir Víking frá Ólafsvík. „Kwame var mjög góður. Hann er náttúrulega vel skólaður til í Breiðabliki og hjá Ejub í Ólafsvík þannig að hann kann alveg leikinn. Hann kemur inná á heimavelli og sýnir bara mjög góðan og agaðan leik. Ég var ekkert hræddur við að henda honum í djúpu laugina.” 1425 manns voru á leiknum í kvöld á Heimavelli hamingjunnar. Arnar var hamingjusamur með mætinguna og að vera mættur aftur á raunverulega heimavöllinn en svekktur að hafa ekki getað boðið uppá sigur. „Þetta er geggjað. Þess vegna var svo leiðinlegt að geta ekki boðið fólkinu uppá sigur. Skagamenn eru náttúrulega mínir menn og þeir fjölmenntu líka. Annað liðið var greinilega komið til að halda stiginu. Þeir féllu vel langt tilbaka og ég veit ekki hvað við vorum mikið með boltann í leiknum. Í seinni hálfleik í vindinum fóru þeir aðeins framar en þeir voru samt mættir til að ná í stigið og þeir gerðu það vel.” Kári Árnason landsliðsmaður gekk til liðs Víking í vikunni en var ekki kominn með leikheimild í vikunni. Hann verður hinsvegar kominn með leikheimild þegar Víkingar heimsækja FH á mánudaginn. „Kári verður klár í næsta leik og við verðum þá með fullskipaðan mannskap. Jafnvel að eitt tvö andlit detti inn til viðbótar. Kaplakriki er náttúrulega bara flottasti völlur landsins með frábæru grasi þannig að okkur hlakkar bara til að keppast við FH.” Víkingar eru nú þegar með mjög fínt miðvarðarpar í Sölva Geir Ottesen og Halldóri Smára Sigurðssyni. Arnar er spenntur yfir að vera kominn með einn sterkan hafsent í viðbót en vill ekki gefa upp hvernig hann ætlar að stilla upp í næsta leik. „Kári er náttúrulega bara landsliðs hafsent númer eitt og fer bara beint í hafsentinn. Við erum með ýmsar lausnir við því. Þetta býður uppá mikla möguleika hvað varðar uppspil og þess háttar. Ég er með ákveðnar hugmyndir sem að Kári veit allt um og það kemur bara í ljós á móti FH.” Arnar minntist fyrr í viðtalinu á að það væru mögulega nokkrir leikmenn að ganga til liðs við sig í glugganum. Hann gat ekki sagt neitt um hverjir það eru hinsvegar. „Það er bara verið að þreifa hingað og þangað. Það gæti líka vel verið að einhverjir 2-3 fari frá okkur. Glugginn er bara að byrja og leikmenn fara að banka á dyrnar sem fá lítið að spila. Það er skiljanlegt. Það þarf bara að taka ákvörðun hvað er til hagsbóta fyrir klúbbinn og fyrir viðkomandi leikmenn.” Jóhannes: Aldrei góð nálgun að spila til að tapa ekki„Ég er í raun og veru bara sáttur með frammistöðuna hjá mínu liði. Auðvitað hefðum við viljað sækja fleiri færi en við komum hingað með það að vera svolítið þéttir varnarlega,” sagði Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA um frammistöðu sinna manna í leiknum. Skagamenn pressuðu dálítið í leiknum og áttu örugglega sína bestu kafla í kvöld þegar mættu Víkingum hátt á vellinum. Þeir náðu hinsvegar ekki að skapa sér nein góð færi. „Við ætluðum að pressa á köflum og við gerðum það vel. Þó svo að Víkingarnir séu mjög vel spilandi lið og það er oft erfitt að pressa þá fannst mér það heppnast ágætlega hjá okkur. Við vorum bara svolitlir klaufar að geta ekki nýtt okkur það betur þegar við vinnum boltann. Fyrst og fremst er ég bara ánægður með heildarframmistöðuna hjá liðinu.” Skagamenn eru búnir að tapa 3 leikjum í röð í deildinni. Jóhannes var samt ekki tilbúinn að segja að markmið leiksins hafi verið að tapa ekki. „Það er aldrei góð nálgun að fara inn í leik til að tapa ekki. Nálgunin okkar var bara að finna aftur taktinn í varnarvinnunni og vinnuseminni. Þetta kom hérna í dag og það skilaði þessu stigi.” „Það var ekkert mikið um dauðafæri. Við áttum einn skalla og það voru einhverjar fyrirgjafir sem komu inn í teiginn en við náðum ekki að skapa nógu mikið af færum. Eins og ég sagði áðan þá vorum við kannski pínu klaufar að tapa boltanum og ná ekki að nýta okkur það nógu vel þegar við unnum boltann, bæði í lá og hápressunni. Fyrst og fremst er ég bara ánægður með þéttleikann og vinnusemina í liðinu,” sagði Jóhannes um færisleysi Skagamanna. Skagamenn áttu erfitt með að skapa sér færi í kvöld en sóknarleikurinn var dálítið hugmyndasnauður. Tryggva Hrafn Haraldssyni var skipt útaf snemma í seinni hálfleik fyrir Steinar Þorsteinsson. Tryggvi er samt ekkert meiddur sem er fagnaðarerindi fyrir Skagamenn. „Við ákváðum aðeins að breyta til. Fá frískar lappir framarlega á völlinn og Steinar kom inn og lagði sig virkilega vel fram.” Jón Gísli Eyland Gíslason var í kvöld í fyrsta skipti í byrjunarliði í efstu deild. Þessi strákur er fæddur árið 2002 og var í lokahóp u17 ára landsliðsins sem fór á EM í vor. „Þetta er náttúrulega hörku karakter. Þetta er strákur sem er búinn að leggja mikið á sig og kominn á góðan stað á unga aldri. Hann fékk sinn fyrsta byrjunarliðsleik hérna í dag og stóð sig mjög vel. Hann er með frábærar fyrirgjafir og skilur leikinn mjög vel. Hann stóð sig bara virkilega vel. Jákvætt fyrir hann og okkur líka að fá svona ungan og efnilegan strák til þess að koma inn og spila í meistaraflokki hjá okkur.” Skagamenn voru í vandræðum með að nota síðustu skiptinguna sína í kvöld. Það þurfti þrisvar sinnum að lyfta upp skiltinu til að byrja skiptinguna til einskis áður en þeir gátu loksins framkvæmt hana í lokinn. „Við vorum að fara að skipta leikmanni útaf og þá meiddist Stefán Teitur aðeins. Þetta var síðasta skiptingin okkar svo við þurftum að bíða eftir skilaboðum frá sjúkraþjálfaranum hvort að Stefán Teitur væri í lagi eða ekki. Skilaboðin bárust svolítið seint þannig að við þurftum svolítið að bíða. Það var dramaið á bakvið það allt saman.” ÍA fá Fylki í heimsókn á laugardaginn en liðin eru á svipuðum stað í töflunni og þetta ætti að vera hörkuleikur. „Fylkismennirnir eru náttúrulega með mjög skemmtilegt lið. Við vorum náttúrulega að mæta skemmtilegu liði Víkinga hérna. Það sem þetta snýst um fyrir okkur er að við höldum áfram að einbeita okkur að sjálfum okkur. Skemmtilegt tækifæri að fá Fylki í heimsókn og við ætluðum okkur dálítið að byggja á þessari frammistöðu í dag.”
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti