Handbolti

Óvænt hetja Selfyssinga framlengir samning sinn við Íslandsmeistarana

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sölvi Ólafsson fyrir framan Hleðsluhöll þeirra Selfyssinga.
Sölvi Ólafsson fyrir framan Hleðsluhöll þeirra Selfyssinga. Mynd/Handknattleiksdeild Selfoss
Sölvi Ólafsson sló í gegn í úrslitakeppni Olís deildar karla í handbolta á nýloknu tímabil og átti mikinn þátt í því að Selfoss varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn.

Sölvi Ólafsson hefur nú framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Selfoss til tveggja ára.

Það var mikið talað um að markvarslan væri akkilesarhæll Selfossliðsins en þegar á reyndi í stærstu leikjum tímabilsins þá kom Sölvi oft mjög sterkur inn.

„Sölvi hlaut sitt handboltalega uppeldi á Selfossi þar sem hann lék sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2012. Hann fór svo aðeins að skoða heiminn þegar hann gekk í Aftureldingu árið 2015. Sumarið 2017 kom Sölvi svo aftur heim á Selfoss þar sem hann hefur spilað síðan. Við fögnum því að Sölvi haldi sinni vegferð áfram á Selfossi,“ segir í fréttatilkynningu frá Selfyssingum.

Sölvi Ólafsson varð 9,4 skot í leik í úrslitakeppninni og 32,4 prósent skota sem á hann komu. Hann varði líka 27,3 prósent víta sem hann reyndi við.

Þetta eru mun hærri tölur en í deildarkeppninni þar sem Sölvi varði 4,7 skot í leik og 30,9 prósent skota og 10,5 prósent víta sem hann reyndi við.

Það skipti gríðarlega miklu máli fyrir Selfossliðið að fá Sölva svona sterkan inn í úrslitakeppnina þar sem Selfossliðið vann átta af níu leikjum sínum.


Tengdar fréttir

Okkur tókst að brjóta múrinn

Selfyssingar eru Íslandsmeistarar í fyrsta sinn í sögu félagsins og var fagnað fram eftir nóttu á Selfossi, 27 árum eftir að Selfoss lék síðast til úrslita og þurfti að horfa á eftir titlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×