64 sm bleikja í Lónsá Karl Lúðvíksson skrifar 1. júlí 2019 08:44 64 sm bleikjan sem veiddist í Fnjóská. Mynd: Mattías Þór Hákonarson Það hefur verið ansi líflegt í Lónsá og greinilegt að bleikjustofninn í ánni er að koma ansi sterkur inn þetta sumarið. Mattías Þór Hákonarson leiðsögumaður hefur verið við veiðar ásamt góðum hóp veiðimanna þar undanfarna daga og veiðin hefur verið afar góð eða 15-20 fiskar á dag. Mest af því sem er að veiðast er rígvæn sjóbleikja en fyrsti laxinn er líka kominn úr ánni. Það vita það allir sem hafa tekist á við sjóbleikju að hún er ótrúlega hörð í átökunum og mun þyngri á línunni en lax og af þessum sökum eru margir sem gera út á að veiða hana í flottu straumvatni eins og Lónsá. Stærsta bleikjan sem kom á land er engin smásmíð eins og sést á meðfylgjandi mynd en hún er 64 sm að lengd og klárlega sú stærsta sem við höfum frétt af í sumar. Vænar bleikjur veiðast reglulega í ánum fyrir norðan eins og Víðidalsá, Vatnsdalsá, Fnjóská, Hafralónsá, Skjálfanda, Eyjafjarðará bara svo nokkrar séu nefndar og við höfum ekki heyrt annað en að veiðin á bleikju sem góð í þeim öllum það sem af er tímabilinu en toppurinn á göngunum er yfirleitt eftir miðjan júlí svo það á bara eftir að bæta í. Mest lesið Sporðaköst fengu grænt ljós frá Eric Clapton: „I love it“ Veiði Stórlöxunum fjölgar í Elliðaánum Veiði Ótrúlegur viðsnúningur í Hofsá og Selá Veiði Ytri Rangá fer líklega í 3.000 laxa í byrjun næstu viku Veiði Lúxusveiði í verðlaun í myndagetraun Veiði Landaði 6 löxum úr 6 ám á sama deginum Veiði Eitthvað laust af góðum veiðileyfum Veiði Þrír mánuðir til stefnu Veiði 113 fiskar gengu upp í Gljúfurá í vikunni Veiði Af Hofsá í Skagafirði Veiði
Það hefur verið ansi líflegt í Lónsá og greinilegt að bleikjustofninn í ánni er að koma ansi sterkur inn þetta sumarið. Mattías Þór Hákonarson leiðsögumaður hefur verið við veiðar ásamt góðum hóp veiðimanna þar undanfarna daga og veiðin hefur verið afar góð eða 15-20 fiskar á dag. Mest af því sem er að veiðast er rígvæn sjóbleikja en fyrsti laxinn er líka kominn úr ánni. Það vita það allir sem hafa tekist á við sjóbleikju að hún er ótrúlega hörð í átökunum og mun þyngri á línunni en lax og af þessum sökum eru margir sem gera út á að veiða hana í flottu straumvatni eins og Lónsá. Stærsta bleikjan sem kom á land er engin smásmíð eins og sést á meðfylgjandi mynd en hún er 64 sm að lengd og klárlega sú stærsta sem við höfum frétt af í sumar. Vænar bleikjur veiðast reglulega í ánum fyrir norðan eins og Víðidalsá, Vatnsdalsá, Fnjóská, Hafralónsá, Skjálfanda, Eyjafjarðará bara svo nokkrar séu nefndar og við höfum ekki heyrt annað en að veiðin á bleikju sem góð í þeim öllum það sem af er tímabilinu en toppurinn á göngunum er yfirleitt eftir miðjan júlí svo það á bara eftir að bæta í.
Mest lesið Sporðaköst fengu grænt ljós frá Eric Clapton: „I love it“ Veiði Stórlöxunum fjölgar í Elliðaánum Veiði Ótrúlegur viðsnúningur í Hofsá og Selá Veiði Ytri Rangá fer líklega í 3.000 laxa í byrjun næstu viku Veiði Lúxusveiði í verðlaun í myndagetraun Veiði Landaði 6 löxum úr 6 ám á sama deginum Veiði Eitthvað laust af góðum veiðileyfum Veiði Þrír mánuðir til stefnu Veiði 113 fiskar gengu upp í Gljúfurá í vikunni Veiði Af Hofsá í Skagafirði Veiði