Dagný Brynjarsdóttir landsliðskona í knattspyrnu og samherjar hennar hjá Portland Thorns komust á topp bandarísku NWSL-deildarinnar með 2-1 sigri á Houston Dash um helgina.
Dagný lék allan leikinn fyrir Portland Thorns sem lenti undir í leiknum en náði að snúa taflinu sér í vil. Portland Thorns er eftir þennan sigur með 19 stig eftir tíu umferðir og hefur einu stigi meira en Washington sem er í öðru sæti.
Það gekk ekki eins vel hjá Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur og liðsfélögum hennar hjá Utah Royals en þær lutu í lægra haldi 2-0 fyrir Seattle Reign. Þessi úrslit þýða að Utah Royals og Seattle Reign eru jöfn að stigum með 17 stig í þriðja til fjórða sæti deildarinnar.
North Carolina, sem er ríkjandi meistari, er þar fyrir neðan með 16 stig en efstu fjögur lið deildarkeppninnar komast í úrslitakeppni um meistaratitilinn og það er ljóst að hart verður barist um sæti þar. - hó
Dagný trónir á toppnum
Hjörvar Ólafsson skrifar

Mest lesið


„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Fótbolti



Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja
Enski boltinn



„Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“
Íslenski boltinn

