Martraðarkennd stikla fyrir Cats sem gerir fólk afhuga köttum Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. júlí 2019 08:45 Hin margverðlauna Judy Dench fer með eitt aðalhlutverkanna. Það fer henni ekkert sérstaklega vel að vera köttur, ekki frekar en öðrum leikurum myndarinnar. skjáskot Kvikmyndaáhugafólk átti margt erfitt með að festa svefn í nótt eftir að stiklunni fyrir endugerð söngvamyndarinnar sígildu Cats var laumað út í skjóli nætur í gærkvöld. Varla er hægt að tala um það að myndin skarti einvalaliði leikara; eins og Judy Dench, Ian McKellen, Idris Elba, Taylor Swift, Jennifer Hudson og James Corden, einfaldlega vegna þess að þeim hefur, með „aðstoð“ tölvutækninnar, verið stökkbreytt í einhvers konar matraðrarkennda mannkattablöndu.One chance. Watch the #CatsMovie trailer now. pic.twitter.com/9Gor3QdUVU— Working Title (@Working_Title) July 18, 2019 Cats-myndarinnar hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu, ekki aðeins vegna vinsælda söngleiks Andrew Lloyd Webber eða leikaraliðsins heldur er myndinni jafnframt leikstýrt af Tom Hooper. Hann á nokkrar þekktar undir belti; eins og Les Misérables, the Danish Girl og The Kings Speech en sú síðastnefnda skilaði honum Óskarsverðlaunum fyrir bestu leikstjórn. Aðstandendur myndarinnar vona því eflaust að leikstjórnarhæfileikar Hoopers muni draga athygli frá útliti aðalhetjanna, kattanna sem myndin dregur nafn sitt af. Það mun þó reynast þrautin þyngri ef marka má fyrstu viðbrögð kvikmyndaáhugafólks. Það hefur ýmislegt út á kettina að setja. Til að mynda séu þeir allt of litlir en í einu atriði í stiklunni má sjá ketti dansa ofan á uppádekkuðu borði sem þykir kristalla fráleit stærðarhlutföllin. Að sama skapi furða þeir sig á því að læðurnar eru með brjóst en ekki spena, skemmtikrafturinn Margrét Erla Maack spyr sig jafnframt hvar „tillarnir“ eru á fressköttunum. Ekki bæti heldur úr skák að svo virðist vera sem sumir kattanna gangi um í kattafeldum - sem þeir hafa þá væntanlega fláð af öðrum köttum.Afsakið hvar eru tillarnir á þessum högnum https://t.co/jZOwHdc3Na— margrét erla maack (@mokkilitli) July 18, 2019 Því er það mat margra að líklega hefði verið gáfulegra að láta leikarana einfaldlega klæðast kattagervum í stað þess að umbreyta þeim í þessi goðafræðilegu ófreskjur. Það hafi ætíð verið gert þegar Cats hefur verið sett á fjalirnar, allt frá frumsýningu þess á West End í Lundúnum árið 1981. Aðdáendur vona því að Hooper og félagar muni grípa í taumana og gera það sama og aðstandendur myndarinnar Sonic the Hegdgehog gerðu eftir viðlíka útreið á samfélagsmiðlum. Eftir að fyrstu myndirnar af bláa broddgeltinum litu dagsins ljós kom fram hávær krafa um að honum yrði breytt, enda álíka ógeðfelldur og kettirnir í Cats, og var fallist á kröfuna innan örfárra daga frá frumsýningu fyrstu stiklunnar.Er í andlegu eftir þennan Cats trailer. Af hverju sagði enginn stopp á einhverjum tímapunkti? Hvað er að mannkyninu?— Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir (@HeklaElisabet) July 18, 2019 Hvaða fucking insanity er þetta???????? https://t.co/b8LbHCGm2V— Húmfreyr Sjókort (@MichelFucko) July 18, 2019 Djísös, nýji Cats trailerinn er mesta uncanny valley dæmi sem ég hef séð. https://t.co/5s8pZTCesv— Ingunn Eitthvað (@IngaLalu) July 18, 2019 Ahhh, fyrirtak, ég þurfti hvort sem er ekkert að sofa í nótt https://t.co/ifIJa7y7lL— Stefán Snær (@stefansnaer) July 18, 2019 Búinn með nákvæmlega 3 bjóra og var bara sáttur með Cats trailerinn þangað til að fokking James Corden kom inn— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) July 19, 2019 Ég á engin orð. https://t.co/aWEPe5kY2v— Pétur Jónsson (@senordonpedro) July 18, 2019 Fyrirtak, mig vantaði einmitt gott martraðafóður fyrir svefninn. pic.twitter.com/IzhV0OvhrF— Þóra Sif Guðmunds (@thorasifg) July 18, 2019 ég elska ketti en þetta er ekki í lagi https://t.co/OL4BBuHIhO— Alma Mjöll (@AlmaMjoll) July 18, 2019 Bíó og sjónvarp Dýr Tengdar fréttir Fresta frumsýningu Sonic svo broddgölturinn komist í tannleiðréttingu Aðdáendur brottgöltsins sögðu tennur hans martraðarkenndar. 24. maí 2019 16:30 Mest lesið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Fleiri fréttir Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Sjá meira
Kvikmyndaáhugafólk átti margt erfitt með að festa svefn í nótt eftir að stiklunni fyrir endugerð söngvamyndarinnar sígildu Cats var laumað út í skjóli nætur í gærkvöld. Varla er hægt að tala um það að myndin skarti einvalaliði leikara; eins og Judy Dench, Ian McKellen, Idris Elba, Taylor Swift, Jennifer Hudson og James Corden, einfaldlega vegna þess að þeim hefur, með „aðstoð“ tölvutækninnar, verið stökkbreytt í einhvers konar matraðrarkennda mannkattablöndu.One chance. Watch the #CatsMovie trailer now. pic.twitter.com/9Gor3QdUVU— Working Title (@Working_Title) July 18, 2019 Cats-myndarinnar hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu, ekki aðeins vegna vinsælda söngleiks Andrew Lloyd Webber eða leikaraliðsins heldur er myndinni jafnframt leikstýrt af Tom Hooper. Hann á nokkrar þekktar undir belti; eins og Les Misérables, the Danish Girl og The Kings Speech en sú síðastnefnda skilaði honum Óskarsverðlaunum fyrir bestu leikstjórn. Aðstandendur myndarinnar vona því eflaust að leikstjórnarhæfileikar Hoopers muni draga athygli frá útliti aðalhetjanna, kattanna sem myndin dregur nafn sitt af. Það mun þó reynast þrautin þyngri ef marka má fyrstu viðbrögð kvikmyndaáhugafólks. Það hefur ýmislegt út á kettina að setja. Til að mynda séu þeir allt of litlir en í einu atriði í stiklunni má sjá ketti dansa ofan á uppádekkuðu borði sem þykir kristalla fráleit stærðarhlutföllin. Að sama skapi furða þeir sig á því að læðurnar eru með brjóst en ekki spena, skemmtikrafturinn Margrét Erla Maack spyr sig jafnframt hvar „tillarnir“ eru á fressköttunum. Ekki bæti heldur úr skák að svo virðist vera sem sumir kattanna gangi um í kattafeldum - sem þeir hafa þá væntanlega fláð af öðrum köttum.Afsakið hvar eru tillarnir á þessum högnum https://t.co/jZOwHdc3Na— margrét erla maack (@mokkilitli) July 18, 2019 Því er það mat margra að líklega hefði verið gáfulegra að láta leikarana einfaldlega klæðast kattagervum í stað þess að umbreyta þeim í þessi goðafræðilegu ófreskjur. Það hafi ætíð verið gert þegar Cats hefur verið sett á fjalirnar, allt frá frumsýningu þess á West End í Lundúnum árið 1981. Aðdáendur vona því að Hooper og félagar muni grípa í taumana og gera það sama og aðstandendur myndarinnar Sonic the Hegdgehog gerðu eftir viðlíka útreið á samfélagsmiðlum. Eftir að fyrstu myndirnar af bláa broddgeltinum litu dagsins ljós kom fram hávær krafa um að honum yrði breytt, enda álíka ógeðfelldur og kettirnir í Cats, og var fallist á kröfuna innan örfárra daga frá frumsýningu fyrstu stiklunnar.Er í andlegu eftir þennan Cats trailer. Af hverju sagði enginn stopp á einhverjum tímapunkti? Hvað er að mannkyninu?— Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir (@HeklaElisabet) July 18, 2019 Hvaða fucking insanity er þetta???????? https://t.co/b8LbHCGm2V— Húmfreyr Sjókort (@MichelFucko) July 18, 2019 Djísös, nýji Cats trailerinn er mesta uncanny valley dæmi sem ég hef séð. https://t.co/5s8pZTCesv— Ingunn Eitthvað (@IngaLalu) July 18, 2019 Ahhh, fyrirtak, ég þurfti hvort sem er ekkert að sofa í nótt https://t.co/ifIJa7y7lL— Stefán Snær (@stefansnaer) July 18, 2019 Búinn með nákvæmlega 3 bjóra og var bara sáttur með Cats trailerinn þangað til að fokking James Corden kom inn— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) July 19, 2019 Ég á engin orð. https://t.co/aWEPe5kY2v— Pétur Jónsson (@senordonpedro) July 18, 2019 Fyrirtak, mig vantaði einmitt gott martraðafóður fyrir svefninn. pic.twitter.com/IzhV0OvhrF— Þóra Sif Guðmunds (@thorasifg) July 18, 2019 ég elska ketti en þetta er ekki í lagi https://t.co/OL4BBuHIhO— Alma Mjöll (@AlmaMjoll) July 18, 2019
Bíó og sjónvarp Dýr Tengdar fréttir Fresta frumsýningu Sonic svo broddgölturinn komist í tannleiðréttingu Aðdáendur brottgöltsins sögðu tennur hans martraðarkenndar. 24. maí 2019 16:30 Mest lesið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Fleiri fréttir Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Sjá meira
Fresta frumsýningu Sonic svo broddgölturinn komist í tannleiðréttingu Aðdáendur brottgöltsins sögðu tennur hans martraðarkenndar. 24. maí 2019 16:30