Pólskt dagblað dreifir límmiðum: „LGBT-laust svæði“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. júlí 2019 21:57 Pride ganga í Varsjá í Póllandi. getty/Mateusz Slodkowski Pólska, íhaldssama dagblaðið Gazeta Polska, hefur tilkynnt að það muni dreifa límmiðum með næsta blaði sínu sem á mun standa „LGBT-laust svæði.“ Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Á límmiðunum er hringlaga regnbogafáni sem á er svartur kross. Í kring um fánann er slagorðið „LGBT-laust svæði“ skrifað. Blaðið er gefið út vikulega og seljast um 110 þúsund eintök í hvert skipti en blaðið styður opinberlega stjórnarflokkinn Laga og réttlætisflokkinn (PiS). Sendiherra Bandaríkjanna í Póllandi gagnrýndi væntanlega dreifingu límmiðana og sagði að þeir ýttu undir hatur. Ritstjóri blaðsins sagði að skoðanir hans sjálfs og sendiherrans ættu báðar að vera virtar.#StrefaWolnaOdLGBT #naklejka #LGBT wkrótce wraz z 'Gazetą Polską” #GazetaPolska pic.twitter.com/EWB3FMpIY8— Gazeta Polska (@GPtygodnik) July 17, 2019 Blaðið birti sýnishorn af límmiðunum á Twitter reikningi sínum á miðvikudag og eiga þeir að fylgja tölublaðinu sem kemur út í næstu viku. Sendiherra Bandaríkjanna, Georgette Mosbacher, lýsti áhyggjum sínum yfir málinu. „Ég er mjög vonsvikinn og áhyggjufullur að sumir hópar noti límmiða til að ýta undir hatur og umburðarleysi. Við virðum málfrelsisrétt en við verðum að standa saman fyrir gildum líkt og fjölbreytni og umburðarlyndi,“ sagði Mosbacher. Ritstjóri blaðsins svaraði ummælunum á Twitter og sagði „að vera aðgerðarsinni í hreyfingu samkynhneigðra gerði fólk ekki meira umburðarlynt.“ „Pólverjar elska frelsi og við höfum þekkt orðið umburðarlyndi í margar aldir. Þess vegna studdu þeir upprisu Bandaríkjanna,“ bætti hann við. Pawel Rabiej, varaborgarstjóri Varsjár, sagði að hann myndi leggja fram kvörtun vegna límmiðanna hjá skrifstofu saksóknara. „Þýskir fasistar bjuggu til gyðinga-laus svæði,“ tísti hann. „Eins og þið sjáið þá er þessi aðferð til að finna verðuga fylgjendur notuð í Póllandi í þetta skiptið,“ sagði hann og bætti við að það gerðist undir verndarvængi ráðandi stjórnarflokks og biskupa. Viðhorf fólks í Póllandi til hinsegin fólks er að þróast en samkynja hjónabönd eru enn ekki lögleg, annað en í flestum öðrum löndum í Vestur Evrópu. Hinsegin Pólland Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Verið að taka ákvörðun varðandi rýmingar á Austfjörðum Innlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin grín-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Pólska, íhaldssama dagblaðið Gazeta Polska, hefur tilkynnt að það muni dreifa límmiðum með næsta blaði sínu sem á mun standa „LGBT-laust svæði.“ Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Á límmiðunum er hringlaga regnbogafáni sem á er svartur kross. Í kring um fánann er slagorðið „LGBT-laust svæði“ skrifað. Blaðið er gefið út vikulega og seljast um 110 þúsund eintök í hvert skipti en blaðið styður opinberlega stjórnarflokkinn Laga og réttlætisflokkinn (PiS). Sendiherra Bandaríkjanna í Póllandi gagnrýndi væntanlega dreifingu límmiðana og sagði að þeir ýttu undir hatur. Ritstjóri blaðsins sagði að skoðanir hans sjálfs og sendiherrans ættu báðar að vera virtar.#StrefaWolnaOdLGBT #naklejka #LGBT wkrótce wraz z 'Gazetą Polską” #GazetaPolska pic.twitter.com/EWB3FMpIY8— Gazeta Polska (@GPtygodnik) July 17, 2019 Blaðið birti sýnishorn af límmiðunum á Twitter reikningi sínum á miðvikudag og eiga þeir að fylgja tölublaðinu sem kemur út í næstu viku. Sendiherra Bandaríkjanna, Georgette Mosbacher, lýsti áhyggjum sínum yfir málinu. „Ég er mjög vonsvikinn og áhyggjufullur að sumir hópar noti límmiða til að ýta undir hatur og umburðarleysi. Við virðum málfrelsisrétt en við verðum að standa saman fyrir gildum líkt og fjölbreytni og umburðarlyndi,“ sagði Mosbacher. Ritstjóri blaðsins svaraði ummælunum á Twitter og sagði „að vera aðgerðarsinni í hreyfingu samkynhneigðra gerði fólk ekki meira umburðarlynt.“ „Pólverjar elska frelsi og við höfum þekkt orðið umburðarlyndi í margar aldir. Þess vegna studdu þeir upprisu Bandaríkjanna,“ bætti hann við. Pawel Rabiej, varaborgarstjóri Varsjár, sagði að hann myndi leggja fram kvörtun vegna límmiðanna hjá skrifstofu saksóknara. „Þýskir fasistar bjuggu til gyðinga-laus svæði,“ tísti hann. „Eins og þið sjáið þá er þessi aðferð til að finna verðuga fylgjendur notuð í Póllandi í þetta skiptið,“ sagði hann og bætti við að það gerðist undir verndarvængi ráðandi stjórnarflokks og biskupa. Viðhorf fólks í Póllandi til hinsegin fólks er að þróast en samkynja hjónabönd eru enn ekki lögleg, annað en í flestum öðrum löndum í Vestur Evrópu.
Hinsegin Pólland Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Verið að taka ákvörðun varðandi rýmingar á Austfjörðum Innlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin grín-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira