Gunnar Jóhann úrskurðaður í gæsluvarðhald til 11. september Sylvía Hall skrifar 17. júlí 2019 14:09 Frá vettvangi í Mehamn laugardaginn 27. apríl. TV2/Christoffer Robin Jensen Gunnar Jóhann Gunnarsson hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 11. september en hann er grunaður um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson, hálfbróður sinn, til bana þann 27. apríl síðastliðinn. Þetta staðfestir Anja M. Indbjør hjá lögreglunni í Finnmörk við fréttastofu RÚV. Morðið átti sér stað í norska bænum Mehamn í Norður-Noregi. Krufning hefur leitt það í ljós að dánarorsök Gísla Þórs var skot í lærið. Við skotið missti hann mikið blóð með þeim afleiðingum að hann lést.Sjá einnig: Gísli lést eftir að hann var skotinn í lærið Gísli Þór var enn á lífi þegar lögregla mætti á vettvang en í upphafi neyddust viðbragðsaðilar hins vegar til að bíða fyrir utan heimili hans í fjörutíu mínútur þar sem lögregla var ekki mætt á vettvang. Biðin var vegna öryggisreglna sjúkraflutningamanna sem kveða á um að þeir verði að bíða eftir að lögregla tryggi vettvang í málum sem skotvopn koma við sögu en í þessu tilfelli þurfti að bíða eftir lögregluþjónum sem voru í um hálftíma fjarlægð frá Mehamn. Rannsókn málsins er ekki lokið en haft er eftir lögreglu að stefnt sé að ljúka rannsókn áður en gæsluvarðhald rennur út. Um fimmtíu manns hafa verið yfirheyrð við rannsókn málsins en rannsókn lögreglu bendir til þess að Gunnar Jóhann hafi komist yfir vopnið sama dag og Gísli Þór var skotinn til bana. Gunnar Jóhann skrifaði færslu á Facebook-síðu sína augnablikum áður en hann var handtekinn og játaði þar að hafa orðið bróður sínum að bana. Hann neitaði hins vegar sök þegar hann var yfirheyrður af lögreglu í fyrsta skipti. Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Greindu lögreglu frá morðhótunum áður en Gísli var myrtur Lögreglan gagnrýnd í umfjöllun NRK um morðið í Mehamn. 27. maí 2019 20:27 Gunnar lýsti átökum við bróður sinn í yfirheyrslu hjá lögreglu Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson, hálfbróður sinn, til bana síðastliðinn laugardag í Mehamn í Norður-Noregi, lýsti því í yfirheyrslu hjá lögreglu í gær að það hefði komið til átaka á milli þeirra bræðra eftir að Gunnar fór heim til Gísla. 2. maí 2019 13:38 Lögreglan segir Gunnar hafa dvalið á stofnun utan Mehamn dagana fyrir morðið Lögreglan í Finnmörk hefur sent frá sér tilkynningu vegna rannsóknarinnar á morðinu á Gísla Þór Þórarinssyni. 28. maí 2019 10:28 Grunaður morðingi með miskunnarlausa nauðgun og handrukkun á samviskunni Gunnar Jóhann Gunnarsson, 35 ára íslenskur karlmaður sem grunaður er að hafa orðið eldri bróður sínum að bana með skotvopni í norska þorpinu Mehamn aðfaranótt laugardags, á nokkurn brotaferil að baki. Bæði fyrir alvarlega líkamsárás og sömuleiðis fyrir nauðgun. 29. apríl 2019 12:30 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira
Gunnar Jóhann Gunnarsson hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 11. september en hann er grunaður um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson, hálfbróður sinn, til bana þann 27. apríl síðastliðinn. Þetta staðfestir Anja M. Indbjør hjá lögreglunni í Finnmörk við fréttastofu RÚV. Morðið átti sér stað í norska bænum Mehamn í Norður-Noregi. Krufning hefur leitt það í ljós að dánarorsök Gísla Þórs var skot í lærið. Við skotið missti hann mikið blóð með þeim afleiðingum að hann lést.Sjá einnig: Gísli lést eftir að hann var skotinn í lærið Gísli Þór var enn á lífi þegar lögregla mætti á vettvang en í upphafi neyddust viðbragðsaðilar hins vegar til að bíða fyrir utan heimili hans í fjörutíu mínútur þar sem lögregla var ekki mætt á vettvang. Biðin var vegna öryggisreglna sjúkraflutningamanna sem kveða á um að þeir verði að bíða eftir að lögregla tryggi vettvang í málum sem skotvopn koma við sögu en í þessu tilfelli þurfti að bíða eftir lögregluþjónum sem voru í um hálftíma fjarlægð frá Mehamn. Rannsókn málsins er ekki lokið en haft er eftir lögreglu að stefnt sé að ljúka rannsókn áður en gæsluvarðhald rennur út. Um fimmtíu manns hafa verið yfirheyrð við rannsókn málsins en rannsókn lögreglu bendir til þess að Gunnar Jóhann hafi komist yfir vopnið sama dag og Gísli Þór var skotinn til bana. Gunnar Jóhann skrifaði færslu á Facebook-síðu sína augnablikum áður en hann var handtekinn og játaði þar að hafa orðið bróður sínum að bana. Hann neitaði hins vegar sök þegar hann var yfirheyrður af lögreglu í fyrsta skipti.
Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Greindu lögreglu frá morðhótunum áður en Gísli var myrtur Lögreglan gagnrýnd í umfjöllun NRK um morðið í Mehamn. 27. maí 2019 20:27 Gunnar lýsti átökum við bróður sinn í yfirheyrslu hjá lögreglu Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson, hálfbróður sinn, til bana síðastliðinn laugardag í Mehamn í Norður-Noregi, lýsti því í yfirheyrslu hjá lögreglu í gær að það hefði komið til átaka á milli þeirra bræðra eftir að Gunnar fór heim til Gísla. 2. maí 2019 13:38 Lögreglan segir Gunnar hafa dvalið á stofnun utan Mehamn dagana fyrir morðið Lögreglan í Finnmörk hefur sent frá sér tilkynningu vegna rannsóknarinnar á morðinu á Gísla Þór Þórarinssyni. 28. maí 2019 10:28 Grunaður morðingi með miskunnarlausa nauðgun og handrukkun á samviskunni Gunnar Jóhann Gunnarsson, 35 ára íslenskur karlmaður sem grunaður er að hafa orðið eldri bróður sínum að bana með skotvopni í norska þorpinu Mehamn aðfaranótt laugardags, á nokkurn brotaferil að baki. Bæði fyrir alvarlega líkamsárás og sömuleiðis fyrir nauðgun. 29. apríl 2019 12:30 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira
Greindu lögreglu frá morðhótunum áður en Gísli var myrtur Lögreglan gagnrýnd í umfjöllun NRK um morðið í Mehamn. 27. maí 2019 20:27
Gunnar lýsti átökum við bróður sinn í yfirheyrslu hjá lögreglu Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson, hálfbróður sinn, til bana síðastliðinn laugardag í Mehamn í Norður-Noregi, lýsti því í yfirheyrslu hjá lögreglu í gær að það hefði komið til átaka á milli þeirra bræðra eftir að Gunnar fór heim til Gísla. 2. maí 2019 13:38
Lögreglan segir Gunnar hafa dvalið á stofnun utan Mehamn dagana fyrir morðið Lögreglan í Finnmörk hefur sent frá sér tilkynningu vegna rannsóknarinnar á morðinu á Gísla Þór Þórarinssyni. 28. maí 2019 10:28
Grunaður morðingi með miskunnarlausa nauðgun og handrukkun á samviskunni Gunnar Jóhann Gunnarsson, 35 ára íslenskur karlmaður sem grunaður er að hafa orðið eldri bróður sínum að bana með skotvopni í norska þorpinu Mehamn aðfaranótt laugardags, á nokkurn brotaferil að baki. Bæði fyrir alvarlega líkamsárás og sömuleiðis fyrir nauðgun. 29. apríl 2019 12:30