Juventus hafði betur í baráttunni um hinn frábæra unga miðvörð ári eftir að félagið sannfærði Cristiano Ronaldo að hans framtíð væri ekki í Real Madrid heldur hjá Juve.
Þeir Cristiano Ronaldo og Matthijs De Ligt eiga eitt sameiginlegt og þar kemur Meistaradeildin við sögu eins og sjá má hér fyrir neðan.
April 2018: Cristiano Ronaldo knocks Juve out of the Champions League
July 2018: Juve sign Cristiano Ronaldo
April 2019: Matthijs De Ligt knocks Juve out of the Champions League
July 2019: Juve sign Matthijs De Ligt
If you can't beat them, sign them. pic.twitter.com/g2iUGhaMKS
— B/R Football (@brfootball) July 17, 2019
Undanfarin tvö tímabil þá hefur Juventus dottið út úr Meistaradeildinni fyrir Real Madrid (2018) og Ajax (2019). Í bæði skiptin hefur ítalska félagið keypt leiðtoga og stærstu stjörnu liðsins sem sló Juve út.
Juventus keypti Cristiano Ronaldo fyrir 100 milljónir evra frá Real Madrid og hann skrifaði undir fjögurra ára samning. Juventus borgar Ajax 75 milljónir evra fyrir Matthijs De Ligt.
Matthijs De Ligt er vissulega fjórtán árum yngri en Ronaldo og var aðeins fjögurra ára þegar Cristiano Ronaldo mætti á Old Trafford árið 2003.
Miðað við formið á Cristiano Ronaldo þá er þessi 34 ára gamli kappi líklegur til að stríða varnarmönnum mótherjanna áfram á næstu tímabilum.