Mislingar greindust í Reykjavík Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. júlí 2019 13:36 Maðurinn sem smitaðist hefur ekki skjalfesta bólusetningu gegn mislingum. Vísir/Vilhelm Fullorðinn einstaklingur sem búsettur er á höfuðborgarsvæðinu greindist með mislinga fyrir nokkrum dögum. Frá þessu er greint á vef landlæknis. Þar segir að manneskjan sem greindist með sjúkdóminn hafi verið á ferðalagi í Úkraínu í júnímánuði og hefur hún ekki skjalfesta bólusetningu gegn mislingum. Sjúklingnum heilsast vel eftir atvikum og þá er ekki vitað um fleiri smit. Mislingafaraldur hefur geisað í Úkraínu á undanförnum árum og á fyrstu tveimur mánuðum ársins 2019 greindust þar rúmlega 25.000 einstaklingar með mislinga. Á vef landlæknis segir að ekki sé búist við mislingafaraldri þótt stöku mislingatilfelli geti sést til viðbótar: „Í tengslum við þetta tilfelli er unnið skv. áætlunum sem notaðar voru í mislingafaraldrinum hér á landi í febrúar/mars sl. Haft hefur verið samband við þá einstaklinga sem kunna að hafa smitast af þessum einstaklingi og viðhafðar viðeigandi ráðstafanir eftir atvikum sem geta falist í sóttkví, bólusetningu eða blóðprófum. Einnig hefur heilbrigðisþjónustan verið upplýst og aðilar beðnir um að vera á varðbergi gagnvart hugsanlegum mislingatilfellum. Ekki er búist við að faraldur sé í uppsiglingu þó stöku mislingatilfelli geti sést til viðbótar. Þátttaka í mislingabólusetningu er hér ágæt sem á að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. Um 95% einstaklinga á aldrinum tveggja til 18 ára hafa verið bólusettir gegn mislingum og rúmlega 50% einstaklinga á aldrinum eins til tveggja ára. Þess ber að geta að mælt er með fyrstu bólusetningu við 18 mánaða aldur. Þátttaka í bólusetningu einstaklinga eldri en 18 ára er ekki þekkt því miðlægar upplýsingar í þessum aldurshópi liggja ekki fyrir. Almenn bólusetning gegn mislingum hófst hér á landi 1976 og talið er að flestir fæddir fyrir 1970 hafi fengið mislinga og þurfi því ekki bólusetningu. Sóttvarnalæknir hvetur alla sem hyggja á ferðalag til landa þar sem mislingar geisa að huga vel að bólusetningum áður en ferð er hafin.“ Bent er á upplýsingar um útbreiðslu mislinga á vef Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) og upplýsingar um mislinga á vef landlæknis. Bólusetningar Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Mislingar: Rúmlega 20 milljónir barna óbólusett ár hvert Á átta ára tímabili, frá 2010 til 2018, er talið að um 170 milljónir barna hafi ekki verið bólusett gegn mislingum eða rúmlega 20 milljónir barna ár hvert. Þetta kemur fram í frétt Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF). 29. apríl 2019 13:45 Mislingafaraldur vakti landsmenn líklega til umhugsunar Mikill gangur hefur verið í bólusetningum eftir að mislingar fóru að gera vart við sig um miðjan febrúar. Ráðist var í bólusetningarátak um helgina. 13. mars 2019 07:00 Á tánum þrátt fyrir ekkert staðfest nýsmit Hvert nýtt tilfelli mislinga færir viðbragðsstöðu heilbrigðisyfirvalda aftur um þrjár vikur. Svo virðist sem ekki séu til miklar birgðir af bóluefni í Evrópu. Sóttvarnalæknir segir alla hafa staðið sig vel í að berjast gegn faraldri. 15. mars 2019 06:15 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Sjá meira
Fullorðinn einstaklingur sem búsettur er á höfuðborgarsvæðinu greindist með mislinga fyrir nokkrum dögum. Frá þessu er greint á vef landlæknis. Þar segir að manneskjan sem greindist með sjúkdóminn hafi verið á ferðalagi í Úkraínu í júnímánuði og hefur hún ekki skjalfesta bólusetningu gegn mislingum. Sjúklingnum heilsast vel eftir atvikum og þá er ekki vitað um fleiri smit. Mislingafaraldur hefur geisað í Úkraínu á undanförnum árum og á fyrstu tveimur mánuðum ársins 2019 greindust þar rúmlega 25.000 einstaklingar með mislinga. Á vef landlæknis segir að ekki sé búist við mislingafaraldri þótt stöku mislingatilfelli geti sést til viðbótar: „Í tengslum við þetta tilfelli er unnið skv. áætlunum sem notaðar voru í mislingafaraldrinum hér á landi í febrúar/mars sl. Haft hefur verið samband við þá einstaklinga sem kunna að hafa smitast af þessum einstaklingi og viðhafðar viðeigandi ráðstafanir eftir atvikum sem geta falist í sóttkví, bólusetningu eða blóðprófum. Einnig hefur heilbrigðisþjónustan verið upplýst og aðilar beðnir um að vera á varðbergi gagnvart hugsanlegum mislingatilfellum. Ekki er búist við að faraldur sé í uppsiglingu þó stöku mislingatilfelli geti sést til viðbótar. Þátttaka í mislingabólusetningu er hér ágæt sem á að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. Um 95% einstaklinga á aldrinum tveggja til 18 ára hafa verið bólusettir gegn mislingum og rúmlega 50% einstaklinga á aldrinum eins til tveggja ára. Þess ber að geta að mælt er með fyrstu bólusetningu við 18 mánaða aldur. Þátttaka í bólusetningu einstaklinga eldri en 18 ára er ekki þekkt því miðlægar upplýsingar í þessum aldurshópi liggja ekki fyrir. Almenn bólusetning gegn mislingum hófst hér á landi 1976 og talið er að flestir fæddir fyrir 1970 hafi fengið mislinga og þurfi því ekki bólusetningu. Sóttvarnalæknir hvetur alla sem hyggja á ferðalag til landa þar sem mislingar geisa að huga vel að bólusetningum áður en ferð er hafin.“ Bent er á upplýsingar um útbreiðslu mislinga á vef Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) og upplýsingar um mislinga á vef landlæknis.
Bólusetningar Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Mislingar: Rúmlega 20 milljónir barna óbólusett ár hvert Á átta ára tímabili, frá 2010 til 2018, er talið að um 170 milljónir barna hafi ekki verið bólusett gegn mislingum eða rúmlega 20 milljónir barna ár hvert. Þetta kemur fram í frétt Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF). 29. apríl 2019 13:45 Mislingafaraldur vakti landsmenn líklega til umhugsunar Mikill gangur hefur verið í bólusetningum eftir að mislingar fóru að gera vart við sig um miðjan febrúar. Ráðist var í bólusetningarátak um helgina. 13. mars 2019 07:00 Á tánum þrátt fyrir ekkert staðfest nýsmit Hvert nýtt tilfelli mislinga færir viðbragðsstöðu heilbrigðisyfirvalda aftur um þrjár vikur. Svo virðist sem ekki séu til miklar birgðir af bóluefni í Evrópu. Sóttvarnalæknir segir alla hafa staðið sig vel í að berjast gegn faraldri. 15. mars 2019 06:15 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Fleiri fréttir Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Sjá meira
Mislingar: Rúmlega 20 milljónir barna óbólusett ár hvert Á átta ára tímabili, frá 2010 til 2018, er talið að um 170 milljónir barna hafi ekki verið bólusett gegn mislingum eða rúmlega 20 milljónir barna ár hvert. Þetta kemur fram í frétt Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF). 29. apríl 2019 13:45
Mislingafaraldur vakti landsmenn líklega til umhugsunar Mikill gangur hefur verið í bólusetningum eftir að mislingar fóru að gera vart við sig um miðjan febrúar. Ráðist var í bólusetningarátak um helgina. 13. mars 2019 07:00
Á tánum þrátt fyrir ekkert staðfest nýsmit Hvert nýtt tilfelli mislinga færir viðbragðsstöðu heilbrigðisyfirvalda aftur um þrjár vikur. Svo virðist sem ekki séu til miklar birgðir af bóluefni í Evrópu. Sóttvarnalæknir segir alla hafa staðið sig vel í að berjast gegn faraldri. 15. mars 2019 06:15