Ætla að sjá síldarbræðslu en ramba þá inn í listaverkasali Kristján Már Unnarsson skrifar 15. júlí 2019 21:29 Gamla síldarverksmiðjan á Hjalteyri við Eyjafjörð. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Gamla síldarbræðslan á Hjalteyri hefur þróast upp í listamiðstöð og þykir nú framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni. Verksmiðjusalirnir gegna þessar vikurnar hlutverki kvikmyndasala þar sem mynd- og hljóðverk fjölda listamanna birtast áhorfendum í ólíkustu skúmaskotum, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. Hún var sögð stærsta síldarverksmiðja Evrópu þegar hún var byggð árið 1937 og starfaði síðan um nærri þrjátíu ára skeið fram til ársins 1966. Lengi var litið á hana sem ljótar verksmiðjurústir en æ fleiri sjá hana núna sem menningarminjar. Hún kallast einfaldlega Verksmiðjan, starfsemin sem myndlistarmaðurinn Gústav Geir Bollason fer fyrir; sem er að nýta húsin sem sýningarsali og vinnustofur fyrir óhefðbundna samtímalist, en verkefnið hófst fyrir liðlega áratug.Gústav Geir Bollason, myndlistarmaður á Hjalteyri.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Þetta er mjög mikið mynd og hljóð, það er að segja kvikmyndaverk, hljóðverk og slíkir hlutir,“ segir Gústav, sem alinn er upp á kirkjustaðnum Laufási, handan fjarðar. Þegar inn er komið mæta áhorfendum hljóð og myndir úr ýmsum áttum, af hráum veggjum eða mismunandi gömlum skjám. Um þessar mundir er verið að sýna fimmtán verk eftir tíu erlenda listamenn. Innan um gömul mjölsíló rúlla ólík myndverk, sum eru heimildamyndir en ekki endilega í tengslum við raunveruleikann. „Og hafa öll svolitla pólitíska nálgun á kvikmyndafrásögnina,“ segir Gústav.Þegar gengið er um verksmiðjusalina birtast kvikmyndaverk eða vídeólistaverk með tilheyrandi hljóðum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Fyrir þremur árum hlaut Verksmiðjan á Hjalteyri Eyrarrósina, sem framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni. En sá Gústav eitthvað heillandi við það að nýta gamla síldarverksmiðju með þessum hætti? „Já, bara algjörlega. Mér fannst hún vera alveg tilvalin í það,“ svarar hann og segir húsið fallegt. Gústav segir aðsóknina upp og ofan en hún sé mest í júlí og ágúst. „Það er kannski svolítið gaman að það eru svo margir sem koma hingað fyrir tilviljun. Eru kannski bara á ferðinni, koma hingað niður eftir og uppgötva þetta. Það eru bæði Íslendingar og útlendingar sem voru kannski ekki alveg meðvitaðir um þetta.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hörgársveit Myndlist Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Fleiri fréttir Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Sjá meira
Gamla síldarbræðslan á Hjalteyri hefur þróast upp í listamiðstöð og þykir nú framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni. Verksmiðjusalirnir gegna þessar vikurnar hlutverki kvikmyndasala þar sem mynd- og hljóðverk fjölda listamanna birtast áhorfendum í ólíkustu skúmaskotum, eins og sjá mátti í fréttum Stöðvar 2. Hún var sögð stærsta síldarverksmiðja Evrópu þegar hún var byggð árið 1937 og starfaði síðan um nærri þrjátíu ára skeið fram til ársins 1966. Lengi var litið á hana sem ljótar verksmiðjurústir en æ fleiri sjá hana núna sem menningarminjar. Hún kallast einfaldlega Verksmiðjan, starfsemin sem myndlistarmaðurinn Gústav Geir Bollason fer fyrir; sem er að nýta húsin sem sýningarsali og vinnustofur fyrir óhefðbundna samtímalist, en verkefnið hófst fyrir liðlega áratug.Gústav Geir Bollason, myndlistarmaður á Hjalteyri.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Þetta er mjög mikið mynd og hljóð, það er að segja kvikmyndaverk, hljóðverk og slíkir hlutir,“ segir Gústav, sem alinn er upp á kirkjustaðnum Laufási, handan fjarðar. Þegar inn er komið mæta áhorfendum hljóð og myndir úr ýmsum áttum, af hráum veggjum eða mismunandi gömlum skjám. Um þessar mundir er verið að sýna fimmtán verk eftir tíu erlenda listamenn. Innan um gömul mjölsíló rúlla ólík myndverk, sum eru heimildamyndir en ekki endilega í tengslum við raunveruleikann. „Og hafa öll svolitla pólitíska nálgun á kvikmyndafrásögnina,“ segir Gústav.Þegar gengið er um verksmiðjusalina birtast kvikmyndaverk eða vídeólistaverk með tilheyrandi hljóðum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Fyrir þremur árum hlaut Verksmiðjan á Hjalteyri Eyrarrósina, sem framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni. En sá Gústav eitthvað heillandi við það að nýta gamla síldarverksmiðju með þessum hætti? „Já, bara algjörlega. Mér fannst hún vera alveg tilvalin í það,“ svarar hann og segir húsið fallegt. Gústav segir aðsóknina upp og ofan en hún sé mest í júlí og ágúst. „Það er kannski svolítið gaman að það eru svo margir sem koma hingað fyrir tilviljun. Eru kannski bara á ferðinni, koma hingað niður eftir og uppgötva þetta. Það eru bæði Íslendingar og útlendingar sem voru kannski ekki alveg meðvitaðir um þetta.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Hörgársveit Myndlist Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Fleiri fréttir Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Sjá meira