Tiger meðal síðustu manna út á Opna breska Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 15. júlí 2019 16:00 Tiger Woods er kominn til Norður-Írlands og byrjaður að æfa sig í brautinni vísir/getty Tiger Woods verður á meðal síðustu manna til þess að leggja af stað á fyrsta hring Opna breska risamótsins í golfi sem hefst á fimmtudaginn. Woods hefur þrisvar sinnum á ferlinum staðið uppi sem sigurvegari á þessu elsta risamóti karlagolfsins, síðast árið 2006. Mótið í ár fer fram á Royal Portrush vellinum á Norður-Írlandi, en Tiger hefur aldrei spilað á þeim velli áður. Þetta er aðeins í annða skipti sem Opna breska fer fram á vellinum, fyrra skiptið var árið 1951. Tiger kemur þó inn í þetta mót líklegri til árangurs en síðustu ár þar sem hann vann Masters risamótið fyrr í ár. Hann hefur leik klukkan 14:10 að íslenskum tíma og spilar með þeim Matthew Wallace og Patrick Reed. Opnunarhögg mótsins í ár fellur í hendur Darren Clarke, Norður-Íra sem á einn risatitil á ferlinum, sigur á Opna breska árið 2011. Hann fer fyrstur á teig klukkan 5:35 að íslenskum tíma að morgni fimmtudags. Heimamaðurinn Rory McIlroy er talinn einn af sigurstranglegustu kylfingunum í ár en hann fer nokkuð snemma af stað. Hann byrjar leik rétt eftir klukkan 9 fyrir hádegi að íslenskum tíma. Gary Woodland, sigurvegarinn frá Opna bandaríska frá því í júní, leikur með McIlroy á fyrsta hring sem og Englendingurinn Paul Casey.Allan ráslista fyrsta hrings má sjá hér.Fylgst verður vel með mótinu á Stöð 2 Golf og hefst útsending frá fyrsta degi strax klukkan 5:30 að morgni fimmtudags. Golf Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Tiger Woods verður á meðal síðustu manna til þess að leggja af stað á fyrsta hring Opna breska risamótsins í golfi sem hefst á fimmtudaginn. Woods hefur þrisvar sinnum á ferlinum staðið uppi sem sigurvegari á þessu elsta risamóti karlagolfsins, síðast árið 2006. Mótið í ár fer fram á Royal Portrush vellinum á Norður-Írlandi, en Tiger hefur aldrei spilað á þeim velli áður. Þetta er aðeins í annða skipti sem Opna breska fer fram á vellinum, fyrra skiptið var árið 1951. Tiger kemur þó inn í þetta mót líklegri til árangurs en síðustu ár þar sem hann vann Masters risamótið fyrr í ár. Hann hefur leik klukkan 14:10 að íslenskum tíma og spilar með þeim Matthew Wallace og Patrick Reed. Opnunarhögg mótsins í ár fellur í hendur Darren Clarke, Norður-Íra sem á einn risatitil á ferlinum, sigur á Opna breska árið 2011. Hann fer fyrstur á teig klukkan 5:35 að íslenskum tíma að morgni fimmtudags. Heimamaðurinn Rory McIlroy er talinn einn af sigurstranglegustu kylfingunum í ár en hann fer nokkuð snemma af stað. Hann byrjar leik rétt eftir klukkan 9 fyrir hádegi að íslenskum tíma. Gary Woodland, sigurvegarinn frá Opna bandaríska frá því í júní, leikur með McIlroy á fyrsta hring sem og Englendingurinn Paul Casey.Allan ráslista fyrsta hrings má sjá hér.Fylgst verður vel með mótinu á Stöð 2 Golf og hefst útsending frá fyrsta degi strax klukkan 5:30 að morgni fimmtudags.
Golf Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira