Alþingismaður segir Rammaáætlunina ónýta Gígja Hilmarsdóttir skrifar 14. júlí 2019 15:00 Brynjar Níelsson og Jón Steindór Valdimarsson voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í útvarpsþættinum Sprengisandi í dag. Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Jón Steindór Valdimarsson þingmaður Viðreisnar ræddu um skýrslu Landsnets um meintan orkuskort og þróun orkunýtingu hérlendis í útvarpsþættinum Sprengisandi í dag. Í þættinum var togast á um klassísk sjónarmið um náttúruvernd og það að hafa orku til atvinnuuppbyggingar. Jón benti á þau 83% raforkuframleiðslu sem fer í stóriðju. „Það kemur manni örlítið spánskt fyrir sjónir að við skipuleggjum okkar raforkumál með þessum hætti,“ sagði Jón. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, var erlendis í lélegu símasamandi en tókst að gagnrýna Landsnet fyrir að „lýsa beinlínis yfir neyðarástandi vegna orkuskorts en ekki gera grein fyrir því fyrir hverja þessi skortur væri,“ sagði Rósa. Rammaáætlunin „ónýtt kerfi“ Brynjar Níelsson sagði að þetta ástand væri búið að blasa við og að það væri búið að benda á þetta yrði þróunin. Þá fullyrti Brynjar að Rammaáætlunin um vernd og orkunýtingu landsvæða á Íslandi væri ónýt. „Allt þetta flókna umhverfismat er allt til þess fallið að ekkert geti gerst í þessu í óratíma eða áratug. Það er allt kært allur kostnaður fer yfir öll mörk,“ sagði Brynjar. Hann benti á að skortur á raforku væri ekki að bitna á einstaklingum heldur atvinnulífinu. „Þessi fyrirtæki fara að nota olíu. Við erum hérna mjög upprifin og áhyggjufull yfir loftslagsmálum og þetta verður þróunin ef ekkert verður gert í þessu,“ sagði Brynjar. Jón sagði að það mætti athuga kerfið en að það væri ekki ónýtt. „Ég er ekki alveg sammála Brynjari um að kerfið sé algjörlega ónýtt, en það er ekki gallalaust. Ég held að það sé mjög mikilvægt að fara yfir það að það sé hægt að hafa framtíðarsýn í málaflokknum,“ sagði Jón. Þá spurði Jón í hvað rafmagnið yrði notað þegar stóriðjunnar skerðast „elsta álverið mun úreltast fyrr eða síðar,“ sagði Jón.Ísland verði raforkusamfélag Rafbílavæðingin var til tals og Jón sagði að það þyrfti að leitast við að finna einhvern milliveg. „Við erum að tala um að rafvæða samgöngurnar, ekki bara einkabílinn og eitthvað kostar það af rafmagni. Það liggur alveg fyrir að við þurfum að hugleiða þetta mjög við getum ekki bæði ætlað að rafvæða alla hluti og selja raforku og græða á því en ekki fara í þær framkvæmdir sem eru nauðsynlegar. Þarna er þessi blessaði millivegur sem virðist mjög erfitt fyrir okkur hver eigi að verða,“ sagði Jón. „Ef við getum ekki endurskoðað rammaáætlunina af einhverju viti og umhverfismatið þá vil ég bara gera þetta allt með lögum,“ sagði Brynjar. Orkumál Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Tengdar fréttir Hinn almenni notandi þarf ekki að hafa áhyggjur af raforkuskorti Landsnet telur líkur vera á raforkuskorti innan þriggja ára og að sá skortur komi til með að aukast. Rafmagnsverkfræðingur hjá Landsneti segir hinn almenna notanda hins vegar ekki þurfa að hafa áhyggjur af því. 13. júlí 2019 14:50 Gæti farið svo að skera þyrfti á rafmagn á mestu álagstímunum Orkumál Samkvæmt árlegri skýrslu Landsnets um afl og orkujöfnuð í landinu er talið að líkur séu á aflskorti árið 2022. Er þetta byggt á núverandi raforkuframleiðslu, fyrirsjáanlegri uppbyggingu og áætlaðri notkun. 9. júlí 2019 07:00 Íbúar verða settir í forgang komi til skerðingar á raforku Rafmagnsveitustjóri hjá RARIK segir að íbúar verði settir í forgang ef til orkuskorts kemur, líkt og varað er við í nýrri skýrslu Landsnets. Forstjóri Landsnets segir fáar góðar lausnir til skemmri tíma og óttast að það þurfi að nota olíu. Iðnaðarráðherra segir þörf á að fyrirbyggja mögulega rafmagnsskerðingu. 12. júlí 2019 06:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Jón Steindór Valdimarsson þingmaður Viðreisnar ræddu um skýrslu Landsnets um meintan orkuskort og þróun orkunýtingu hérlendis í útvarpsþættinum Sprengisandi í dag. Í þættinum var togast á um klassísk sjónarmið um náttúruvernd og það að hafa orku til atvinnuuppbyggingar. Jón benti á þau 83% raforkuframleiðslu sem fer í stóriðju. „Það kemur manni örlítið spánskt fyrir sjónir að við skipuleggjum okkar raforkumál með þessum hætti,“ sagði Jón. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, var erlendis í lélegu símasamandi en tókst að gagnrýna Landsnet fyrir að „lýsa beinlínis yfir neyðarástandi vegna orkuskorts en ekki gera grein fyrir því fyrir hverja þessi skortur væri,“ sagði Rósa. Rammaáætlunin „ónýtt kerfi“ Brynjar Níelsson sagði að þetta ástand væri búið að blasa við og að það væri búið að benda á þetta yrði þróunin. Þá fullyrti Brynjar að Rammaáætlunin um vernd og orkunýtingu landsvæða á Íslandi væri ónýt. „Allt þetta flókna umhverfismat er allt til þess fallið að ekkert geti gerst í þessu í óratíma eða áratug. Það er allt kært allur kostnaður fer yfir öll mörk,“ sagði Brynjar. Hann benti á að skortur á raforku væri ekki að bitna á einstaklingum heldur atvinnulífinu. „Þessi fyrirtæki fara að nota olíu. Við erum hérna mjög upprifin og áhyggjufull yfir loftslagsmálum og þetta verður þróunin ef ekkert verður gert í þessu,“ sagði Brynjar. Jón sagði að það mætti athuga kerfið en að það væri ekki ónýtt. „Ég er ekki alveg sammála Brynjari um að kerfið sé algjörlega ónýtt, en það er ekki gallalaust. Ég held að það sé mjög mikilvægt að fara yfir það að það sé hægt að hafa framtíðarsýn í málaflokknum,“ sagði Jón. Þá spurði Jón í hvað rafmagnið yrði notað þegar stóriðjunnar skerðast „elsta álverið mun úreltast fyrr eða síðar,“ sagði Jón.Ísland verði raforkusamfélag Rafbílavæðingin var til tals og Jón sagði að það þyrfti að leitast við að finna einhvern milliveg. „Við erum að tala um að rafvæða samgöngurnar, ekki bara einkabílinn og eitthvað kostar það af rafmagni. Það liggur alveg fyrir að við þurfum að hugleiða þetta mjög við getum ekki bæði ætlað að rafvæða alla hluti og selja raforku og græða á því en ekki fara í þær framkvæmdir sem eru nauðsynlegar. Þarna er þessi blessaði millivegur sem virðist mjög erfitt fyrir okkur hver eigi að verða,“ sagði Jón. „Ef við getum ekki endurskoðað rammaáætlunina af einhverju viti og umhverfismatið þá vil ég bara gera þetta allt með lögum,“ sagði Brynjar.
Orkumál Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Tengdar fréttir Hinn almenni notandi þarf ekki að hafa áhyggjur af raforkuskorti Landsnet telur líkur vera á raforkuskorti innan þriggja ára og að sá skortur komi til með að aukast. Rafmagnsverkfræðingur hjá Landsneti segir hinn almenna notanda hins vegar ekki þurfa að hafa áhyggjur af því. 13. júlí 2019 14:50 Gæti farið svo að skera þyrfti á rafmagn á mestu álagstímunum Orkumál Samkvæmt árlegri skýrslu Landsnets um afl og orkujöfnuð í landinu er talið að líkur séu á aflskorti árið 2022. Er þetta byggt á núverandi raforkuframleiðslu, fyrirsjáanlegri uppbyggingu og áætlaðri notkun. 9. júlí 2019 07:00 Íbúar verða settir í forgang komi til skerðingar á raforku Rafmagnsveitustjóri hjá RARIK segir að íbúar verði settir í forgang ef til orkuskorts kemur, líkt og varað er við í nýrri skýrslu Landsnets. Forstjóri Landsnets segir fáar góðar lausnir til skemmri tíma og óttast að það þurfi að nota olíu. Iðnaðarráðherra segir þörf á að fyrirbyggja mögulega rafmagnsskerðingu. 12. júlí 2019 06:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Hinn almenni notandi þarf ekki að hafa áhyggjur af raforkuskorti Landsnet telur líkur vera á raforkuskorti innan þriggja ára og að sá skortur komi til með að aukast. Rafmagnsverkfræðingur hjá Landsneti segir hinn almenna notanda hins vegar ekki þurfa að hafa áhyggjur af því. 13. júlí 2019 14:50
Gæti farið svo að skera þyrfti á rafmagn á mestu álagstímunum Orkumál Samkvæmt árlegri skýrslu Landsnets um afl og orkujöfnuð í landinu er talið að líkur séu á aflskorti árið 2022. Er þetta byggt á núverandi raforkuframleiðslu, fyrirsjáanlegri uppbyggingu og áætlaðri notkun. 9. júlí 2019 07:00
Íbúar verða settir í forgang komi til skerðingar á raforku Rafmagnsveitustjóri hjá RARIK segir að íbúar verði settir í forgang ef til orkuskorts kemur, líkt og varað er við í nýrri skýrslu Landsnets. Forstjóri Landsnets segir fáar góðar lausnir til skemmri tíma og óttast að það þurfi að nota olíu. Iðnaðarráðherra segir þörf á að fyrirbyggja mögulega rafmagnsskerðingu. 12. júlí 2019 06:30